EM 2017 í Finnlandi

Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði
Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017.

Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki.

Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður
Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar.

Jón Arnór um Hauk: Ég veit ekki alveg hvað menn eru að reykja þarna út í heimi
Jón Arnór Stefánsson hrósaði Hauki Helga Pálssyni fyrir frammistöðu sína á móti Grikkjum á Eurobasket í gær en Haukur skoraði 21 stig á eitt sterkasta lið Evrópu.

Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað
Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni.

Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband
Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær.

Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017.

Þarf að vera klókari
Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik.

Óvæntur sigur Finna á Frökkum
Finnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka í síðasta leik dagsins í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta. Lokatölur 84-86, Finnlandi í vil.

Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann
Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim.

Kristófer: Við erum fljótir að gleyma
Kristófer Acox var ánægður með að hafa spilað sinn fyrsta leik á stórmóti en hefði þó viljað önnur úrslit.

Hörður Axel: Hentum þessum leik frá okkur með að tapa boltanum of auðveldlega
Hörður Axel Vilhjálmsson veit að hann og félagar hans í íslenska landsliðinu þurfa að passa betur upp á boltann í næstu leikjum á EM í Helsinski en þeir gerðu í dag. Grikkir nýttu sér mjög vel mistök íslensku strákanna í 90-61 sigri á Íslandi í dag.

Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland
Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót
Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag.

Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld
Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik.

Logi: Megum ekki taka svona miklar dýfur
Logi Gunnarsson segir að það séu forréttindi að fá að spila fyrir framan stuðningsfólk íslenska liðsins í Helsinki.

Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira
Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum.

Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik
Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta.

Fótboltastrákarnir okkar hvetja körfuboltalandsliðið úr stúkunni
Strákarnir í körfuboltalandsliðinu eru að fá góðan stuðning nú gegn Grikkjum og þar á meðal frá strákunum í fótboltalandsliðinu.

Fjör í FanZone í Helsinki
Íslenskir stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins komu saman í miðborg Helsinki og hituðu upp fyrir leikinn við Grikki. Arnar Björnsson og Björn Sigurðsson fönguðu stemninguna.

Slóvenía skellti Póllandi
Leikstjórnandinn Goran Dragic með stórleik fyrir slóvenska liðið.

Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum.

Martin: Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast
Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag.

Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist
"Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki.

Logi: Maður æfir alla ævi fyrir þetta
Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag.

Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki.

Þýðir ekkert að vera feiminn
KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu.

Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu
Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum.

Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni
Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust.

Logi: Mættur til að vinna leiki en ekki til að spila á móti einhverjum stórstjörnum
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að mæta Grikkjum á morgun en þá spilar íslenska liðið sinn fyrsta leik á Eurobasket 2017.