Viðskipti innlent

Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki.

Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. 

Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug. Vísir

Þau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar.

Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. 

Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Vísir

„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.

Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér.

„Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."

Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery. Vísir

Vinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum.

„Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.