KSÍ

Fréttamynd

Óska eftir svig­rúmi fyrir knatt­spyrnu­hreyfinguna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær.

Sport
Fréttamynd

Hver er Klara Bjartmarz?

Klara var varaformaður Samtakanna 78 þegar stórir sigrar unnust í þeirri baráttu og hefur leitt og fylgt eftir allri uppbyggingu kvennalandsliðanna í þau 27 ár sem hún hefur starfað hjá KSÍ. Hún hefur barist við ómenningu og karlrembu alla tíð. Hún er feministi, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar

Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi.

Sport
Fréttamynd

Lög­regla kölluð til að höfuð­stöðvum KSÍ

Lögreglan var kölluð til að höfuðstöðvum KSÍ fyrr í dag þegar maður gekk þar inn og hafði í hótunum í starfsfólk. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Í­huga að rifta samningi Kol­beins

Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Dapur­legt að fylgjast með þessari at­burða­rás“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið dapurlegt að fylgjast atburðarás síðustu daga í tengslum við Knattspyrnusamband Íslands. Hún sýni hversu mikil meinsemd kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé víða í samfélagi okkar og hvað það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Hvað nú?

Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ

Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

„Klara þarf að fara“

„Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“

Innlent
Fréttamynd

Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ

KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram

Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 

Sport
Fréttamynd

Stjórn KSÍ segir af sér

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara.

Sport
Fréttamynd

Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér

Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar.

Sport
Fréttamynd

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Viðskipti innlent