Vanda – ekki spurning Árni Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar