Innlent

Fjórir segja upp á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ

Fjórir starfsmenn á leikskólanum Hlaðhömrum í Mosfellsbæ hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Leikskólastjórinn segist jafnvel eiga von á fleiri uppsögnum muni sveitafélagið ekki nýtta sér heimild launanefndar sveitafélaganna til launahækkunnar, sem samið var um síðastliðinn laugardag.

Fjórir starfsmenn höfðu sagt upp störfum á leikskólanum Hlaðhömrum fyrir helgina. Sveinbjörg Davíðsdóttir, leikskólastjóri á Hlaðhömrum, segir launakjör vera ástæðu uppsagnanna en bæði faglærðir og ófaglærðir starfsmenn hafa sagt upp störfum á Hlaðhömrum.

Sveinbjörg vonar að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ muni taka málin í sínar hendur og hækki laun leikskólakennara og ófaglærðra starfsmanna á leikskólum þar í bæ. Hún segir að starfsfólk á leikskólum sé að meta stöðuna um þessar mundir en ef ekki komi til hækkunar launa, muni eflaust fleiri starfsmenn leikskóla segja upp störfum enda sé ekki langt að fara til Reykjavíkur þar sem starfsmenn leikskóla fái hærri laun eins og staðan er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×