Getur verið besti Minecraft-spilari í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2015 10:45 Skemmtilegustu námsgreinarnar í skólanum eru forritun og enska, að mati Ólafs Arnar. Fréttablaðið/Vilhelm Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema. Krakkar Leikjavísir Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Taka dýfuna til að bjarga Ofurjörð GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema.
Krakkar Leikjavísir Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Taka dýfuna til að bjarga Ofurjörð GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira