Körfubolti

Óvæntur sigur Finna á Frökkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jamar Wilson tryggði Finnum framlengingu og svo sigurinn.
Jamar Wilson tryggði Finnum framlengingu og svo sigurinn. vísir/getty
Finnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka í síðasta leik dagsins í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta. Lokatölur 84-86, Finnlandi í vil.

Jamar Wilson skoraði sigurkörfu Finna þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni. Wilson sá einnig til að leikurinn færi í framlengingu þegar hann jafnaði metin í 72-72 þegar 15 sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma.

Lauri Markkanen, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, var stigahæstur í finnska liðinu með 22 stig. Hann tók einnig sjö fráköst.

Tuukka Kotti og Sasu Salin skoruðu 14 stig hvor og Wilson var með 12 stig.

Evan Fournier var atkvæðamestur hjá Frökkum með 25 stig. Nando De Colo skoraði 21 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×