Krakkar

Brá rosalega þegar apinn stökk á mig
Hekla Gauksdóttir sem verður átta ára eftir nokkra daga fór í draugahús í tívolíi í fyrrasumar en þegar hún sá fyrsta skrímslið þorði hún ekki lengra.

Spila, syngja og leika
Systkinin Matthías Davíð, 10 ára, og tvíburarnir Hjördís Anna og Hálfdán Helgi, 11 ára, spila öll í tveimur til þremur hljómsveitum. Hjördís Anna syngur, Matthías Davíð galdrar og leikur og bræðurnir fást báðir við stuttmyndagerð.

Leika Míó og JúmJúm
Ágúst Beinteinn Árnason, 13 ára, leikur Míó og Theodór Pálsson, 12 ára, vin hans, JúmJúm, í leikritinu Elsku Míó minn sem Útvarpsleikhúsið tekur upp í janúar.

Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu
Eva Alice Devaney, sjö ára, er búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku sinni.

„Ég myndi gefa Guð hjólastól“
Hvað finnst krökkunum um jólin og af hverju eru þau haldin?

Lék langafa og löggu
Hinn níu ára Lúkas Emil Johansen dreymir leiklistardrauma. Hann hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, sjónvarpsseríu og nokkrum auglýsingum og það á vel við hann.

Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins.

Íslandsmeistari í fótbolta fjórum sinnum
Andri Fannar Baldursson er tólf ára strákur í Kópavogi með óbilandi áhuga á fótbolta. Hann varð nýlega Íslandsmeistari í fjórða skipti með sínum flokki.

Ohayou gozaimasu!
Ylfa Marín Nökkvadóttir flutti með foreldrum sínum og litlu systur sinni til Japan í lok ágúst í fyrra. Þar byrjaði hún í nýjum leikskóla og hefur nú eignast marga japanska vini.

Uppskrift að piparkökuhúsi
Rannveig Birta byrjaði að baka sjálf þegar hún var átta ára og er því þegar komin með nokkra reynslu í eldhúsinu.

Góð jólasveinabörn
Þeim Hringi Einarssyni og Rebekku Guðmundsdóttur leiddist ekki á Árbæjarsafninu. Þar fundu þau aska, sem þeim fannst tilvalið að láta jóladótið í, og kamba en þau reyndu að kemba jólasveina úr tuskum sem þau höfðu meðferðis.

Kann að láta manneskju svífa
Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra.

Bronser-gel keppir við Silver
Vinirnir Logi Tómasson og Kolbeinn Þórðarson sem eru í 4. bekk í Digranesskóla hafa búið til sitt eigið hárgel sem nefnist Bronser. Fetar það í fótspor gelsins Silver sem silfur- og bronsdrengirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústafsson framleiða.

Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu
Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá.

Jólabrandarar
Viltu slá í gegn í jólaboðinu? Hér eru nokkrir laufléttir brandarar sem koma flestum í jólagírinn.

Þríburarnir Kári, Logi og Máni jafngamlir Fréttablaðinu
Þríburarnir Kári, Logi og Máni Meyer fæddust sama dag og fyrsta tölublað Fréttablaðsins kom út. Daginn eftir birtist viðtal við foreldra þeirra á forsíðu blaðsins. Strákarnir búa ásamt foreldrum sínum í Kópavogi og eru í leikskólanum Ásborg.

Grín og glens: Jólabrandarar og gátur
Nokkrir skotheldir brandarar af jólavef Vísis.

Barnaleikhúsmessa í Borgarleikhúsi
22 leikverk voru kynnt á sérstakri barnaleikhúsmessu í Borgarleikhúsinu í dag. Barnaleikhúsmessan er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, sjálfstæðu leikhúsanna og samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi. Markmið hennar er meðal annars að efla sviðslistir í leik- og grunnskólastarfi og ala upp leikhúsgesti framtíðarinnar.