Viðskipti innlent

Borg brugghús herjar á Noreg

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Á döfinni hjá bruggmeisturunum er meðal annars ferð til Noregs þar sem margt verður brallað.
Á döfinni hjá bruggmeisturunum er meðal annars ferð til Noregs þar sem margt verður brallað. mynd/Haraldur Jónasson

Nýverið hóf Borg Brugghús sölu á bjórum sínum til Noregs. Um tíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út á erlenda grund og oftar en ekki er eftirspurnin talsvert meiri en framboðið.

Borg fetar oft ótroðnar slóðir en í páskabjór fyrirtækisins í ár, Magðalenu nr. 41, er meðal annars að finna talsvert af appelsínumarmelaði.

„Þetta lofar bara nokkuð góðu og kemur skemmtilega á óvart. Við höfum ekki ennþá tekið þátt í eiginlegu „tenderi“ hjá Vinmonopolet sem er hin hefðbundna leið inn í verslanir þeirra og er jafnan tímafrekt – nokkurskonar samkeppni um vörulistun. Þeir voru hinsvegar hrifnir af bjórunum og ákváðu að taka þá sérpöntunarflokk þar sem neytendur gátu pantað þá á netinu og fengið þá afgreidda í næsta útibú. Það opnaði leiðina fyrir okkur,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari Borgar.

Sem stendur er boðið upp á tvo bjóra fyrirtækisins í Vinmonopolet en svo kallast norska vínbúðin. Bjórarnir tveir eru Myrkvi nr. 13 og Leifur nr. 32. Sem stendur eru bjórarnir fáanlegir í tæplega þrjátíu verslunum í landinu.

Á döfinni hjá bruggmeisturum fyrirtækisins er ferð til Noregs í næsta mánuði. Þar er stefnan tekin á að kíkja á bjórviðburði í Osló, Björgvin og Stafangri auk þess sem markið er sett á að brugga samstarfsbjóra með tveimur til þremur norskum míkró bruggsmiðjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.