Molinn

Fréttamynd

Vinsæl hið vestra

Danssveitin Steed Lord sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband í gær. Myndbandið var tekið upp á tónleikum sem sveitin hélt á skemmtistað sem eitt sinn var í eigu tónlistarmannsins Prince í Los Angeles. Þá var fjallað um sveitina á vefsíðu Magnetic Magazine og segist blaðamaður hafa hlustað á nýjasta lag Steed Lord í sífellu frá því það kom út. Magnetic Magazine var stofnað árið 1995 og einblínir á umfjöllun um raftónlist.

Lífið
Fréttamynd

Drakk hráka úr Geir H. Haarde

Það er óhætt að segja að leikritið Pétur Gautur, sem var sýnt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, hafi vakið mikla athygli. Leikstjóri verksins er Þorleifur Örn Arnarsson en honum til fulltingis var Símon Birgisson leikrýnandi Djöflaeyjunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ferry sleikti sólina á Kaffi París

Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda.

Lífið
Fréttamynd

Gleðibankinn á Eurovision-kvöldi

Félagarnir KK og Maggi Eiríks spila á Café Rosenberg á laugardagskvöld eins og þeir hafa gert oft áður. Tónleikarnir verða sama kvöld og úrslitin í Eurovision verða haldin í Aserbaídsjan.

Lífið
Fréttamynd

Björgólfur og Kristín sendu vínilboðskort

Hjónakornin Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir létu pússa sig saman í kyrrþey fyrir rúmu ári síðan, eftir tólf ára samband, en héldu enga veislu af því tilefni. Nú herma fréttir að úr eigi að bæta og boðskort hafi verið send út. Kortin eru hins vegar af óhefðbundnari gerðinni. Um er að ræða 45 snúninga vínilplötu þar sem fram koma nánari upplýsingar um stað og stund.

Lífið
Fréttamynd

Frost seld til Bretlands

Breski dreifingaraðilinn Momentum Pictures sem er í eigu hins kanadíska Alliance Films hefur tryggt sér sýningarréttinn í Bretlandi á íslenska spennutryllinum Frost. Þessu greindi bandaríska kvikmyndabiblían Variety frá í gær.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Birna til liðs við Íslensku lögfræðistofuna

Íslenska lögfræðistofan varð til á dögunum þegar Ergo lögmenn skiptu um nafn. Nú hefur stofan fengið til liðs við sig nýjan lögfræðing, enga aðra en Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, fyrrverandi heimsfegurðardrottningu, sjónvarpskonu og lögfræðinema, sem hóf þar störf fyrir skemmstu.

Lífið
Fréttamynd

Yrsa til Englands

Glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson taka þátt í glæpasagnaráðstefnunni Crimefest sem verður haldin í borginni Bristol á Englandi um næstu helgi. Þangað streyma höfundar, lesendur, umboðsmenn og útgefendur og velta sér upp úr skálduðum glæpum. Yrsa tekur þátt í tveimur pallborðsumræðum á föstudag, annars vegar um löggur, einkaspæjara og lögmenn og hins vegar um siðferðileg álitamál í glæpasögum. Meðal annarra þátttakenda verður Peter James sem er margverðlaunaður alþjóðlegur höfundur.

Lífið
Fréttamynd

Edda í viðskiptafréttirnar

Edda Hermannsdóttir hefur getið sér gott orð í sjóvarpi sem spyrill í Gettu betur síðustu tvo vetur. Samhliða störfum sínum fyrir Ríkísútvarpið hefur hún stundað nám í hagfræði og kennt líkamsræktarhópatíma í World Class.

Lífið
Fréttamynd

Fréttahaukur í New York

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson opnaði nýlega vefsíðuna Eirikurjonsson.is. Þar birtir hann örfréttir sem eru oftar en ekki skreyttar með símamyndum sem hann tekur sjálfur.

Lífið
Fréttamynd

Gleði hjá grínistum

Kátt á hjalla var á heimili fjölmiðlamannsins og grínistans Auðuns Blöndal á laugardagskvöldið þegar hann hélt þar veislu til að fagna sumarkomunni. Gestgjafi og gestir, meðal annarra nokkrir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar, klæddu sig upp sem persónur úr kvikmyndum og höfðu gaman af. Sjálfur brá Auddi sér í gervi fréttaþularins Rons Burgundy úr Anchorman.

Lífið
Fréttamynd

Fegurðin í röðinni

Ein með öllu er ótvíræður þjóðarréttur Íslendinga, sem endurspeglast í gríðarlegri sölu á réttinum á útsölustöðum um allt land. Löng röð myndast fyrir utan Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur dag hvern, en þangað sækir fólk úr öllum þjóðfélagshópum.

Lífið
Fréttamynd

Grant heldur tónleika

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og unnið að nýrri plötu. Grant er mikill tungumálamaður og er byrjaður að spjalla á íslensku við aðdáendur sína, sem eru fjölmargir hér á landi. Hann hyggst halda tónleika í Háskólabíói í júlí og hefur safnað í kringum sig stórskotaliði undirleikara: Pétur Hallgrímsson leikur á gítar, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Gíslason á trommur. Ætli það sé óhætt að byrja að kalla hann Íslandsvin? - afb

Lífið
Fréttamynd

Anna Mjöll ætlar að syngja fyrir pabba

Söngkonan Anna Mjöll, sem býr og starfar í Los Angeles, er væntanleg til landsins og hyggst syngja fyrir Íslendinga í júní. Hún stendur fyrir minningartónleikum hér á landi um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson, sem lést í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Gretu og Jónsa gengur vel

Fyrsta æfing Gretu Salóme og Jónsa fyrir Eurovision-keppnina var haldin í Bakú í gær. Blaðamaður á vefsíðu Eurovision-keppninnar hreifst af söng þeirra og fannst þau ná vel saman, bæði baksviðs og á sviðinu sjálfu. Þá leggja fjölmargir lesendur síðunnar orð í belg og er greinilegt að íslenska framlagið mælist vel fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Forsetahjón á Facebook

Kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hófst í gær. Opnuð var kosningaskrifstofa, vefurinn olafurogdorrit.is og teknar í notkun Facebook-síður bæði fyrir Ólaf og konu hans Dorrit Moussaieff.

Lífið
Fréttamynd

Greta Salóme frumsýnir kjólinn í dag

Fatnaðurinn sem Eurovisionfararnir Greta Salómeog Jónsi klæðast í Aserbaidsjan verður opinberaður í beinni útsendingu á aðdáendasíðu Gretu Salóme á Facebook klukkan 16 í dag. Þær Rebekka Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir eiga heiðurinn af klæðaburði íslenska hópsins í ár og bíða margir spenntir eftir því hverju hann mun klæðast á sviðinu í Bakú. Vinir Sjonna, sem kepptu í Eurovision í fyrra, ætla að einnig að taka lagið og koma fólki í Eurovision-gírinn.

Lífið
Fréttamynd

Síðustu dagar Nasa

Eins og kunnugt er styttist í að tónleikastaðurinn vinsæli Nasa við Austurvöll loki dyrum sínum í hinsta sinn. Tónlistarfólk landsins kveður staðinn flest með trega og hafa Gusgus-liðar lýst sambandi sínu við Nasa sem ástarsambandi. Gusgus mun halda tvenna kveðjutónleika á staðnum um næstu helgi og þá mun Skálmöld spila þar á miðvikudaginn kemur.

Lífið
Fréttamynd

Jakob Frímann endurkjörinn

Jakob Frímann Magnússon hefur verið endurkjörinn formaður Félags tónskálda og textahöfunda, FTT, til næstu tveggja ára. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins sem var haldinn í Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Nína og Gísli nefna soninn

Leikaraparið Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson hafa nefnt son sinn Garðar Sigur Gíslason. Drengurinn er annað barn þeirra en fyrir eiga þau dótturina Rakel Maríu. Garðar Sigur kom í heiminn í lok seinasta árs og er nefndur í höfuðið á föðurafa sínum. Seinna nafnið, Sigur, tengist bróður Nínu Daggar, söngvaranum Sigurjóni Brink, sem lést langt fyrir aldur fram í byrjun árs 2011.

Lífið
Fréttamynd

Langyngsti makinn

Fari svo að Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, nái kjöri til embættis forseta Íslands má telja víst að Hrafn Malmquist, maður hennar, muni fylgja henni á Bessastaði.

Lífið
Fréttamynd

Spenntur fyrir Íslandi

Ástralski stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe er á leið til Íslands eins og kunnugt er. Mun Crowe fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky sem verður að hluta tekin upp hér á landi í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Skálmöld þakkar fyrir sig

Lag rokkaranna í Skálmöld, Árás, var notað við frumsýningu á nýju vopnakerfi fyrir tölvuleikinn Eve Online á Fanfest-hátíðinni í Hörpu á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Friðrik fertugur

Leikarinn Friðrik Friðriksson fagnaði 40 ára afmæli sínu með pompi og prakt síðastliðið miðvikudagskvöld. Friðrik bauð vinum og vandamönnum í veislu í Þjóðleikhúskjallarann þar sem boðið var upp á heimatilbúnar veitingar frá afmælisbarninu og fjölda skemmtiatriða.

Lífið
Fréttamynd

Popparar á La Bohéme

Óperan La Bohéme var flutt í sjötta og síðasta sinn í Eldborgarsal Hörpunnar á laugardagskvöld við góðar undirtektir. Svo virðist sem hópur poppara hafi viljað víkka út sjóndeildarhring sinn á óperunni því á meðal gesta voru Daníel Ágúst og Högni Egilsson úr hljómsveitinni GusGus, plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson og bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann er einmitt að vinna að næstu sólóplötu sinni hér á landi í samstarfi við Bigga Veiru úr GusGus. Hópurinn var að fagna afmæli Stephans Stephansen tónlistarmanns í GusGus.

Lífið
Fréttamynd

Þorsteinn eignast son

Þorsteinn M. Jónsson athafnamaður og Ingibjörg Egilsdóttir unnusta hans eignuðust son í vikunni...

Lífið
Fréttamynd

Klókur útgefandi

Þegar Haraldur Leví og unga útgáfufyrirtækið hans, Record Records, sömdu við Of Monsters and Men skömmu eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir vissu fáir af storminum sem var í aðsigi. Nema Haraldur sem var handviss um að hljómsveitin næði langt, sem nú hefur komið á daginn.

Lífið
Fréttamynd

Hetjuleg frammistaða

Leikkonan Helga Jónsdóttir þykir ansi hörð af sér. Hún handleggsbrotnaði við tökur á stuttmynd skömmu fyrir páska en hætti þó ekki þrátt fyrir slysið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins datt leikkonan í atriði á móti Theodóri Júlíussyni og handleggsbrotnaði við fallið.

Lífið
Fréttamynd

Koma fram hjá Fallon

Velgengni hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í Bandaríkjunum er á allra vörum. Plata hljómsveitarinnar, My Head Is an Animal situr í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldist í 55 þúsund eintökum vestanhafs í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Ráðherrar rekast á

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur líklega verið að flýta sér aðeins um of á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.

Lífið