Viðskipti innlent

Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vefnum Hluthafi.com
Frá vefnum Hluthafi.com Skjáskot/Hluthafi.com

Nafnlausir „hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Til að leggja sitt af mörkum geti almenningur tekið þátt í söfnun og skráð hlutafjárloforð.

Hvergi á síðunni kemur fram hver eða hverjir standi að baki vefsíðunni, hvað þá söfnuninni. Einu upplýsingarnar sem veittar eru, eru þær að „þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.

Á vefnum segir að hópurinn telji að ef Skúli [Mogensen] og hans besta fólk geti endurreist WOW Air þá eigi fólki í landinu að sameinast um að hjálpa til. Því eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til að leggja fram hlutafé, í krafti fjöldans, til þess að tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.

Texti sem birtist á vef Hluthafa.com Skjáskot

Loforðin bindandi í 90 daga og falla niður ef ekki verður af endurreisn WOW

Hópurinn nafnlausi telur að ef 10-20 þúsund hluthafar safnist saman sé best að stofna almenningshlutafélag sem myndi fjárfesta í WOW Air eða nýju lággjaldaflugfélagi.

Hópurinn setur tilvonandi fjárfestum skilmála. Fjárfestar þurfa að vera fjárráða og fullra átján ára. Þá kemur fram að hlutafjárloforðin séu bindandi í 90 daga og að ef ekki verði af endurreisn WOW Air ,eða nýtt félag verði ekki stofnað, verði loforðið ógilt og falli niður.

Hópurinn hvetur þá sem ekki hafa staðið í fjárfestingum áður að leggja ekki til meira en sem nemur 1/5 af mánaðarlaunum.

Fréttastofa hefur sent skriflegar fyrirspurnir á netfang sem gefið er upp á vefnum hluthafi.com.

Meðal þess sem fréttastofa hefur óskað svara við er hver eða hverjir standi að baki vefnum og söfnuninni.

Upplýsingar sem gefnar eru upp um hópinn á vefnum Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.