Fréttir

Fréttamynd

Þingmaður Framsóknarflokks ræðst harkalega að forystu flokksins

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ræðst harkalega á forystu flokksins á vefsíðu sinni í dag og sakar hana um sýndarlýðræði. Yfirþyrmandi samansafn helstu valdamanna flokksins hafi lýst stuðningi við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra og frambjóðanda í forystusætið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip skráir skip sín í Færeyjum

Eimskip hefur ákveðið að skrá allan áhafnarekstur sinn í Færeyjum á næstu vikum en í Færeyjum bjóða stjórnvöld fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekjuskattsgreiðslum áhafna upp á tuttugu og átta prósent. Vélstjórar eru óhressir með þróun mála og hafa ítrekað farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist í Bláfjöllum

Stúlka var flutt á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir að hafa slasað sig í Bláfjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan átta í kvöld og kvartað stúlkan undan verkjum í mjöð.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskipti í Kanada?

Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Kínverskur verktaki býður í Héðinsfjarðargöng

Kínverskur járnbrautaverktaki, sem hlotið hefur viðurkenningu kínverskra stjórnvalda fyrir pólitíska uppfræðslu starfsmanna, er meðal þeirra sem fá að bjóða í Héðinsfjarðargöng. Vegagerðin hafnaði sama verktaka fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð æfð

Hvernig er best að bregðast við ef gámabíll með þúsund lítra af klórgasi innanborðs veltur með þeim afleiðingum að gámurinn rifnar og klórgas lekur út í andrúmsloftið? Þessari spruningu reyndu þáttakendur á viðamikilli æfingu að svara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Er raforkuverð að drepa laxeldi á Íslandi?

Er raforkuverð að drepa laxeldi í landinu? Kristján L. Möller þingmaður spurði að þessu á Alþingi í dag, en raforkuverð er önnur aðalástæða þess að Sæsilfur hættir starfsemi í Mjóafirði. Iðnaðaráðherra sakaði þingmanninn um vanþekkingu og sagði honum að skammast sín.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir varar einstaklinga og fyrirtæki við því að birgja sig upp af fuglaflensulyfjum

Landlæknir varar eindregið við því að einstaklingar og fyrirtæki birgi sig upp af lyfjum vegna fuglaflensunnar. Það geti leitt til þess að birgðir gangi til þurrðar, og það sem verra er, að ótímabær notkun lyfsins vegna venjulegrar flensu geti leitt til ónæmis. Hann segist munu spyrna við fótum ef fyrirtæki taki upp á því í miklum mæli að hamstra lyfið.

Innlent
Fréttamynd

Breskir njósnarar?

Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum.

Erlent
Fréttamynd

Íslandsbanki styrkir Krabbameinsfélag Íslands

Í dag veitti Íslandsbanki Krabbameinsfélagi Íslands fjörtíu milljóna króna styrk. Styrkurinn verður notaður til að kaupa ný stafrænt röntgentæki sem nýtist til forvarnarstarfs Krabbameinsfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um örlög fjögurra ára telpu

Örlög fjögurra ára norskrar telpu sem liggur í dauðadái eru nú bitbein lækna og ástvina hennar. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi, ekki síst eftir að Björgvinjarbiskup skarst í leikinn.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um Ríkisútvarpið á Alþingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mælti fyrir frumvarpi um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stofnuninni verður breytt í hlutafélag, afnotagjöld lögð niður og tekin upp nefskattur.

Innlent
Fréttamynd

Álverið í Straumsvík rúmlega tvöfaldað að stærð

Álverið í Straumsvík verður meira en tvöfaldað að stærð á næstu fjórum árum og fjórar vatnsaflsvirkjanir byggðar í neðri Þjórsá og Tungnaá, samkvæmt áformum Alcan og Landsvirkjunar, sem kynnt voru í dag. Áður hafði Orkuveita Reykjavíkur samið um að útvega nærri helming nauðsynlegrar raforku vegna stækkunar í Straumsvík.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisskattstjóri staðfestir tölur um aukna skattheimtu

Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri staðfestir að tölur Stefáns Ólafssonar prófessors um aukna skattheimtu séu réttar. Indriði segir að rýrnun persónuafsláttar leiði til meiri skattbyrði á lægri tekjur. Hann telur þó að stærsti áhrifavaldurinn í aukinni skattbyrði sé launaþróun og kaupmáttaraukning.

Innlent
Fréttamynd

Hamas-samtökunum spáð góðu gengi í þingkosningum

Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir palestínsku þingkosningarnar lýkur í dag. Palestínumenn ganga síðan að kjörborðinu á miðvikudag. Skoðanakannanir benda til þess að Hamas-samtökin verði ráðandi afl í palestínskum stjórnmálum eftir kosningarnar og er þeim spáð 31% atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða

Samkvæmt nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða er lagt til að sett verði hámark á samanlagða krókaaflahlutdeild þannig að enginn hafi yfir meiru að ráða en 6% af krókaaflahlutdeild í þorski, 9% krókaaflahlutdeild í ýsu og 6% af heildarverðmæti krókaaflahlutdeildar.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun leggur Norðlingaölduveitu til hliðar

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta við undirbúning að Norðlingaölduveitu að svo stöddu. Landsvirkjun mun þess í stað einbeita sér að öðrum virkjunarkostum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er ósáttur við að Landsvirkjun sé ekki tilbúin að hætta alfarið við framkvæmdirnar.

Innlent
Fréttamynd

Actavis kaupir Fako allt

Actavis hefur keypt 11 prósenta hlut í tyrkneska samheitalyfjafyrirtækinu Fako fyrir 20,4 milljónir Bandaríkjadala. Fako er nú að fullu í eigu Actavis, en í desember 2003 keypti Actavis 89 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 63 milljónir dala.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ljóslausir vagnar skapa hættu fyrir ökumenn

Lögreglumenn á Hvolsvelli hafa undanfarnar vikur haft nokkur afskipti af ökumönnum dráttarvéla með tengivagna. Margir þessa vagna eru óskráðir og ljósabúnaður þeirra er lítill sem enginn. Vagnarnir sjást því illa í miklu myrkri og geta skapað nokkra hættu fyrir vegfarendur ef þeir sjá ekki vagnana í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Anibal Carvaco Silva næsti forseti Portúgals

Hægrimaðurinn Anibal Carvaco Silva verður næsti forseti Portúgals en kosningar voru haldnar í landinu í gær. Engu mátti muna að til annarrar umferðar hefði komið. Cavaco Silva fékk 50,6% atkvæða í kosningunum í gær og munaði því aðeins hálfu prósentustigi að kjósa þyrfti aftur á milli hans og ljóðskáldsins Manuel Alegre, sem fékk rúman fimmtung atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands að komast í lag

Gasflutningar á milli Georgíu og Rússlands eru óðum að komast í lag. Stór gasleiðsla í Norður-Ossetíu var hins vegar sprengd í loft upp í gær. Stjórnvöld í Moskvu kenna aðskilnaðarsinnum á svæðinu um spellvirkið en georgískir embættismenn telja fullvíst að Kremlverjar hafi sjálfir lagt á ráðin um það til að koma af stað orkukreppu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

GSA fagna fimm ára afmæli samtakanna

GSA (Greysheeters Anonymous) halda upp á fimm ára afmæli samtakanna hér á landi með opnum kynnigarfundi næstkomandi fimmtudag. Um þessar mundir er verið að kynna samtökin öllum heilsustéttum í landinu og öðrum sem láta sig málið varða.

Innlent