Viðskipti innlent

Dag­sektir á hendur Brimi ó­lög­mætar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Brimi hf. dagsektum var lögð fram í júlí. 
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Brimi hf. dagsektum var lögð fram í júlí.  Vísir/Vilhelm

Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn.

Tilkynnt var um úrskurðinn í dag. Í honum segir að verktakasamningurinn sem Samkeppniseftirlitið gerði við matvælaráðuneytið um rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu samræmist ekki hlutverki eftirlitsins. 

Þá hafi eftirlitið ekki haft heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. 

Loks segir að Úrskurðarnefnd taki því undir þau sjónarmið Brims að Samkeppniseftirlitinu hafi ekki verið heimilt að beita rannsóknarheimildum sínum í pólitískri stefnumótun fyrir ráðuneytið. 

Fyrirtækinu var gert að greiða dagsektir þar til það hafði veitt Samkeppiseftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við athugun eftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Dagsetningar hófu að telja í byrjun ágúst.

Sama dag og ákvörðunin var lögð fram kvaðst Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims ekki ætla að afhenda Samkeppniseftirlitinu umrædd gögn fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði tekið málið fyrir. 


Tengdar fréttir

Brim gert að greiða dag­sektir

Sam­keppnis­eftir­litið hefur tekið á­kvörðun um að beita Brim hf. dag­sektum þar sem fyrir­tækið hefur ekki enn veitt mikil­vægar upp­lýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfir­standandi at­hugun Sam­keppnis­eftir­litsins á stjórnunar-og eigna­tengslum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi.

Kæra dag­sektirnar og hyggjast ekki af­henda gögnin í bili

Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×