WOW Air

Fréttamynd

Varð strandaglópur í Boston

Fyrrverandi flugfreyjur WOW air halda fatamarkað á morgun til að fá örlítinn aur í vasann. Mikil samtaða og kærleikur hefur ríkt þeirra á milli síðustu tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla

Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR

Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg.

Innlent
Fréttamynd

Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air

Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air

Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag.

Innlent