Körfubolti

Slóvenía skellti Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ziga Dimec sækir að körfu Pólverja í leiknum.
Ziga Dimec sækir að körfu Pólverja í leiknum. Vísir/Getty
Goran Dragic fór mikinn þegar Slóvenía vann Pólland í fyrsta leik A-riðils á EM í körfubolta, Eurobasket, í Helsinki í dag. Slóvenía vann nokkuð þægilegan sigur, 88-81.

Dragic, sem leikur með Miami Heat í NBA-deildinni, skoraði 30 stig fyrir slóvenska liðið sem var með sjö stiga forystu í hálflfeik, 53-46.

Slóvenar tóku svo öll völd í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu að halda Pólverjum í aðeins tólf stigum. Pólverjar minnkuðu aftur muninn í fjórða leikhluta en ógnuðu forystu Slóvena aldrei.

Dragic lék í 29 mínútur og nýtti alls tólf af 23 skotum sínum í leiknum. Hann skoraði alls 30 stig og gaf fjórar stoðsenidngar.

Mateusz Ponitka skoraði 22 stig fyrir Pólverja í leiknum en hann spilar með Tenerife á Spáni.

Næsti leikur í A-riðli er viðureign Íslands og Grikklands sem hefst klukkan 13.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×