Fréttir Kjósa um sameiningu verkalýðsfélaga Félagar í Félagi járniðnaðarmanna hafa samþykkti að gengið verði til atkvæða um sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Alls eru tæplega fjögur þúsund félagsmenn í félögunum tveimur. Innlent 31.1.2006 06:32 Þrjár danskar stúlkur brunnu inni Þrjár danskar stúlkur létust í nótt í eldsvoða í kofa í Noregi. Stúlkurnar, sem allar voru undir 18 ára aldri, voru í fjölmennum hópi danskra nema sem gistu í kofum í Hovden í Setesdal. Þrjú önnur ungmenni náðu að forða sér úr brennandi kofanum í tæka tíð. Erlent 31.1.2006 07:44 Vegir víðast greiðfærir Flestir vegir landsins eru greiðfærir en hálka og hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 31.1.2006 07:35 Ekki sá seki Lögreglan í Reykjavík sleppti í gærkvöldi manni um tvítugt, sem handtekinn var í gærdag, grunaður um að hafa framið vopnað rán í afgreiðslu Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn neitaði sök og í ljós kom að hann mun ekki vera sá seki. Engin annar hefur verið handtekinn vegna málsins og er fréttastofu ekki kunnugt um hvort einhver sérstakur liggur undir grun. Þjófurinn náði 95 þúsund krónum úr peningaskúffu í afgreiðslunni áður en hann hvarf af vettvangi. Innlent 31.1.2006 07:29 Hvetur múslíma til að sýna stillingu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í gær leiðtoga danskra múslíma til að lægja öldurnar meðal múslíma og taka afstöðu gegn því að danskar vörur verði sniðgengnar eins og átt hefur sér stað í fjölda ríkja í hinum íslamska heimi vegna birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Erlent 31.1.2006 07:16 Valgerður gefur ekki kost á sér Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri-grænna á Akureyri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í annað sætið á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Valgerður sóttist eftir því að leiða listann. Innlent 30.1.2006 22:09 Dansinn dunar hjá eldri borgurum Eldri borgarar koma saman á hverjum mánudegi til að dansa línudans og samkvæmisdansa. Við litum á dansæfingu þar sem óhætt er að segja að dansinn duni tímunum saman. Innlent 30.1.2006 21:55 Móðir brasilíubarns fundin Simone da Silva var handtekin í Belo Horizonte í Brasilíu í dag. Hún segist hafa skilið nýfætt barn sitt í höndum heimilislausrar konu sem hún gekk fram á. Sjálf hafi hún ekki verið í sálrænu ástandi til að ala upp barn. Erlent 30.1.2006 21:31 Græðandi á skipaskráningarkerfi Íslenska ríkið fengi tvö hundruð milljónir í kassann, með því að taka upp skipaskráningarkerfi að færeyskri fyrirmynd. Þetta segir Kristján Möller alingismaður, sem vill ekki bara bjarga íslenskri farmannastétt, heldur nota féð til að styrkja strandsiglingar hér við land. Innlent 30.1.2006 21:28 Þjóðarsorg í Póllandi Þjóðarsorg ríkir í Póllandi eftir að sextíu og sjö manns létu lífið þegar þak sýningarhallar hrundi á fimm hundruð manns á laugardagskvöld. Pólverjar frá Katowice, sem búsettir eru hér á landi, segja að sýningarhöllin hafi augljóslega verið illa hönnuð. Erlent 30.1.2006 21:23 Samþykktu sjálfir „skipulagsslys“ Sjálfstæðismenn í borgarráði samþykktu fyrir rúmu ári, að flytja bensínstöðina við Geirsgötu í Vatnsmýrina, en segja nú að flutningurinn sé skipulagsslys. Innlent 30.1.2006 21:15 ÍAV fá verk án útboðs Bróðurpartur lóðaframkvæmda vegna Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn verður boðinn út, segir borgarstjóri. Sérstakar aðstæður réttlæti hins vegar að samið verði án útboðs við Íslenska aðalverktaka um fyrsta hlutann, upp á fjögur hundruð milljónir króna. Innlent 30.1.2006 21:13 Einn handtekinn fyrir vopnað rán Einn hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rænt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf í dag. Sá sem er í hald var dæmdur fyrir vopnað rán árið 2004. Innlent 30.1.2006 21:07 Múslimar sárir við Dani og Norðmenn Danska stjórnin varaði danska ríkisborgara í dag við því að ferðast til Sádi-Arabíu, þar sem mikil reiði ríkir vegna birtinga teikninga af Múhameð spámanni. Reiðin er einnig farin að beinast gegn Norðmönnum eftir að norskt blað birti teikningarnar. Innlent 30.1.2006 21:05 ASÍ vill sambærilegar hækkanir Varaforseti Alþýðusambandsins segir að sambandið verði strax að sækja launahækkanir fyrir sitt fólk. Þessi staða sé komin upp eftir að launanefnd heimilaði hækkun á lægstu launum starfsmanna sveitarfélaga. Innlent 30.1.2006 21:01 Sendiferðabíll ók í veg fyrir steypubíl Litlu munaði að alvarlegt slys hefði orðið á Reykjanesbraut í dag þegar sendiferðbíll ók í veg fyrir fulllestaðann steypubíll. Steypubíllinn lenti aftan á sendiferðabílnum með þeim afleiðingum að vörulyfta og afturhleri fóru af honum. Ökumaður steypubifreiðarinnar slasaðist lítillega. Nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum. Innlent 30.1.2006 20:49 Fjórir segja upp á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ Fjórir starfsmenn á leikskólanum Hlaðhömrum í Mosfellsbæ hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Leikskólastjórinn segist jafnvel eiga von á fleiri uppsögnum muni sveitafélagið ekki nýtta sér heimild launanefndar sveitafélaganna til launahækkunnar, sem samið var um síðastliðinn laugardag. Innlent 30.1.2006 20:05 Hótel Saga og Hótel Ísland ekki seld Búnaðarþing Íslands felldi rétt í þessu tillögu um að Hótel Ísland og Hótel Saga yrðu seld. Samningurinn var felldur með miklum mun og Hótel Saga og Hótel Ísland verða því ekki seld að svo komnu máli. Innlent 30.1.2006 17:33 Stjórnvöld standi við skuldbindingar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem þung áhersla er lögð á að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-bókuninni. Bókunin veitir Íslendingum svigrúm til að auka framleiðslu á áli um 280 þúsund tonn til ársins 2012. Í ályktuninni segir að það svigrúm verði að nýta af varfærni og vara við áformum um að skilja eftir framtíðarvandamál sem tengjast of mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 30.1.2006 16:47 Einn handtekinn vegna ráns Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið einn mann sem er grunaður um vopnað rán hjá Happdrætti Háskólans í hádeginu. Lögreglan verst allra nánari frétta af málinu þar sem það er í rannsókn. Ekki er enn vitað hversu miklu af peningum þjófurinn náði. Skrifstofa Happadrættisins er enn lokuð vegna vettvangsrannsókna. Innlent 30.1.2006 16:24 Hamas verði að viðurkenna Ísrael Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir vel koma til greina að ný stjórn Palestínu hljóti áfram stuðning Evrópusambandsins. Þó séu ákveðin skilyrði fyrir hendi þá meðal annars þau að stjórnin viðurkenni Ísraelsríki. Það hafa Hamas-samtökin hinsvegar þverneitað að gera. Erlent 30.1.2006 16:18 OgVodafone-númer í símaskrá Nýjustu upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskiptavina Og Vodafone, verða hér eftir aðgengilegar á simaskra.is og í Símaskránni. Þetta er vegna samkomulags Og Vodafone og Já, sem rekur simaskra.is, 118 og gefur út Símaskrána. Áður var aðeins hægt að fá nýjustu upplýsingar um viðskiptavini Og Vodafone í 118 hjá Já. Innlent 30.1.2006 15:36 Stærsti árganur Íslandssögunnar Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu. Innlent 30.1.2006 15:28 Segir morðið óviljaverk Sigurður Freyr Kristmundsson sagði að það hefði verið óviljaverknaður þegar hann varð Braga Halldórssyni að bana með því að stinga hann í íbúð við Hverfisgötu 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.1.2006 15:25 Skipa nefnd til að fara yfir lög um kjaradóm Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Er henni ætlað að gera tillögur um breytingar á þeim lögum í ljósi reynslunnar og ábendinga sem fram hafa komið um annmarka á þeim. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi launaákvarðana Kjaradóms og kjaranefndar. Innlent 30.1.2006 15:04 Fær stærsti árgangur sögunnar inn í framhaldsskólana? Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu. Innlent 30.1.2006 14:48 Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 30.1.2006 14:42 Alvarlegri áhrif gróðurhúsalofttegunda Aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda getur haft alvarlegri áhrif en fyrr var talið að því er fram kemur í nýrri breskri skýrslu. Þar segir að litlar líkur séu á því að losun gróðurhúsalofttegunda verði haldið undir hættumörkum. Erlent 30.1.2006 14:08 Undirrita umsókn fyrir Surtsey Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirrita í dag umsókn íslenskra stjórnvalda um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Innlent 30.1.2006 14:01 Jaxlinn kynntur í tannverndarviku Árleg tannverndarvika Lýðheilsustöðvar hófst í dag. Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðrar tannhirðu en meginmarkmiðið með tannverndarvikunni er að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir líf og heilsu fólks að vera með heilbrigðar tennur. Innlent 30.1.2006 13:49 « ‹ ›
Kjósa um sameiningu verkalýðsfélaga Félagar í Félagi járniðnaðarmanna hafa samþykkti að gengið verði til atkvæða um sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Alls eru tæplega fjögur þúsund félagsmenn í félögunum tveimur. Innlent 31.1.2006 06:32
Þrjár danskar stúlkur brunnu inni Þrjár danskar stúlkur létust í nótt í eldsvoða í kofa í Noregi. Stúlkurnar, sem allar voru undir 18 ára aldri, voru í fjölmennum hópi danskra nema sem gistu í kofum í Hovden í Setesdal. Þrjú önnur ungmenni náðu að forða sér úr brennandi kofanum í tæka tíð. Erlent 31.1.2006 07:44
Vegir víðast greiðfærir Flestir vegir landsins eru greiðfærir en hálka og hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 31.1.2006 07:35
Ekki sá seki Lögreglan í Reykjavík sleppti í gærkvöldi manni um tvítugt, sem handtekinn var í gærdag, grunaður um að hafa framið vopnað rán í afgreiðslu Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi í gær. Maðurinn neitaði sök og í ljós kom að hann mun ekki vera sá seki. Engin annar hefur verið handtekinn vegna málsins og er fréttastofu ekki kunnugt um hvort einhver sérstakur liggur undir grun. Þjófurinn náði 95 þúsund krónum úr peningaskúffu í afgreiðslunni áður en hann hvarf af vettvangi. Innlent 31.1.2006 07:29
Hvetur múslíma til að sýna stillingu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti í gær leiðtoga danskra múslíma til að lægja öldurnar meðal múslíma og taka afstöðu gegn því að danskar vörur verði sniðgengnar eins og átt hefur sér stað í fjölda ríkja í hinum íslamska heimi vegna birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum. Erlent 31.1.2006 07:16
Valgerður gefur ekki kost á sér Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri-grænna á Akureyri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í annað sætið á lista flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Valgerður sóttist eftir því að leiða listann. Innlent 30.1.2006 22:09
Dansinn dunar hjá eldri borgurum Eldri borgarar koma saman á hverjum mánudegi til að dansa línudans og samkvæmisdansa. Við litum á dansæfingu þar sem óhætt er að segja að dansinn duni tímunum saman. Innlent 30.1.2006 21:55
Móðir brasilíubarns fundin Simone da Silva var handtekin í Belo Horizonte í Brasilíu í dag. Hún segist hafa skilið nýfætt barn sitt í höndum heimilislausrar konu sem hún gekk fram á. Sjálf hafi hún ekki verið í sálrænu ástandi til að ala upp barn. Erlent 30.1.2006 21:31
Græðandi á skipaskráningarkerfi Íslenska ríkið fengi tvö hundruð milljónir í kassann, með því að taka upp skipaskráningarkerfi að færeyskri fyrirmynd. Þetta segir Kristján Möller alingismaður, sem vill ekki bara bjarga íslenskri farmannastétt, heldur nota féð til að styrkja strandsiglingar hér við land. Innlent 30.1.2006 21:28
Þjóðarsorg í Póllandi Þjóðarsorg ríkir í Póllandi eftir að sextíu og sjö manns létu lífið þegar þak sýningarhallar hrundi á fimm hundruð manns á laugardagskvöld. Pólverjar frá Katowice, sem búsettir eru hér á landi, segja að sýningarhöllin hafi augljóslega verið illa hönnuð. Erlent 30.1.2006 21:23
Samþykktu sjálfir „skipulagsslys“ Sjálfstæðismenn í borgarráði samþykktu fyrir rúmu ári, að flytja bensínstöðina við Geirsgötu í Vatnsmýrina, en segja nú að flutningurinn sé skipulagsslys. Innlent 30.1.2006 21:15
ÍAV fá verk án útboðs Bróðurpartur lóðaframkvæmda vegna Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn verður boðinn út, segir borgarstjóri. Sérstakar aðstæður réttlæti hins vegar að samið verði án útboðs við Íslenska aðalverktaka um fyrsta hlutann, upp á fjögur hundruð milljónir króna. Innlent 30.1.2006 21:13
Einn handtekinn fyrir vopnað rán Einn hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rænt Happdrætti Háskóla Íslands við Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf í dag. Sá sem er í hald var dæmdur fyrir vopnað rán árið 2004. Innlent 30.1.2006 21:07
Múslimar sárir við Dani og Norðmenn Danska stjórnin varaði danska ríkisborgara í dag við því að ferðast til Sádi-Arabíu, þar sem mikil reiði ríkir vegna birtinga teikninga af Múhameð spámanni. Reiðin er einnig farin að beinast gegn Norðmönnum eftir að norskt blað birti teikningarnar. Innlent 30.1.2006 21:05
ASÍ vill sambærilegar hækkanir Varaforseti Alþýðusambandsins segir að sambandið verði strax að sækja launahækkanir fyrir sitt fólk. Þessi staða sé komin upp eftir að launanefnd heimilaði hækkun á lægstu launum starfsmanna sveitarfélaga. Innlent 30.1.2006 21:01
Sendiferðabíll ók í veg fyrir steypubíl Litlu munaði að alvarlegt slys hefði orðið á Reykjanesbraut í dag þegar sendiferðbíll ók í veg fyrir fulllestaðann steypubíll. Steypubíllinn lenti aftan á sendiferðabílnum með þeim afleiðingum að vörulyfta og afturhleri fóru af honum. Ökumaður steypubifreiðarinnar slasaðist lítillega. Nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum. Innlent 30.1.2006 20:49
Fjórir segja upp á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ Fjórir starfsmenn á leikskólanum Hlaðhömrum í Mosfellsbæ hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Leikskólastjórinn segist jafnvel eiga von á fleiri uppsögnum muni sveitafélagið ekki nýtta sér heimild launanefndar sveitafélaganna til launahækkunnar, sem samið var um síðastliðinn laugardag. Innlent 30.1.2006 20:05
Hótel Saga og Hótel Ísland ekki seld Búnaðarþing Íslands felldi rétt í þessu tillögu um að Hótel Ísland og Hótel Saga yrðu seld. Samningurinn var felldur með miklum mun og Hótel Saga og Hótel Ísland verða því ekki seld að svo komnu máli. Innlent 30.1.2006 17:33
Stjórnvöld standi við skuldbindingar Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem þung áhersla er lögð á að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-bókuninni. Bókunin veitir Íslendingum svigrúm til að auka framleiðslu á áli um 280 þúsund tonn til ársins 2012. Í ályktuninni segir að það svigrúm verði að nýta af varfærni og vara við áformum um að skilja eftir framtíðarvandamál sem tengjast of mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 30.1.2006 16:47
Einn handtekinn vegna ráns Lögreglan í Reykjavík hefur handtekið einn mann sem er grunaður um vopnað rán hjá Happdrætti Háskólans í hádeginu. Lögreglan verst allra nánari frétta af málinu þar sem það er í rannsókn. Ekki er enn vitað hversu miklu af peningum þjófurinn náði. Skrifstofa Happadrættisins er enn lokuð vegna vettvangsrannsókna. Innlent 30.1.2006 16:24
Hamas verði að viðurkenna Ísrael Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir vel koma til greina að ný stjórn Palestínu hljóti áfram stuðning Evrópusambandsins. Þó séu ákveðin skilyrði fyrir hendi þá meðal annars þau að stjórnin viðurkenni Ísraelsríki. Það hafa Hamas-samtökin hinsvegar þverneitað að gera. Erlent 30.1.2006 16:18
OgVodafone-númer í símaskrá Nýjustu upplýsingar um símanúmer og heimilisföng viðskiptavina Og Vodafone, verða hér eftir aðgengilegar á simaskra.is og í Símaskránni. Þetta er vegna samkomulags Og Vodafone og Já, sem rekur simaskra.is, 118 og gefur út Símaskrána. Áður var aðeins hægt að fá nýjustu upplýsingar um viðskiptavini Og Vodafone í 118 hjá Já. Innlent 30.1.2006 15:36
Stærsti árganur Íslandssögunnar Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu. Innlent 30.1.2006 15:28
Segir morðið óviljaverk Sigurður Freyr Kristmundsson sagði að það hefði verið óviljaverknaður þegar hann varð Braga Halldórssyni að bana með því að stinga hann í íbúð við Hverfisgötu 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.1.2006 15:25
Skipa nefnd til að fara yfir lög um kjaradóm Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Er henni ætlað að gera tillögur um breytingar á þeim lögum í ljósi reynslunnar og ábendinga sem fram hafa komið um annmarka á þeim. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi launaákvarðana Kjaradóms og kjaranefndar. Innlent 30.1.2006 15:04
Fær stærsti árgangur sögunnar inn í framhaldsskólana? Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu. Innlent 30.1.2006 14:48
Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100. Innlent 30.1.2006 14:42
Alvarlegri áhrif gróðurhúsalofttegunda Aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda getur haft alvarlegri áhrif en fyrr var talið að því er fram kemur í nýrri breskri skýrslu. Þar segir að litlar líkur séu á því að losun gróðurhúsalofttegunda verði haldið undir hættumörkum. Erlent 30.1.2006 14:08
Undirrita umsókn fyrir Surtsey Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirrita í dag umsókn íslenskra stjórnvalda um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Innlent 30.1.2006 14:01
Jaxlinn kynntur í tannverndarviku Árleg tannverndarvika Lýðheilsustöðvar hófst í dag. Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi góðrar tannhirðu en meginmarkmiðið með tannverndarvikunni er að vekja athygli á mikilvægi þess fyrir líf og heilsu fólks að vera með heilbrigðar tennur. Innlent 30.1.2006 13:49