Fréttir

Fréttamynd

Gjafir streyma til nýfædds prins

Hundruð Dana hafa lagt leið sína til Amalíuborgar í Kaupmannahöfn til að færa hinum nýfædda syni Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu gjafir. Lög biðröð myndaðist í gær við höllina og tóku starfsmenn í höllinni við pökkunum. Þegar yfir lauk í gær höfðu hátt í 400 pakkar borist og meðal þess sem prinsinn ungi fékk var barnastóll, bækur, leikföng auk fjölmargra bangsa.

Erlent
Fréttamynd

Hungursneyð í Malaví

Yfirvofandi hungursneyð í Malaví mun hafa áhrif á um helming þjóðarinnar, að sögn forseta landsins, Bingu wa Mutharika, sem kallaði á hjálp frá öðrum þjóðum í ríkissjónvarpi og -útvarpi landsins á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskráin líklega samþykkt

Ánægja ríkir með kosningarnar í Írak í gær. Það þykir næsta víst að stjórnarskráin sem kosið var um hafi verið samþykkt, en þar með eru þó ekki allir erfiðleikar yfirstignir.

Erlent
Fréttamynd

Geir gengur auðmjúkur til verks

„Ég er mjög ánægður með þessi úrslit og glaður yfir því að hafa fengið svona mikið traust hjá landsfundarfulltrúum og mun að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að standa undir því,“ segir Geir Hilmar Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir segir að samstaða hafi ríkt um þær ályktanir sem voru til meðferðar á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Þurrkar á Amason-svæðum

Fjárskortur hamlar flutningum á nauðsynjavörum til Amason-svæða Brasilíu, sem miklir þurrkar hafa hrjáð síðustu mánuði, að sögn talsmanna brasilíska hersins.

Erlent
Fréttamynd

Meginvörnin dugar skammt

Flensulyfið Tamiflú, meginvörnin gegn fuglaflensu, virðist ekki duga nema að litlu leyti. Mannskæð fuglaflensa hefur nú greinst í Rúmeníu og í gær var staðfest að hún hefði greinst í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Handteknir vegna vopnasmygls

Afganska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið átta manns grunaða um vopnasmygl í höfuðborginni Kabúl í vikunni. Meðal hinna handteknu eru breskir og bandarískir ríkisborgarar, en fólkið var allt handtekið í áhlaupi lögreglu á gistihúsi í borginni. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildarmönnum innan afgönsku lögreglunnar að hinir meintu smyglarar hefðu falsað skjöl um að þeir störfuðu að friðargæslu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Syrgðu látna í Naltsjík

Íbúar í borginni Naltsjík í Norður-Kákasus í Rússlandi syrgðu í dag þá sem létust í áras tsjestjenskra uppreisnarmanna á lögreglu og opinberar byggingar á fimmtudag. Alls létust 12 óbreyttir borgarar og 24 hermenn í árásinni en frengir herma að 91 uppreisnarmaður hafi fallið og 36 hafi verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Banvæn fuglaflensa í Rúmeníu

Fuglaflensuveira sem banað hefur um 60 manns í Asíu hefur fundist í Rúmeníu, en sama afbrigði fannst í Tyrklandi í síðustu viku. Yfirvöld óttast að veiran geti stökkbreyst og valdið miklum skaða meðal manna um heim allan.

Erlent
Fréttamynd

Tekið út á 2-3 mínútna fresti

Færslur á kortareikningi karlmanns sem telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektarstað sýna að tekið hafi verið út af kortinu hans á tveggja og þriggja mínútna fresti. Hann hyggst kæra málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa í Rúmeníu banvæn

Fuglaflensustofninn sem greindist í fuglum í Rúmeníu er sá stofn sem reynst hefur mönnum banvænn, H5N1. Rannsóknir hafa staðfest þetta og var greint frá tíðindunum fyrir stundu. Þetta staðfestir enn frekar að banvæni stofninn hefur borist til Evrópu. Sextíu hafa týnt lífi í Asíu af völdum fuglaflensunnar þó að hún berist sjaldan frá dýrum í menn.

Erlent
Fréttamynd

Nýr erfðaprins í Danmörku

Danir eignuðust nýjan erfðaprins í nótt þegar María Elísabet krónprinsessa ól dreng laust fyrir klukkan tvö að dönskum tíma á Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Faðirinn, Friðrik krónprins, var viðstaddur fæðinguna og þegar hann ávarpaði blaðamenn í morgun fór hann ekki leynt með þá gleði sem hann fann fyrir þegar erfinginn kom í heiminn.

Erlent
Fréttamynd

Einn froskur, tveir froskar

 Áhugasamtök um froska hafa beðið Breta um að telja algenga froska í görðum sínum, samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC. Ástæðan er sú að vísindamenn óttast að froskarnir þjáist af sjúkdómum sem sveppasýking veldur annars vegar, og veirusýking hins vegar.

Erlent
Fréttamynd

Skjálftahrina austur af Grímsey

Skjálftahrina gengur yfir um fimmtán kílómetra austur af Grímsey. Frá því síðdegis í gær hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu, nokkrir stórir, en sá stærsti mældist 3,7 stig á Richter.

Innlent
Fréttamynd

Níu manns í Tyrklandi ekki sýktir

Heilbrigðisyfirvöld í Tyrklandi greindu frá því í dag að níu manns, sem lagðir voru inn á sjúkrahús í vesturhluta landsins vegna gruns um að fólkið hefði smitast af fuglaflensu, hefði verið leyft að fara heim. Rannsóknir leiddu í ljós að fólkið var ekki með hina banvænu fuglaflensuveiru H5N1, en staðfest var að veiran hefði greinst í fuglum í landinu á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn yfirgefi ekki Íraka

Bandaríkjamenn munu ekki yfirgefa Íraka eins og þeir yfirgáfu Víetnama í stríðinu þar á sínum tíma. George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir fyrir stundu. Hann fagnaði kosningunni um stjórnarskrá landsins og sagði hana skref í lýðræðisátt.

Erlent
Fréttamynd

Vatnsyfirborð nær upp að vegi

Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát.

Innlent
Fréttamynd

Lítið um árásir á kjördag í Írak

Kjörstöðum í Írak vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að stjórnarskrá landsins var lokað klukkan tvö að íslenskum tíma. Flest bendir til að kjörsókn hafi verið góð. Fimmtán milljónir Íraka voru á kjörskrá og var búist við að fleiri myndu neyta atkvæðisréttar síns nú en í þingkosningum sem fóru fram í lok janúar á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Mikil gleði í Danmörku vegna prins

Mikil gleði ríkir í Danmörku vegna fæðingar litla prinsins í nótt. Krónprinsaparið Friðrik og María eignaðist 14 marka son sem var 51 sentímetri.

Erlent
Fréttamynd

Dóu þegar hús hrundi í Barcelona

Fimm fórust þegar þriggja hæða fjölbýlishús í Barcelona á Spáni hrundi til grunna í nótt. Það voru einkum innflytjendur frá Norður-Afríku sem bjuggu í húsinu sem var byggt á átjándu öld. Ekki er vitað um ástæður þess að byggingin hrundi en björgunarsveitir eru enn á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Ólöglegar rjúpnaskyttur

Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Mannskætt rútuslys í Bangladess

Að minnsta kosti 18 létust og 25 slösuðust þegar rúta fór út af vegi og lenti í fljóti í norðurhluta Bangladess í dag. Fimmtí farþegar voru í rútunni þegar hún steyptis í ána. Ekki er ljóst hvers vegna rútan fór út af veginum.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtán milljónir á kjörskrá

Fimmtán milljónir Íraka hafa í dag tækifæri til að kjósa um stjórnarskrá landsins. Kosningaþátttaka er sögð góð þrátt fyrir árásir og hótanir uppreisnar- og hryðjuverkamanna.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn minnst í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Margir búa undir berum himni

Staðfest hefur verið að ekki færri en 38 þúsund týndu lífi í jarðskjálftanum í Kasmír fyrir viku. Talið er að allt að tvær og hálf milljón hafi misst heimili sín og hafist við undir berum himni í nýstingskulda.

Erlent
Fréttamynd

Hlýindi um land allt

Hlýtt var í veðri víðast hvar á landinu í gær og mældist hitinn mestur á Hafnarmelum á Vesturlandi, þrettán stig á hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir eftir baráttuanda

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann.

Innlent
Fréttamynd

Berrössuð á diskói í Lundúnum

Hundruð breskra skemmtanafíkla streyma hverja helgi á næturklúbb í Lundúnum. Ástæðan er ekki endilega sú að klúbburinn er sá flottasti í borginni heldur að hann er sá eini þar sem allir skemmta sér berrassaðir.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjutilræði í Suðvestur-Íran

Tveir létust og 50 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í borginni Ahvaz í suðvesturhluta Írans fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu við verslunarmiðstöð í miðborg Ahvaz. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en róstursamt hefur verið á svæðinu í Khuzestan-héraði, meginolíuhéraði Írans.

Erlent