Fréttir

Fréttamynd

Fuglaflensan mun líklega dreifast

Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Fé sett í jarðsprengjuþróun

Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði.

Erlent
Fréttamynd

Fljúga til sex nýrra borga

Flugfélagið Iceland Express mun hefja áætlunarflug til sex borga í Evrópu frá og með maí á næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þrír áfangastaðanna eru á Norðurlöndunum og þrír í Þýskalandi.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu þúsund manns í 300 störf

"Við höfum tekið það saman og á síðasta ári vorum við með 1036 starsfmenn sem er nokkuð mikið miðað við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi," segir Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi.

Innlent
Fréttamynd

Jórunn í fjórða sætið

Varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frímannsdóttir og Þorgbjörg Helga Vigfúsdóttir gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Breiðablik Íslandsmeistari

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í efstu deild kvenna er liðið sigraði ÍA 5-1 á Akranesi í kvöld. Að loknum 13 leikjum hefur Breiðablik sigrað 12 leiki og gert eitt jafntefli. Breiðablik varð síðast Íslandsmeistari árið 2001. Valur sem hins vegar hefur skorað mest, sigraði Stjörnuna 2-0 í Garðabæ.

Sport
Fréttamynd

Flugvöllinn burt segir Vilhjálmur

Afstaða forystumanns Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gagnvart Reykjavíkurflugvelli er skýr. Flugvöllurinn skal víkja úr Vatnsmýrinnni. Gísli Marteinn Baldursson segir þetta hafa verið skoðun sína lengi og að hann sé ánægður með að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé sama sinnis.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn endurvekja Gulaþing

Norðmenn freista þess nú að endurvekja forna frægð Gula-þings og minna um leið á að það var fyrirmynd Alþingis Íslendinga á Þingvöllum.

Erlent
Fréttamynd

Skelfing á brú

Nú er talið að þúsund manns hafi týnt lífi, meirihlutinn konur og börn. Fólkið átti sér engrar undankomu auðið þegar troðningurinn hófst á brúnni, handrið hennar gaf sig og fólk ýmist hrökklaðist út af brúnni eða stakk sér í ána til að bjarga sér. Þar drukknuðu margir.

Erlent
Fréttamynd

Allt að 157 prósenta verðmunur

Mikill munur var á hæsta og lægsta verði 30 vörutegunda í verðkönnun ASÍ á tilbúnum réttum og drykkjarvörum. Bónus var með lægsta verðið á 21 af 30 vörum. 10-11 var með hæsta verðið í jafn mörgum tilfellum og 11-11 í sautján tilfellum, í sumum tilfellum var fleiri en ein verslum með hæsta verð sumra vara.

Innlent
Fréttamynd

Markús Örn kvaddi RÚV

Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni.

Innlent
Fréttamynd

Vandar kristilegum ekki kveðjurnar

Gerhard Schröder Þýskalandskanslari réðist harkalega á frambjóðendur Kristilega demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp.

Erlent
Fréttamynd

Skortir reglur um barnagæslu

"Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka."

Innlent
Fréttamynd

Kosningabarátta á Bláhorninu

Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Saltpéturssýra lak út á Krókhálsi

Töluvert magn af salpétursýru lak út við húsnæði Össurar við Krókháls á tíunda tímanum í kvöld. Verið var að vinna í húsnæðinu þegar starfsmenn urðu lekans varir og hringdu í Neyðarlínuna.

Innlent
Fréttamynd

Stríðsástand í New Orleans

Gríðarleg eyðilegging, dauði og stjórnleysi blasir við hvert sem litið er á svæðunum sem fellibylurinn Katrín lék grátt. Stríðsástand er í New Orleans, sem er á kafi í vatni.

Erlent
Fréttamynd

13% vinna á höfuðborgarsvæðinu

Í Gaulverjabæjarhreppi eru áætlaðar skatttekjur á þessu ári lægri á hvern íbúa en framlag á hvern íbúa hreppsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að framlög jöfnunarsjóðsins á hvern íbúa á Selfossi og annars staðar í Árborg sé varla nema sjöundi hluti af skatttekjum bæjarfélagsins á hvern íbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur missti heimili sitt

Íslensk kona, Þórdís Harvey, sem býr í Biloxi í Mississippi, þar sem minnst áttatíu manns fórust í fellibylnum Katrínu, missti heimili sitt í hamförunum. Í samtali við fréttastofu í nótt sagði Þórdís að allt væri horfið og stór hluti bæjarins í algerri rúst.

Erlent
Fréttamynd

Nær helmingur í höndum tíu útgerða

HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorskígildistonnum talið, en nýtt fiskveiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósentum af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiskanes með 5,03 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tvístruðu okkur með hræðsluáróðri

Laufey Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður á gæsluvellinum í Hamravík í Grafarvogi, var tregafull þegar hún læsti honum í hinsta sinn í gær en hún hefur starfað þar í 16 ár. Líklega fundu fleiri til trega því 90 ára sögu gæsluvalla Reykjavíkur lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið versnar stöðugt

Algert neyðarástand ríkir á hamfarasvæðunum í sunnanverðum Bandaríkjunum. Óttast er að hundruð manna hafi týnt lífi af völdum fellibylsins Katrínar.

Erlent
Fréttamynd

Kjartan í þriðja sætið

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifanna verður alls staðar vart

Eftir því sem dagarnir líða kemur tjónið sem fellibylurinn Katrín olli á mánudaginn æ betur í ljós. Tala látinna hækkar dag frá degi og búist er við að efnahagslegar afleiðingar hörmunganna muni ná langt út fyrir Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Flestir hinna látnu konur og börn

Ekki færri en sex hundruð og fjörutíu týndu lífi þegar hundruð sjíta tróðust yfir brú yfir ánna Tígris í Bagdad í morgun. Flestir þeirra sem fórust voru konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Þriðja heims ástand

Það er lítið eftir af Biloxi í Missisippi. Fellibylurinn Katrín flatti nánast allt út. Sérfræðingar segja að í raun sé hálfgert þriðja heims ástand þar sem Katrín fór yfir. Koma verði fólki fyrir í flóttamannabúðum og víða sé hætta á farsóttum þar sem vatnið liggur yfir blandað skólpi og öðrum úrgangi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um líf þúsund sjía

Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris.

Erlent
Fréttamynd

Veittist að lögreglu með hnífi

Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ánægja með Menningarnótt

Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera.

Innlent
Fréttamynd

Clarke tekur slaginn

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins

Erlent