Viðskipti innlent

FME fór fram á að Hluthafa yrði lokað

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjármálaeftirltið hefur haft vefinn Hluthafa til skoðunar.
Fjármálaeftirltið hefur haft vefinn Hluthafa til skoðunar. Fréttablaðið/Vilhelm
Forsvarsmenn vefsins Hluthafa.com hafa breytt fyrirkomulagi áskriftasöfnunarinnar á þann hátt að nú er miðað við skráningu fyrir hlutaskírteini í einkahlutafélagi sem fellur ekki undir lög um verðbréfaviðskipti.Var þetta gert eftir að Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að vefnum yrði lokað þar sem fyrirkomulagið virtst ekki uppfylla skilyrði laga um verðbréfaviðskipti, meðal annars varðandi útgáfu lýsingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins vegna vefsins þar sem ætlunin er að hópfjármagna almennt hlutafélag með það að markmiði að taka þátt í endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. Fjármálaeftirlitið taldi að þessi söfnun félli undir hugtakið almennt útboð verðbréfa en með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum.Bendir Fjármálaeftirlitið á að ef farið er í almennt útboð verðbréfa þurfi að gefa út lýsingu í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Forsvarsmenn vefsins hafa sem fyrr segir breytt fyrirkomulaginu en Fjármálaeftirlitið bendir á að almennir fjárfestar njóti ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu hlutafjárútboði.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

FME skoðar Hluthafa

Til skoðunar er hvort vefurinn og söfnunin samrýmist lögum um verðbréfaviðskipti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.