Viðskipti innlent

Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu
Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu Vísir/Vilhelm
Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. Þetta kom fram þegar krafa Arion banka um að Sveinn Andri víki sem skiptastjóri í þrotabúi WOW air var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Von er á úrskurði á föstudag. Símon Sigvaldason, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, skipaði Svein Andra skiptastjóra og til viðbótar Þorstein Einarsson.

Forsvarsmenn Arion banka telja störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.

RÚV greinir frá því að Sveinn Andri hafi í dómsal í dag útskýrt að skipastjórarnir muni skipta með sér verkum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur. Þannig komi Sveinn Andri ekki nálægt kröfu Arion banka. Á sama hátt komi Þorsteinn ekki nálægt kröfu stórs viðskiptavinar sem hefði verið í viðskiptum við lögmannsstofu Þorsteins.

Ólafur Eiríksson, lögmaður Arion banka, og Sveinn Andri voru ekki par sáttir hvor við annan. Fór svo að Símon dómstjóri þurfti að biðja Svein Andra að gæta orða sinna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×