Innlent

Stærsti árganur Íslandssögunnar

Í vor útskrifast stærsti árgangur Íslandssögunnar úr grunnskólum landsins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur áhyggjur af því hvort framhaldsskólarnir rúmi alla þá sem óska eftir inngöngu.

Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla uppbyggingu hafa verið í málefnum grunnskólanna en að hana hafi skort þegar kemur að framhaldsskólunum á sama tíma og útskrifuðum nemendum í grunnskólum hefur verið að fjölga og hærra hlutfall þeirra óskar eftir plássi í framhaldsskólum.

Elín segir að auka þurfi rými í framhaldsskólum enda eigi aðgangur að þeim að vera frjáls. Ríkisvaldið sé þó að vinna í málinu og hefur menntamálaráðuneytið nýverið skipað starfshóp sem skoða á úrræði til að fjölga plássum í framhaldsskólum.Aðspurð um þátt stjórnvalda í að auka pláss í framhaldsskólum segir Elín að það hafi ekki gengið nógu hratt að hennar mati. Á hinn bóginn sé fjöldi umsókna um framhaldsskólavist mismikill milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×