Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2023 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís. Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira