Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 11:50 Guðmundur Kristjánsson og Brim felldu Samkeppniseftirlitið og nú telur það forsendur samnings við matvælaráðuneytið brostnar. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13