Forseti Íslands

Fréttamynd

Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir.

Innlent
Fréttamynd

„Á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti“

„Það á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti. Sú tíð er liðin að húsfreyjan á Bessastöðum eigi að vera ósýnileg nema þá sjaldan að tigna gesti beri að garði og hún er þá við hlið mannsins síns,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Innlent
Fréttamynd

Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta

„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Guðni með 93% fylgi

Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af Gallup er Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, með 93,5 prósenta fylgi í aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara næstkomandi laugardag. Guðmundur Franklín Jónsson, mótframbjóðandi hans, er með 6,5 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Eliza búin að kjósa

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þríeykið fékk Fálkaorðuna

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag þríeykið svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðleg athöfn á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað

Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Deildu um þriðja orkupakkann og valdsvið forseta

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson mótframbjóðandi hans tókust á í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Farið var um víðan völl og kom meðal annars upp sú spurning hvenær forseti skyldi beita synjunarvaldi sínu, eða 26. grein stjórnarskrárinnar.

Innlent