Innlent

ASÍ vill sambærilegar hækkanir

Varaforseti Alþýðusambandsins segir að sambandið verði strax að sækja launahækkanir fyrir sitt fólk. Þessi staða sé komin upp eftir að launanefnd heimilaði hækkun á lægstu launum starfsmanna sveitarfélaga.

Launanefnd Sveitarfélaga samþykkti á laugardag tólf prósenta meðaltalshækkun til leikskólakennara og aðra eins hækkun til þeirra starfsmanna sveitarfélaganna sem hafa lægstu launin. Formaður Starfsgreinasambands Íslands sagði í viðtali í hádegisfréttum NFS að með þessu hafi friðurinn verið rofinn á vinnumarkaðinum. Með þessu myndist augljóslega þrýstingur um hækkun lægstu launa á hinum almenna vinnumarkaði.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðusambands Íslands er nokkuð sama sinnis.

Samtök atvinnulífsins líta þannig á þetta mál að ekkert tilefni sé til að endurskoða bundna kjarasamninga sem enn eigi tvö ár eftir af samningstímanum. Þetta séu ótengd mál. Næsta víst er að verkalýðsfélögin eru ekki sama sinnis og má búast við talsverðum fundarhöldum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×