Körfubolti

Kristófer: Við erum fljótir að gleyma

Dagur Lárusson skrifar
Kristófer í baráttunni
Kristófer í baráttunni Vísir/Ernir
Krisófer Acox sagði í viðtali eftir tap íslenska landsliðsins gegn Grikkjum að hann sé ánægður að hafa spilað sinn fyrsta leik á stórmóti en hafi þó viljað betri lokatölur.

„Ég er auðvitað ánægður með það að hafa spilað minn fyrsta leik á stórmóti en ég hefði  óskað eftir öðruvísi lokatölum. En við erum fljótir að gleyma og verðum tilbúnir í næsta leik.“

Aðspurður út í jákvæða punkta úr leiknum sagði Krisófer að liðið hafi haldið áfram eftir frekar erfiðann fyrsta leikhluta.

„Við byrjuðum ekki vel, og ég held að það hafi verið kvíðinn og mikið spennufall enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið en við náðum að komast til baka og sýndum að við eigum alveg heima á sama sviði og þessi stórlið. Ég held að við höfum unnið annan leikhlutann og þetta var komið niður í eitt, tvö stig í hálfleik.“

„Þetta var síðan erfitt í byrjun seinni hálfleiks en þá misstum við þá aftur aðeins fram úr okkur enda búnir að eyða mikilli orku í fyrri hálfleiknum að komast til baka. Í þriðja leikhlutanum misstum við þá svo aftur langt fram úr okkur og þá var of erfitt að koma aftur til baka.

Krisófer sagði að allir í hópnum séu með skammtímaminni og þeir ætli sér að vinna næsta leik.

„Það er bara áfram gakk, Við erum allir bara með skammtímaminni og það er leikur eftir tvo daga og við stefnum á að sigra hann,“ sagði Kristófer


Tengdar fréttir

Haukur Helgi: Ætlum að vinna Pólland

Haukur Helgi Pálsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Grikklandi, 61-90, í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta í dag. Haukur skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×