„Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 14:02 Arnar S. Gunnarsson öryggisstjóri OK, mælir með því að fólk uppfæri í Windows 11. Aðsend og Vísir/Getty Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK, segir mælingar jafnframt sýna að tölvur verði viðkvæmari fyrir árásum hakkara séu stýrikerfin ekki uppfærð. „Það sem þetta þýðir er að Microsoft er hætt að veita Windows 10 stuðning og gefur ekki lengur út uppfærslur. Windows 10 er orðið tíu ára gamalt stýrikerfi og bara í apríl á þessu ári uppgötvuðust sautján öryggisveikleikar í stýrikerfinu. Það eru einmitt þeir sem verður hætt að lagfæra. Slíkir veikleikar geta leyft hökkurum að komast yfir gögn, lykilorð eða jafnvel stjórn á tölvum. Tölvurnar sjálfar halda áfram að virka en frá og með morgundeginum munu ekki berast fleiri uppfærslur frá Microsoft,“ segir Arnar. Lítil áhætta fyrst Hann segir áhættuna litla fyrstu dagana en að hún muni aukast eftir því sem líður á. „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna,“ segir hann og að úrelt kerfi og tölvur verði þannig aðlaðandi skotmörk fyrir slíkar árásir. Arnar bendir á að með tímanum muni annar hugbúnaður líka hætta að styðja Windows 10. „Það getur gerst hraðar en margir gera sér grein fyrir og algengt verður að forrit hætti að virka eftir uppfærslur. Fyrirtæki sem treysta á tækniaðstoð frá Microsoft gætu einnig lent í vandræðum, því þeir samningar falla líka út þegar stuðningi lýkur,“ bætir hann við. Nýtt stýrikerfi Windows 11. Vísir/Getty Arnar segir að flestar nýrri tölvur sé hægt að uppfæra beint í Windows 11. „Þetta er ráðlegasta leiðin og tryggir áframhaldandi öryggi og samhæfni. Þar sem tæki styðja ekki uppfærslu í Windows 11 er nauðsynlegt að fara í útskipti á vélbúnaði og við mælum með því.“ Hann segir Microsoft hafa ákveðið, samhliða þessari uppfærslu, að gefa fyrsta árið frítt af svokölluðum ESU-samningi [e. Extended Security Updates] sem muni tryggja áframhaldandi öryggisuppfærslur. Því muni fylgja einhverjar kvaðir og takmarkanir. „Þessar kvaðir eru til dæmis að þú verður að nota svokallaðan skýjanotanda frá Microsoft á tölvunni þannig að það mun ekki henta mörgum fyrirtækjum. OK ráðleggur sínum viðskiptavinum að uppfæra í Windows 11 þar sem það er mögulegt og að endurnýja tölvur þar sem það á ekki við. ESU-samningar ættu aðeins að vera notaðir sem bráðabirgðalausn, ekki til langs tíma.“ Tölvuárásir Tækni Microsoft Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK, segir mælingar jafnframt sýna að tölvur verði viðkvæmari fyrir árásum hakkara séu stýrikerfin ekki uppfærð. „Það sem þetta þýðir er að Microsoft er hætt að veita Windows 10 stuðning og gefur ekki lengur út uppfærslur. Windows 10 er orðið tíu ára gamalt stýrikerfi og bara í apríl á þessu ári uppgötvuðust sautján öryggisveikleikar í stýrikerfinu. Það eru einmitt þeir sem verður hætt að lagfæra. Slíkir veikleikar geta leyft hökkurum að komast yfir gögn, lykilorð eða jafnvel stjórn á tölvum. Tölvurnar sjálfar halda áfram að virka en frá og með morgundeginum munu ekki berast fleiri uppfærslur frá Microsoft,“ segir Arnar. Lítil áhætta fyrst Hann segir áhættuna litla fyrstu dagana en að hún muni aukast eftir því sem líður á. „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna,“ segir hann og að úrelt kerfi og tölvur verði þannig aðlaðandi skotmörk fyrir slíkar árásir. Arnar bendir á að með tímanum muni annar hugbúnaður líka hætta að styðja Windows 10. „Það getur gerst hraðar en margir gera sér grein fyrir og algengt verður að forrit hætti að virka eftir uppfærslur. Fyrirtæki sem treysta á tækniaðstoð frá Microsoft gætu einnig lent í vandræðum, því þeir samningar falla líka út þegar stuðningi lýkur,“ bætir hann við. Nýtt stýrikerfi Windows 11. Vísir/Getty Arnar segir að flestar nýrri tölvur sé hægt að uppfæra beint í Windows 11. „Þetta er ráðlegasta leiðin og tryggir áframhaldandi öryggi og samhæfni. Þar sem tæki styðja ekki uppfærslu í Windows 11 er nauðsynlegt að fara í útskipti á vélbúnaði og við mælum með því.“ Hann segir Microsoft hafa ákveðið, samhliða þessari uppfærslu, að gefa fyrsta árið frítt af svokölluðum ESU-samningi [e. Extended Security Updates] sem muni tryggja áframhaldandi öryggisuppfærslur. Því muni fylgja einhverjar kvaðir og takmarkanir. „Þessar kvaðir eru til dæmis að þú verður að nota svokallaðan skýjanotanda frá Microsoft á tölvunni þannig að það mun ekki henta mörgum fyrirtækjum. OK ráðleggur sínum viðskiptavinum að uppfæra í Windows 11 þar sem það er mögulegt og að endurnýja tölvur þar sem það á ekki við. ESU-samningar ættu aðeins að vera notaðir sem bráðabirgðalausn, ekki til langs tíma.“
Tölvuárásir Tækni Microsoft Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira