Akstursíþróttir

Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz látin
Kappaksturs- og Top Gear-stjarnan Sabine Schmitz er látin 51 árs að aldri. Hin þýska Schmitz, sem þekkt var sem „Drottning Nürburgring“, hafði glímt við krabbamein síðustu ár.

Reyndi að kasta stuðaranum sínum í andstæðing í miðri keppni
Ítalskur ökumaður skapaði stórhættu í körtukappakstri á Ítalíu í gær þegar hann reyndi að henda braki úr bílnum sínum í annan keppanda á fullri ferð.

„Sjitt, litirnir þarna eru svakalegir!“
Utanvegaakstur á mótorkrosshjólum hefur verið kærður til lögreglu.

Daníel og Erika sigurvegarar í Rallý Reykjavík
Lengsta rallkeppni ársins kláraðist á laugardag eftir þriggja daga keppni. Alls þurftu áhafnir að aka tæpa þúsund kílómetra, þar af 342 á sérleiðum. Þar fór það svo að Daníel Sigurðarson og Erika Eva Arnarsdóttir enduðu sem sigurvegarar.

Setti óstaðfest heimsmet í sandspyrnu
Náði tæplega 196 kílómetra hraða á klukkustund innan hundrað metra.

Heimsmeistarakeppnin í e-rallý á Íslandi
Í gær hófst FIA eRally Iceland 2020, alþjóðleg keppni, sem er hluti af mótaröð alþjóðaaksturssambandsins FIA sem það hleypti af stokkunum undir heitinu: FIA Electric and New Energy Championship. Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils og kallast íslenska keppnin eRally Iceland 2020. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.

Hamilton nálgast með Schumacher eftir enn einn sigurinn
Lewis Hamilton sýndi og sannaði yfirburði sína í Formúlu 1 í dag en hann landaði sínum fjórða sigri á tímabilinu en aðeins hefur verið keppt sex sinnum til þessa.

Hamilton marði sigur á sprungnu dekki | Myndband
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fór á Silverstone-brautinni í Englandi. Kom Hamilton í mark á sprungnu dekki.

Jessi Combs heitin fær hraðametið skráð
Jessi Combs dó í tilraun sinni að ná metinu í Alvord-eyðimörkinni í Oregon í ágúst 2019.

NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum
Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur.

Gunnar Karl og Ísak unnu fyrsta rall sumarsins
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ralli fór fram á Suðurnesjum á laugardaginn. Ríkjandi Íslandsmeistararnir Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson urðu að sjá á eftir sigrinum til Gunnars Karls Jóhannessonar og Ísaks Guðjónssonar.

Ökukappi missti starfið sitt eftir ljótt orðbragð í sýndarkappakstri
„Kyle, það heyra allir í þér,“ voru fyrstu viðbrögð manna eftir að bandarísku ökukappinn missti ljót orð út úr sér í miðri kappaksturskeppni í gegnum netið.

Ryan Newman vakandi og getur talað eftir áreksturinn hræðilega
Bandaríski ökumaðurinn Ryan Newman lifði af hræðilegan árekstur í Daytona 500 kappakstrinum á mánudaginn og nú berast betri fréttir af ástandi hans.

Sportpakkinn: Alvarlega slasaður eftir rosalegan árekstur í Daytona 500
Ryan Newman lenti í alvarlegum árekstri í Daytona 500 kappakstrinum.

Ein frægasta kappakstursbraut heims seld
Indianapolis-brautin er elsta varanlega kappakstursbraut í heimi. Roger Penske, einn frægasti liðsstjóri í sögu akstursíþrótta, festi kaup á brautinni og mótaröð sem er kennd við hana í gær.

Hundruð fugla drápust eru þeir flugu á heiðurshöll Nascar
Hún var ekki fögur sjónin sem blasti við fyrir utan heiðurshöll Nascar í Charlotte þar sem yfir 300 fuglar lágu dauðir.

Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg.

Gunnar Karl og Ísak unnu Haustrallið
Mikil rigning og bleyta mætti keppendum í síðustu keppni Íslandsmótsins í ralli um helgina. Eftir talsverð afföll voru það Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Sigfússon sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Atli Jamil Noregsmeistari í torfæru
Atli Jamil Ásgeirsson tryggði sér Noregsmeistaratitilinn í torfæruakstri um helgina þegar síðustu tvær umferðir mótsins fóru fram í Skien í Noregi.

Baldur og Heimir Íslandsmeistarar í ralli
Lengsta og erfiðasta rallkeppni ársins, Rallý Reykjavík, fór fram um helgina. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar eftir þriggja daga keppni.