Körfubolti

Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Ernir
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stiga mun á móti Grikklandi í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki.

Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. Þegar betur er að gáð þá er íslenska liðið að spðila

„Við þurfum að passa boltann betur. Það er mikil óánægja innan hópsins með þennan bolta því hann er sleipur og menn eiga erfitt með að venjast honum,“ sagði Martin Hermannsson eftir leikinn á móti Grikkjum í dag.

Martin sjálfur tapaði alls sex boltum í leiknum og oftast eftir að hann missti boltann frá sér við það að reka boltann.

„Vonandi nýtum við daginn vel á morgun og ég ætla að sofa með hann í nótt til að ég venjist honum betur,“ sagði Martin.

Töpuðu boltarnir voru íslenska liðinu dýrkeyptir ekki síst þar sem Grikkir skoruðu alls 31 stig í leiknum eftir að hafa nýtt sér tapaða bolta hjá íslensku strákunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×