Tölvuárásir

Netárásir á íslenska innviði stóraukist í kjölfar innrásar Rússa
Skipulagðar netárásir á íslenska innviði hafa aukist gríðarlega frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast
Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi.

Vaxandi áhyggjur af netárásum birtast í kröftugum tekjuvexti Syndis
Mikill tekjuvöxtur hjá Syndis, sem hefur ráðandi markaðshlutdeild í netöryggislausnum hér á landi, endurspeglar sívaxandi áhyggjur íslenskra fyrirtækja af netárásum. „Eftirspurnin hefur aukist mikið og við eigum eftir að sjá enn stærra stökk árið 2022,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis.

Norður-Kóreskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á gríðarstórri árás á tölvuleik
Bandarísk yfirvöld hafa tengt Norður-Kóreska tölvurþjóta við gríðarlega umfangsmikla tölvuárás. Tölvuþrjótarnir stálu ígildi áttatíu milljarðum íslenskra króna af tölvuleikjaspilurum leiksins Axie Infinity í mars.

Gríðarlega stór tölvuárás gerð á ísraelsk stjórnvöld
Fjölmargar tölvuárásir hafa verið gerðar á vefsíður ísraelskra stjórnvalda í dag. Vefsíður innanríkis-, heilbrigðis-, dóms- og velferðarráðuneyta voru óaðgengilegar um stund, auk vefsíðu forsætisráðuneytisins, vegna árásanna.

Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu
Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim.

Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina
Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð.

Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás
Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins.

Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó
Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna.

Brotist inn í netkerfi Strætó
Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum.

Syndis gefur út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans
Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans. Ríkislögreglustjóri, í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu, hafa meðal annars virkjað óvissustig Almannavarna vegna veikleikans.

Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j
Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans.

Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás
Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða.

Upplýsingar um landsmenn í hættu
Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum.

Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j
Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum.

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j
Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans.

Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum
Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins.

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum
Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn
Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Ellefu netárásir á íslensk fjármálafyrirtæki
Ellefu netárásir hafa verið gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki á þessu ári sem haft hafa áhrif á starfsemina fyrirtækjanna. Varabankastjóri Seðlabankans segir ógnina af netárásum vaxandi.