Fréttir Felipe Calderon næsti forseti Mexíkó Nú þegar búið er að telja yfir nítíu og átta prósent atkvæða í forsetakosningunum í Mexíkó er ljóst að frambjóðandi hægrimanna Felipe Calderon hefur tryggt sér nauman meirihluta. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn var og endurtelja þurfti atkvæðin. Felipe Calderon fór jafnframt með sigur af hólmi eftir að atkvæði höfðu fyrst verið talin. Frambjóðandi vinstrimanna, Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi vinstrimanna, ætlar ekki að sætta sig við úrslitin og segjist ætla að láta ákveðinn kjördómstól fara yfir þau. Endanleg úrslit liggja því jafnvel ekki fyrir fyrr en í september. Lopez Orbador hefur skorað á stuðningsmenn sína að fjölmenna á mótmælafund í Mexíkóborg á laugardaginn og sýna þannig stuðning við hann. Erlent 6.7.2006 17:16 Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka. Verðlagshækkanir eru hins vegar meiri og því hefur kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent. Viðskipti innlent 6.7.2006 17:04 Davíð Oddsson segir samkomulag aðila vinnumarkaðarins auka á verðbólguþrýstinginn Verðbólguhorfur hafa versnað að mati Seðlabanka Íslands, sem telur því nauðsynlegt að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir nýlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins auka á verðbólguþrýstinginn og hætta sé á að launahækkanir til hinna lægst launuðu skríði upp allan launastigann. Innlent 6.7.2006 16:42 Reykjavíkurflugvöllur 60 ár undir íslenskri stjórn Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Þá tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, við flugvellinum við athöfn. Nú er að hefjast athöfn á flugvellinum til að minnast þessara tímamóta. Skömmu fyrir fimm munu flugvélar fljúga lágflug yfir flugvallarsvæðið og verður sýnt frá því á NFS í fimmfréttum. Innlent 6.7.2006 15:46 Faxaflóahafnir dæmdar til að greiða starfsmanni rúmlega 5 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Faxaflóahafnir hf. til að greiða Sigurði Ólafssyni skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við vinnu sína. Sigurður var þann 20. júlí 2004, sem starfsmaður hjá Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar, að binda olíuskip við Eyjagarð. Landfesti, sver kaðall með nælonkjarna slóst í Sigurð með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka, meiddist í andliti og ökklabrotnaði. Innlent 6.7.2006 15:36 Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí. Viðskipti innlent 6.7.2006 15:37 Sumarstarfsmaður forðar tuttugu bílum úr eldsvoða Sextán ára norskur strákur í sumarvinnu á bílasölu sem selur lúxusbíla, vann aldeilis fyrir kaupinu sínu þegar kviknaði í næsta húsi við bílasöluna, um nótt. Strákurinn kom á vettvang klukkan fimm um morguninn og sá strax að eldurinn var að berast í bílasöluna. Hann fór því inn í sýningarsalinn og keyrði tuttugu bíla út, hvern á eftir öðrum, meðal annars rándýran Ferrari. Hann ræddi svo við lögregluna sem gerði ekki athugasemdir við aksturinn, þótt stráksi sé ekki kominn með bílpróf. Erlent 6.7.2006 15:15 Hatursglæpur að dreifa áróðri Fjórir Svíar hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæp í Hæstarétti landsins. Þeir höfðu áður verið sýknaðir í undirrétti. Mennirnir höfðu dreift fluguritum, fyrir utan skóla, þar sem því var meðal annars haldið fram að útbreiðsla alnæmis væri fyrst og fremst samkynhneigðum að kenna. Erlent 6.7.2006 15:12 Forsætisráðherra fluttur á spítala eftir býflugnaárás Anders Fogh, forsætisráðherra Danmerkur, var fluttur lífshættulega veikur á sjúkrahús, um síðustu helgi, eftir að svermur af býflugum réðist á hann. Forsætisráðherrann var að klippa hekk í garði sínum þegar þetta gerðist. Hann forðaði sér á hlaupum, en fékk fimm eða sex stungur í höfuðið og hálsinn. Erlent 6.7.2006 14:43 Ný tegund símaþjónustu á markaðinn Ný tegund símaþjónustu býður upp á að hægt er að hafa sama símanúmerið hvar sem maður er staddur í heiminum. Viðskiptavinur fær íslenskt símanúmer sem í öllum atriðum er sambærilegt hefðbundnu símanúmeri aðeins óháð staðsetningu. Þannig greiða viðskiptavinir fast mánaðargjald fyrir þjónustuna en ekki mínútugjald fyrir símtöl í heimasíma. Innlent 6.7.2006 13:49 Grikklandsforseti í veðurblíðu á Bessastöðum Karolos Papoulos Grikklandsforseti taldi sig vera kominn til Eyjahafsins, slík var veðurblíðan á Bessastöðum í morgun þegar íslensku forsetahjónin tóku á móti forsetanum og föruneyti hans. Grikklandsforseti er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Grískii forsetinn hafði á orði að spegilsléttur sjórinn og dimmblá fjöllin minntu hann helst á eyjarnar í Eyjahafinu og íslenski starfsbróðir hans virtist sama sinnis. Innlent 6.7.2006 12:48 Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:43 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. Innlent 6.7.2006 12:20 Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. Innlent 6.7.2006 12:16 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:09 Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Innlent 6.7.2006 11:56 Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. Erlent 6.7.2006 11:42 KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun Innlent 6.7.2006 11:20 Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989. Viðskipti innlent 6.7.2006 11:18 GM gegn samvinnu Viðskipti erlent 6.7.2006 11:06 Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. Innlent 6.7.2006 10:54 Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Innlent 6.7.2006 10:49 Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. Innlent 6.7.2006 10:42 Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. Innlent 6.7.2006 10:31 Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. Innlent 6.7.2006 10:19 Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. Innlent 6.7.2006 10:07 Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. Innlent 6.7.2006 09:53 Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. Viðskipti erlent 6.7.2006 09:51 Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. Erlent 6.7.2006 09:39 Stýrivextir hækka um 75 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun. Viðskipti innlent 6.7.2006 08:58 « ‹ ›
Felipe Calderon næsti forseti Mexíkó Nú þegar búið er að telja yfir nítíu og átta prósent atkvæða í forsetakosningunum í Mexíkó er ljóst að frambjóðandi hægrimanna Felipe Calderon hefur tryggt sér nauman meirihluta. Kosningarnar fóru fram á sunnudaginn var og endurtelja þurfti atkvæðin. Felipe Calderon fór jafnframt með sigur af hólmi eftir að atkvæði höfðu fyrst verið talin. Frambjóðandi vinstrimanna, Andres Manuel Lopez Obrador, frambjóðandi vinstrimanna, ætlar ekki að sætta sig við úrslitin og segjist ætla að láta ákveðinn kjördómstól fara yfir þau. Endanleg úrslit liggja því jafnvel ekki fyrir fyrr en í september. Lopez Orbador hefur skorað á stuðningsmenn sína að fjölmenna á mótmælafund í Mexíkóborg á laugardaginn og sýna þannig stuðning við hann. Erlent 6.7.2006 17:16
Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka. Verðlagshækkanir eru hins vegar meiri og því hefur kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent. Viðskipti innlent 6.7.2006 17:04
Davíð Oddsson segir samkomulag aðila vinnumarkaðarins auka á verðbólguþrýstinginn Verðbólguhorfur hafa versnað að mati Seðlabanka Íslands, sem telur því nauðsynlegt að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir nýlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins auka á verðbólguþrýstinginn og hætta sé á að launahækkanir til hinna lægst launuðu skríði upp allan launastigann. Innlent 6.7.2006 16:42
Reykjavíkurflugvöllur 60 ár undir íslenskri stjórn Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Þá tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, við flugvellinum við athöfn. Nú er að hefjast athöfn á flugvellinum til að minnast þessara tímamóta. Skömmu fyrir fimm munu flugvélar fljúga lágflug yfir flugvallarsvæðið og verður sýnt frá því á NFS í fimmfréttum. Innlent 6.7.2006 15:46
Faxaflóahafnir dæmdar til að greiða starfsmanni rúmlega 5 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Faxaflóahafnir hf. til að greiða Sigurði Ólafssyni skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við vinnu sína. Sigurður var þann 20. júlí 2004, sem starfsmaður hjá Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar, að binda olíuskip við Eyjagarð. Landfesti, sver kaðall með nælonkjarna slóst í Sigurð með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka, meiddist í andliti og ökklabrotnaði. Innlent 6.7.2006 15:36
Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí. Viðskipti innlent 6.7.2006 15:37
Sumarstarfsmaður forðar tuttugu bílum úr eldsvoða Sextán ára norskur strákur í sumarvinnu á bílasölu sem selur lúxusbíla, vann aldeilis fyrir kaupinu sínu þegar kviknaði í næsta húsi við bílasöluna, um nótt. Strákurinn kom á vettvang klukkan fimm um morguninn og sá strax að eldurinn var að berast í bílasöluna. Hann fór því inn í sýningarsalinn og keyrði tuttugu bíla út, hvern á eftir öðrum, meðal annars rándýran Ferrari. Hann ræddi svo við lögregluna sem gerði ekki athugasemdir við aksturinn, þótt stráksi sé ekki kominn með bílpróf. Erlent 6.7.2006 15:15
Hatursglæpur að dreifa áróðri Fjórir Svíar hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæp í Hæstarétti landsins. Þeir höfðu áður verið sýknaðir í undirrétti. Mennirnir höfðu dreift fluguritum, fyrir utan skóla, þar sem því var meðal annars haldið fram að útbreiðsla alnæmis væri fyrst og fremst samkynhneigðum að kenna. Erlent 6.7.2006 15:12
Forsætisráðherra fluttur á spítala eftir býflugnaárás Anders Fogh, forsætisráðherra Danmerkur, var fluttur lífshættulega veikur á sjúkrahús, um síðustu helgi, eftir að svermur af býflugum réðist á hann. Forsætisráðherrann var að klippa hekk í garði sínum þegar þetta gerðist. Hann forðaði sér á hlaupum, en fékk fimm eða sex stungur í höfuðið og hálsinn. Erlent 6.7.2006 14:43
Ný tegund símaþjónustu á markaðinn Ný tegund símaþjónustu býður upp á að hægt er að hafa sama símanúmerið hvar sem maður er staddur í heiminum. Viðskiptavinur fær íslenskt símanúmer sem í öllum atriðum er sambærilegt hefðbundnu símanúmeri aðeins óháð staðsetningu. Þannig greiða viðskiptavinir fast mánaðargjald fyrir þjónustuna en ekki mínútugjald fyrir símtöl í heimasíma. Innlent 6.7.2006 13:49
Grikklandsforseti í veðurblíðu á Bessastöðum Karolos Papoulos Grikklandsforseti taldi sig vera kominn til Eyjahafsins, slík var veðurblíðan á Bessastöðum í morgun þegar íslensku forsetahjónin tóku á móti forsetanum og föruneyti hans. Grikklandsforseti er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Grískii forsetinn hafði á orði að spegilsléttur sjórinn og dimmblá fjöllin minntu hann helst á eyjarnar í Eyjahafinu og íslenski starfsbróðir hans virtist sama sinnis. Innlent 6.7.2006 12:48
Engar stýrivaxtabreytingar í Bretlandi Stjórn Englandsbanka ákvað að loknum mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja fordæmi evrópska seðlabankans og hækka ekki stýrivexti í dag. Þeir eru 4,5 prósent og hafa staðið óbreyttir í 11 mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:43
Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. Innlent 6.7.2006 12:20
Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. Innlent 6.7.2006 12:16
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Stjórn seðlabanka Evrópu ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 2,75 prósentum. Búist er við að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, muni boða hækkanir stýrivaxta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 6.7.2006 12:09
Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Innlent 6.7.2006 11:56
Norður-Kóreumenn hyggjast skjóta fleiri flaugum á loft Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki vera bundin af yfirlýsingum sínum um að fresta eldflaugatilraunum. Þvert á móti hyggjast Norður-Kóreumenn skjóta fleiri flaugum á loft. Erlent 6.7.2006 11:42
KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun Innlent 6.7.2006 11:20
Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989. Viðskipti innlent 6.7.2006 11:18
Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. Innlent 6.7.2006 10:54
Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Innlent 6.7.2006 10:49
Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. Innlent 6.7.2006 10:42
Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. Innlent 6.7.2006 10:31
Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. Innlent 6.7.2006 10:19
Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. Innlent 6.7.2006 10:07
Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. Innlent 6.7.2006 09:53
Olíuverð fór í sögulegt hámark Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær í kjölfar tilraunaeldflaugaskots Norður-Kóreumanna á þriðjudag og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Tilraunir Norður-Kóreumanna urðu þess valdandi að fjárfestar héldu að sér höndum og lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Asíu og Evrópu. Viðskipti erlent 6.7.2006 09:51
Ekkert lát á árásum Ísraelshers Ekkert lát virðist vera á árásum Ísraelshers á Gaza svæðinu en hernum hefur verið fyrirskipað að herða á aðgerðum sínum til að tryggja lausn hermanns þeirra sem er í haldi Palenstínumanna og koma í veg fyrir árasir á ísraelskt landsvæði. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað Ísrael um að hafa brjóta grundvallarreglur alþjóðlegra mannréttinda gegn óbreyttum borgurum. Erlent 6.7.2006 09:39
Stýrivextir hækka um 75 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun. Viðskipti innlent 6.7.2006 08:58