Viðskipti innlent

Kaffitár og Rammagerðin annast verslun og veitingasölu í nýrri Perlu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Perlan verður afhent nýjum rekstraraðilum í janúar.
Perlan verður afhent nýjum rekstraraðilum í janúar. Myndvinnsla/Garðar

Kaffitár og Rammagerðin munu annast veitingasölu og verslun í Perlunni eftir breytingar vegna náttúrusýningarinnar sem verður sett upp þar. Samningar hafa náðst milli Perlu norðursins, Kaffitárs og Rammagerðarinnar þess efnis. Fyrri hluti sýningarinnar opnar í byrjun sumars 2017 og hefjast verslunin og veitingasalan á sama tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Gert er ráð fyrir að veitingastaður, kaffihús og verslun leggi undir sig fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð Perlunnar og mun gestum gefast tækifæri á að fara út á útsýnispallinn líkt og nú tíðkast.

Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs segir fyrirtækið hlakka til að taka þátt í nýrri Perlu. „Ný Perla er metnaðarfullt verkefni í alla staði, sem við hlökkum til að taka þátt í,” segir Aðalheiður. Hún segir að kaffihúsið verði með vísan í náttúrusýninguna og að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í takt við hana.

„Við munum þar með auka vöruúrvalið okkar í takt við sýninguna og til að mynda verður boðið upp á bjór og ís sem verður sérframleiddur fyrir okkur.”

Rammagerðin mun annast verslun í Perlunni, en fyrirtækið vinnur með um fjögur hundruð íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, tekur í sama streng og Aðalheiður og segist spennt fyrir að taka þátt í nýrri Perlu.

„Það er spennandi að fá að taka á móti fólkinu. Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á íslenska gestrisni eins og hún gerist best og vísa þar í sveitasæluna. Hafa þetta eins og þegar fólk var að koma í sveitina í gamla daga, þá var tekið vel á móti og við erum sannarlega tilbúin að taka á móti gestunum,” segir Lovísa.

Samkvæmt Agnesi Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Perlu norðursins, verður Perlan afhent nýjum rekstraraðilum í janúar og þá hefjist framkvæmdir við náttúrusafn og veitinga- og verslunarrými. Perlan mun ekki loka á meðan á framkvæmdum við sýninguna stendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.