Akstursíþróttir

Fréttamynd

Ný­liðar á rá­spól fyrir stærsta kapp­akstur í heimi

Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi.

Sport
Fréttamynd

Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“

Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð

Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp úr fjórða sæti og fagnaði sigri í Miami kappakstrinum í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Piastri í röð og vænkar stöðu hans verulega í efsta sæti heimslistans.

Formúla 1
Fréttamynd

Kallaði sig hálf­vita eftir á­reksturinn

Bretinn Lando Norris klúðraði heldur betur málum og kallaði sjálfan sig „hálfvita“ (e. idiot) eftir að hafa klesst McLaren-bílinn sinn í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Sádi Arabíu í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum

Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari.

Formúla 1
Fréttamynd

„Það er al­gjört kjaft­æði“

Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir það algjört kjaftæði að hann sé búinn að missa trúnna á liði Ferrari á yfirstandandi tímabili eftir brösótta byrjun.

Formúla 1