Icelandair

Fréttamynd

Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn

Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega þre­faldaðist milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair rúmlega þrefaldaðist á milli maí og júní 2021. 72 þúsund farþegar flugu með félaginu í júní samanborið við 22 þúsund í fyrri mánuði. Samhliða því heldur farþegum í innanlandsflugi áfram að fjölga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu

Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag

Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annar­legan á­róður“

Nýja flug­fé­lagið Play hefur lýst yfir sárum von­brigðum með að Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) hafi í dag hvatt lands­menn til að snið­ganga flug­fé­lagið vegna lágra launa sem flug­fé­lagið mun bjóða starfs­fólki sínu. Fé­lagið krefst þess að ASÍ dragi full­yrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play

Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tæp­lega 70% sam­dráttur í losun frá Evrópu­flugi í faraldrinum

Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013.

Innlent
Fréttamynd

Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta á­ætlunar­flugið til Tenerife í morgun

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Icelandair tæpir fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Heildartekjur Icelandair drógust saman um 73 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og námu 7,3 milljörðum króna. Lækkun tekna er helst rakin til heimsfaraldurs covid-19 sem hélt áfram að hafa gríðarleg áhrif á starfsemi félagsins en sætaframboð dróst saman um 92 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Vegna áframhaldandi óvissu í ljósi heimsfaraldursins mun félagið ekki gefa út afkomuspá fyrir árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn skammar LIVE vegna útboðs Icelandair

Seðlabanki Íslands segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) hafi ekki gætt að því að meta hæfi einstakra stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Viðskipti