Fréttir

Varnaraðgerðum aflétt
Tímabundnum varnaraðgerðum til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla hér á landi, hefur verið aflétt. Þetta er gert í ljósi þess að langflestir farfuglar eru nú komnir til Íslands þetta árið en engin tilfelli sjúkdómsins hafa greinst hér á landi, og fjöldi neikvæðra sýna frá Bretlandseyjum gefa til kynna að sjúkdómurinn hafi ekki náð þar fótfestu þrátt fyrir einangruð tilvik.

2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til tólf ára þegar brotin áttu sér stað.

120 störf í hættu í Noregi
Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, en norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu vegna þessa í Noregi.
Brotist inn í íbúð á Rauðarárstíg
Brotist var inn í íbúð við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt og þaðan meðal annars stolið þremur málverkum og fartölvu.
Heildarafli skipa minni í ár
Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 17,6 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn nam 80.105 tonnum samanborið við 117.612 tonn í apríl í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflinn dregist saman um 15,5 prósent á milli ára, sé hann metinn á föstu verði. Heildaraflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var 469.282 tonn en hann var 870.117 tonn í fyrra.
Slapp við reykeitrun
Kona var flutt á Slysadeild Landsspítalans undir morgun vegna gruns um að hún hafi fengið reykeitrun, eftir að íbúð við Bergþórugötu fylltist af reyk.

Fara enn huldu höfði
Ungu mennirnir þrír, sem lögreglan hefur lýst eftir um allt land eftir að þeir numu ungan mann af heimili hans í Garðabæ á laugardagsvköldið og misþyrmdu uppi í Heiðmörk, fara enn huldu höfði.

Pétur Þorvarðarson enn ófundinn
Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfararnótt sunnudags. Engar vísbendingar hafa fundist um afdrif Péturs.

Fangauppreisn lokið
Uppreisn fanga í 70 fangelsum í Sao Paulo í Brasilíu er lokið og hafa um 200 gíslar verið látnir lausir. Minnst 80 hafa látist í öldu ofbeldis á svæðinu sem hófst á föstudaginn.

Álag á krókódílaveiðimenn mikið
Eftir þrjár bannvænar árásir krókódíla í síðastliðinni viku í Flórída í Bandaríkjunum hefur álagið hjá krókódílaveiðimönnum aldrei verið meira. Fjöldi símtala sem þeir fá hefur meira en þrefaldast og eru áhyggjur Flórídabúa miklar. Árásir krókódíla á menn eru fátíðar.

Hamas viðurkenni ekki Ísraelsríki
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, hafnaði í gær kröfum alþjóðasamfélagsins um að Hamas-stjórn hans viðurkenni Ísraelsríki og afneitaði ofbeldismönnum. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti um tíu þúsund stuðningsmönnnum sínum í borginni Rafah á Gaza-ströndinni í gær.

Enn hætta við Merapi
Gas og grjót halda áfram að falla niður hliðar eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu. Eitthvað virðist þó hafa hægst en eldfjallasérfræðingar vara þó við að gosið geti færst í aukana fljótlega þó það virðist í rénun nú.

Þjóðvarðliðar að landamærum
Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að senda allt að 6000 þjóðvarðliða til landamæranna að Mexíkó og er það liður í nýrri áætlun sem miðar að því að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Mexíkó eru uggandi og stjórnmálaskýrendur segja áætlunina útþynnta.
Jimmy Carter gagnrýnir Bandaríkjastjórn harðlega
Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, gagnrýnir harðlega stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Palestínu. Hann segir að komið sé fram við saklaust fólk eins og dýr eingöngu vegna þess að það kaus Hamas til að stjórna landinu.

Íslensk börn fá þriðjung orku sinnar úr næringarlausu fæði
Íslensk börn fá allt að þriðjung orku sinnar úr sælgæti, kexi og öðrum neysluvörum sem innihalda litla sem enga næringu. Engin önnur börn í Evópu neyta jafn lítils magns af ávöxtum og grænmeti. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrra rannsókna á mataræði skólabarna á aldrinum 9-15 ára.
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til tólf ára þegar brotin áttu sér stað.

Eftirlýstir af lögreglunni í Kópavogi
Þrír menn eru eftirlýstir af lögreglu vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagskvöld. Mennirnir rændu fórnarlambinu af heimili þess og liggur það nú þungt haldið á spítala. Mennirnir þrír eru þekktir í undirheimum Garðabæjar og hafa allir komið marg oft við sögu lögreglu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í það minnsta einn þeirra sé viðriðinn sveðjuárás í Garðabæ í fyrra og að hinir tveir séu á skilorði.

Járnblendistörf kunna að flytjast til Íslands
Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, sem kann að hafa í för með sér 30 - 40 viðbótarstörf við járnblendið á Grundartanga. Norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu í Aalvik í Harðangri ef svo fer sem horfir að framleiðsla á magnesíum kísiljárni flytjist frá Noregi til Íslands.

Vilja tómstundastarf á vinnutíma
Tómstundastarf barna á skólaaldri er frambjóðendum í Reykjavík ofarlega í huga og vilja þeir tvinna það við skólastarfið svo því verði lokið innan hefðbundins vinnutíma. Skiptari skoðanir eru um skólabúninga, fríar máltíðir í skólum og gjaldfrjálsa leikskóla

Sala á greiningarlyfjum gæti skapað tekjur innan skamms
Íslensk erfðagreining og bandaríska fyrirtækið Illumina, sem sérhæfir sig í þróun tækja sem notuð er til erfðarannsókna, greindu frá því í dag að þau hafi tekið upp samstarf um að þróa og markaðssetja DNA-greiningarpróf fyrir algenga sjúkdóma.

Veikindadögum fækkar
Veikindaleyfi starfsfólks í Bretlandi voru með minnsta móti á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum samtaka iðnaðarins á Bretlandi hafa veikindadagar ekki verið færri í 20 ár.

Vilja ekki stækkun álversins
Vinstri-grænir í Hafnarfirði eru andvígir stækkun álversins í Straumsvík og hyggjast beita sér gegn henni í bæjarstjórn nái þeir til þess kjöri. Þeir vilja auk þess auka vægi íbúa Hafnarfjarðar í ákvarðanatöku um mál sem snerta þá.
Ekkert verður af setuverkfalli
Ekkert verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa hjá svæðisskrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast í kvöld. Trúnaðarmenn starfsmanna samþykktu nýgerðan stofnanasamning á fundi í hádeginu og var hann undirritaður klukkan þrjú.

Lækkun fasteignaskatts samþykkt
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögur gjaldskrárnefndar sveitarfélagsins um reglur er varða lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Engir biðlistar eftir leikskólaplássi
Gert er ráð fyrir að öll börn fædd árið 2004, sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Fljótsdalshéraði, verði komin á leikskóla í haust. Á Fréttavefnum Austurlandið.is kemur fram að um er að ræða rúmlega 90% þeirra barna sem eru fædd á þessu ári og búa í sveitafélaginu.
Fannst látinn á Fjarðarheiði
Maður á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn hafði farið á bíl sínum upp á Fjarðarheiði til að ganga á skíðum. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir miðnætti þegar hann skilaði sér ekki innan eðlilegra tímamarka. Um tíu björgunarsveitarmenn fóru á vélsleðum til leitarinnar. Maðurinn fannst síðan stuttu síðar í nágrenni við Heiðarvatn eða um einn kílómeter frá bíl sínum. Hann var þá látinn en talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur.
Ýsuverð á uppleið
Verð á ýsu hefur hækkað miðað við síðastliðinn mánudag. Á heimasíðu Interseafood.com er greint frá því að verð á þorski og ufsa hafi lækkað í Hanstholm í Danmörku en framboð hefur aukist af öllum þremur fisktegundunum. Mest var framboðið af ýsu í Hanstholm í dag eða um 43% af heildarframboði. Nokkuð framboð var einnig af karfa en lítið hefur verið um karfa síðustu vikur. Framboð var þó mest af þorski.

Humar sumar á Hornafirði
Það er sannkallað humar sumar framundan á Hornafirði. Rúmlega fimmtíu skólakrakkar hafa verið ráðnir í humarvinnslu í Skinney-Þinganesi í sumar, en það er mun meiri fjöldi en hefur verið ráðinn til humarvinnslu síðustu ár.

Heilbrigðiskerfið gjaldþrota ef ekki fæst fé
Heilbrigðiskerfi Palestínumanna verður gjaldþrota innan tveggja mánaða ef Ísraelar og vesturveldin tryggja heimastjórninni ekki fé. Fjárskortur hefur þegar kostað sjúklinga lífið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hvetur Ísraela til að setjast að samningaborðinu með sér og Hamas-liðum.

Tvær konur efstar á listum
Tvær konur leiða nú aðalstjórnmálafylkingarnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, oddivti sjálfstæðismanna, dró sig í hlé vegna ölvunaraksturs. Hann ætlar hins vegar að taka sæti í bæjarstjórninni þegar hann hefur tekið út refsingu fyrir brotið.