Fréttir

Fréttamynd

Óþreyjan vex

Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær.

Erlent
Fréttamynd

Prinsessan verður flengd

Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf.

Erlent
Fréttamynd

Strákar játuðu innbrotafaraldur

Fjórir drengir á aldrinum 18 til 16 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja

Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins <em>Forbes</em>. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Íslandspósti seld skeytaþjónusta

Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesti varðhald vegna árásar

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Hafi keypt flöskur í Póllandi

Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Brennuvargar urðu barni að bana

Lögregla í Bretlandi leitar nú tveggja manna sem réðust inn í hús og kveiktu í því með þeim afleiðingum að fjögurra mánaða barn lést og móðir þess meiddist lítillega. Mennirnir ruddust inn í íbúð mæðginanna í Newcastle, rotuðu móðurina og kveiktu svo í íbúðinni. Þegar móðirin rankaði við sér höfðu hendur hennar verið bundnar fyrir aftan bak en henni tókst að hringja í neyðarlínuna með því að nota tunguna.

Erlent
Fréttamynd

Annar bruninn á fimm dögum

Sjö létust og þrettán slösuðust þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París í Frakklandi í nótt. Þetta er í annað sinn á aðeins fimm dögum sem eldur kemur upp í íbúðarhúsi afrískra innflytjenda í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldisklám bannað

Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að skera sig á háls

Japönsk kona reyndi í morgun að skera sig á háls fyrir framan íbúð Koizumis, forsætisráðherra Japans, eftir að lögregla hafði meinað henni aðgang að lóðinni. Konan reyndi einnig að skera sig á púls en hún er ekki lífshættulega slösuð enda var eggvopnið sem hún notaði ekki mjög beitt. Í bíl konunnar fundust mótmælaspjöld gegn ríkisstjórn Koizumis.

Erlent
Fréttamynd

Slæmt ferðaveður í Öræfasveit

Óveður og slæmt ferðaveður er í Öræfasveit og á milli Hafnar og Djúpavogs. Ekki er ráðlegt að ferðast þar um á húsbílum eða með aftanívagna. Annars er greiðfært um alla þjóðvegi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Handtökur vegna Hariri-morðs

Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, 14. febrúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Herlög taka gildi í New Orleans

Lögregla í New Orleans hefur lýst herlög í gildi til þess að reyna að koma í veg fyrir þjófnaði í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín fór þar um og olli miklu tjóni. Frá þessu greinir <em>Sky</em>-fréttastöðin. Útgöngubann hefur tekið gildi í borginni og íbúar eru hvattir til þess að sjóða drykkjarvatn sitt þar sem yfirvöld óttast að það hafi mengast í flóðunum sem fylgdu Katrínu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi

Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Allmörg mál komið upp í átaki

Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Netanyahu vill leiða Likud

Benjamin Netanyahu, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að hann muni keppa við Ariel Sharon um leiðtogasætið í Likud-flokknum. Flokkurinn mun líklega velja sér formann fyrir lok ársins. Netanyahu verður fulltrúi harðlínumanna sem eru ósáttir við þá stefnu Sharons að rýma landnemabyggðir á Gaza og nokkrar á Vesturbakkanum til að reyna að ná sáttum við Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Elsta kona í heimi látin

Hollensk kona, sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness var elst jarðarbúa, lést í morgun 115 ára að aldri. Hendrikje van Andel-Schipper, eða Hennie eins og hún var kölluð, hafði undanfarin ár búið á hjúkrunarheimili í bænum Hoogenveen en hún lést í svefni í nótt að sögn forstöðumanns hjúkrunaheimilisins.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að skjóta mávinn

Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

SF varar við ráðstefnupöntunum

Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn

Verjandi 37 ára gamals Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru til fíkniefnaframleiðslu segir brotalöm í rannsókn sjálfkrafa kalla á sýknudóm. Maðurinn neitar sök og segist hafa ætlað að eiga hér ástarfund. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á Vioxx að hefjast

Landlæknisembættið er að hrinda úr vör rannsókn á afleiðingum aukaverkana gigtarlyfsins Vioxx hér á landi. Hæstaréttarlögmaður segir niðurstöður hennar geti hugsanlega leitt til málshöfðunar af hendi þeirra sem notuðu Vioxx og fengu hjartaáfall. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Líkleg valdaskipti í Noregi

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra Noregs. Samkvæmt nýrri könnun stefnir í stórsigur vinstri flokkanna í þingkosningunum í Noregi eftir tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að hafa vitað af sýrunni

Litháinn sem tekinn var með brennisteinssýru í Leifsstöð neitar að hafa vitað af sýrunni í áfengisflöskum sem hann var með. Aðalmeðferð í máli hans fer nú fram í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent