Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 09:00 „Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
„Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira