Viðskipti innlent

Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW

Andri Eysteinsson skrifar
TF-GPA var tekin í notkun samhliða TF-GMA vélar WOW Air..
TF-GPA var tekin í notkun samhliða TF-GMA vélar WOW Air.. WOW

Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá.

Flugvél WOW Air sem félagið hafði á leigu frá flugvélaleigunni ALC (Air Lease Corporation), TF-GPA, var því kyrrsett í Keflavík frá 18. mars til 28.mars, dagsins sem WOW var lýst gjaldþrota. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi, eftir fall WOW Air, krafið ALC um greiðslu skuldar WOW Air, sem þá nam tæpum 2 milljörðum króna. Þá hafi Isavia og WOW Air ekki greint ALC frá samkomulagi félaganna á milli og kom málið því ALC í opna skjöldu.

ALC mun hafa haldið því fram að haldsréttur Isavia væri bundið við umráðarétt WOW Air yfir flugvélinni sem fallið hafi niður við fall flugfélagsins. Nú stefnir Isavia að því að selja vélina, sem þekkt var undir nafninu TF-GPA á meðan hún var til umráða WOW, á uppboði, fallist ALC ekki til þess að greiða skuld WOW Air við Keflavíkurflugvöll innan ákveðinna tímamarka.

Heimildir Morgunblaðsins herma að ALC leitist nú sátta við Isavia til að félagið geti endurheimt vélina en næstu leigutakar hennar bíða eftir því að fá lyklavöldin að vélinni sem er að gerðinni Airbus A321-211. Flugvélaleigan ALC hefur áður verið krafin um greiðslu á skuld flugfélaga en aldrei mun félagið hafa verið gert ábyrgt fyrir skuldum sem safnast hafi upp á svo löngu tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.