Brim

Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda í vonina um loðnu­ver­tíð í vetur

Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að frum­varpið hafi ekki verið samið af fag­fólki

Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Fer­tram og risa­sala á Kerecis hlutu við­skipta­verð­laun Þjóð­mála

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat Brims lækkar um fimmtung og horfurnar sagðar „ekki sér­lega bjartar“

Fátt fellur með sjávarútvegsfélögunum um þessar mundir, meðal annars hækkandi olíuverð, sterkt gengi krónunnar og enginn loðnukvóti, sem þýðir að verðmat Brims hefur verið lækkað um tæplega fimmtung. Hlutabréfagreinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa ætlað að taka að sér verktöku fyrir matvælaráðuneytið, sem eðlilegra væri að ráðgjafafyrirtæki myndi gera, og þannig fara í „samkeppni við lítilmagnann.“

Innherji
Fréttamynd

Dag­sektir á hendur Brimi ó­lög­mætar

Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim

Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokar fisk­vinnslu í Hafnar­firði og segir upp þorra starfs­fólks

Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir gagn­rýni Guð­mundar en kallar eftir auknu fjár­magni

Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brim gert að greiða dag­sektir

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið á­kvörðun um að beita Brim hf. dag­sektum þar sem fyrir­tækið hefur ekki enn veitt mikil­vægar upp­lýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfir­standandi at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar-og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­grein­and­i töl­u­vert bjart­sýnn­i á rekst­ur Brims nú en við ár­a­mót

Jakobsson Capital er töluvert bjartari fyrir rekstur Brims í ár en greiningarfyrirtækið var fyrir áramót. Loðnuvertíð gekk vel og afli meiri en talið var. Horfur eru á að það háa verð sem býðst fyrir sjávarafurðir haldist hátt lengur en áður var reiknað með í ljósi mikillar hækkunar á öðru matvælaverði. Einnig hefur olíuverð lækkað sem hefur jákvæð áhrif.

Innherji
Fréttamynd

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Innherji
Fréttamynd

Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haf­tengdra fjár­festinga

Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi.

Innherji