Fréttir Telur íkvekju ekki óhugsandi Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp. Innlent 26.5.2006 17:45 Sviftivindar tíðir yfir fjöllum Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands. Innlent 26.5.2006 17:36 Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innlent 26.5.2006 17:33 Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. Innlent 26.5.2006 17:02 Þrjár erlendar konur særðust í átökum á Vesturbakkanum Átök brutust út þegar mótmæli fóru fram í dag gegn múrnum sem Ísraelsmenn hafa verið að reisa undanfarin misseri á Vesturbakkanum. Fjórir eru sagðir hafa særst í átökunum, einn ísraelskur hermaður og Erlent 26.5.2006 17:21 Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. Innlent 26.5.2006 16:50 Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast. Erlent 26.5.2006 15:03 Arcelor rennur saman við Severstal Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor. Viðskipti erlent 26.5.2006 14:22 Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Viðskipti innlent 26.5.2006 14:18 Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Innlent 26.5.2006 13:50 DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum. Innlent 26.5.2006 12:15 Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. Innlent 26.5.2006 11:31 Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Erlent 26.5.2006 09:05 Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. Innlent 26.5.2006 08:59 Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Erlent 26.5.2006 08:52 Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. Innlent 26.5.2006 08:50 Dæmt í Enron-málinu Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi. Erlent 26.5.2006 08:45 Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. Innlent 26.5.2006 08:42 Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. Innlent 25.5.2006 18:40 Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. Innlent 25.5.2006 19:12 Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. Innlent 25.5.2006 19:00 Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. Innlent 25.5.2006 18:35 Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. Innlent 25.5.2006 18:57 Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 18:52 Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. Innlent 25.5.2006 18:48 Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Innlent 25.5.2006 18:29 TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. Innlent 25.5.2006 16:38 Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 15:32 Nálægt því að ná samkomulagi um aðstoð til Írans Fulltrúar sex stórvelda eru nálægt því að ná samkomulagi um endanlegt tilboð um aðstoð til Íransstjórnar, gegn því að auðgun úrans verði hætt. Ef tilboðinu verður ekki tekið á að grípa til refsiaðgerða. Þjóðirnar sex sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvernig eigi að tækla kjarnorkudeiluna við Írana. Erlent 25.5.2006 13:31 « ‹ ›
Telur íkvekju ekki óhugsandi Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp. Innlent 26.5.2006 17:45
Sviftivindar tíðir yfir fjöllum Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands. Innlent 26.5.2006 17:36
Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innlent 26.5.2006 17:33
Villandi upplýsingar um mengun álvers í Helguvík Frambjóðendur Vinstri hreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjanesbæ segja að mengun af völdum álvers í Helguvík verði mun meiri en hingað til hefur verið haldið fram. Innlent 26.5.2006 17:02
Þrjár erlendar konur særðust í átökum á Vesturbakkanum Átök brutust út þegar mótmæli fóru fram í dag gegn múrnum sem Ísraelsmenn hafa verið að reisa undanfarin misseri á Vesturbakkanum. Fjórir eru sagðir hafa særst í átökunum, einn ísraelskur hermaður og Erlent 26.5.2006 17:21
Mótmæli gegn frístundabyggð Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn "Hópur sem lætur sér framtíð og náttúru Úlfljótsvatns varða" afhenti borgarstjóra í dag mótmæli gegn fyrirhuguðum framkvæmdum Orkuveitunnar við Úlfljótsvatn. Innlent 26.5.2006 16:50
Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast. Erlent 26.5.2006 15:03
Arcelor rennur saman við Severstal Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor. Viðskipti erlent 26.5.2006 14:22
Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Viðskipti innlent 26.5.2006 14:18
Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Innlent 26.5.2006 13:50
DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum. Innlent 26.5.2006 12:15
Könnun á fylgi flokka á Álftanesi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%. Innlent 26.5.2006 11:31
Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Erlent 26.5.2006 09:05
Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. Innlent 26.5.2006 08:59
Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Erlent 26.5.2006 08:52
Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. Innlent 26.5.2006 08:50
Dæmt í Enron-málinu Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi. Erlent 26.5.2006 08:45
Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. Innlent 26.5.2006 08:42
Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. Innlent 25.5.2006 18:40
Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. Innlent 25.5.2006 19:12
Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. Innlent 25.5.2006 19:00
Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. Innlent 25.5.2006 18:35
Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. Innlent 25.5.2006 18:57
Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 18:52
Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. Innlent 25.5.2006 18:48
Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. Innlent 25.5.2006 18:29
TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. Innlent 25.5.2006 16:38
Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. Innlent 25.5.2006 15:32
Nálægt því að ná samkomulagi um aðstoð til Írans Fulltrúar sex stórvelda eru nálægt því að ná samkomulagi um endanlegt tilboð um aðstoð til Íransstjórnar, gegn því að auðgun úrans verði hætt. Ef tilboðinu verður ekki tekið á að grípa til refsiaðgerða. Þjóðirnar sex sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvernig eigi að tækla kjarnorkudeiluna við Írana. Erlent 25.5.2006 13:31