Fréttir Falun Gong mótmælir við sendiráð Íslenskir Falun Gong iðkendur efndu til mótmæla við Kínverska sendiráðið nú fyrir hádegið. Þeir segja að mótmælin tengist ekki opinberri heimsókn Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, sem hófst í dag. Innlent 13.10.2005 14:23 Fuglaflensa aftur í Kína Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu. Erlent 13.10.2005 14:23 Vilja tryggja sjómannafslátt Kjaraviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur, vegna háseta Hafrannsóknarstofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins eru í uppnámi. Samninganefnd Sjómannafélagsins vill að sett verði inn ákvæði um að samningurinn renni sjálfkrafa út eða að Sjómannafélagið geti rift honum formlega hreyfi fjármálaráðherra við sjómannaafslættinum. Innlent 13.10.2005 14:23 Formleg mótmæli vegna Svalbarða Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt því við norska utanríkisráðuneytið að Norðmenn skuli einhliða úthluta öllum erlendum fiskiskipum, samanlagt 80 þúsund tonna síldarkvóta við Svalbarða. Innlent 13.10.2005 14:23 Líflausasti dagurinn í tvö ár Gærdagurinn var líflausasti dagur á gjaldeyrismarkaði í tæp tvö ár eða síðan 28. ágúst 2002. Engin viðskipti voru gerð á millibankamarkaði með gjaldeyri ef frá eru talin ein viðskipti Seðlabankans um morguninn sem voru liður í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Þetta kemur fram í „Morgunkorni“ Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23 Selja fyrir 1.200 milljónir Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hyggst selja eignir bæjarins til hlutafélagsins Fasteignar fyrir allt að 1.200 milljónir króna. Horft er til Félagsheimilisins Þórs- og Týsheimilanna, Safnahússins og Listaskólans. Bærinn fær eignarhlut í félaginu og gerir leigusamning um húseignirnar til þrjátíu ára. Innlent 13.10.2005 14:23 Ósátt innnan allsherjarnefndar Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Innlent 13.10.2005 14:23 Varnarliðsþyrlur í æfingaflugi Skömmu eftir hádegi í dag komu tvær varnarliðsþyrlur í æfingaflugi til Ísafjarðar. Tóku þær eldsneyti á Ísafjarðarflugvelli og héldu flugi sínu áfram að því loknu. Innlent 13.10.2005 14:23 Á sjöttu milljón sótt landið heim Fjörutíu ár eru liðin síðan Ferðamálaráð Íslands tók til starfa en fyrsti fundur ráðsins var haldinn þann 7. júlí 1964. Í tilefni tímamótanna opnaði samgönguráðherra nýjan og breyttan upplýsingavef ráðsins, á sex tungumálum. Innlent 13.10.2005 14:23 Konan enn ófundin Konan sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags er enn ófundin. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að hvarfi hennar, neitar aðild að málinu. Innlent 13.10.2005 14:23 Sprotafyrirtæki líða fjárskort "Margir eru fljótir að gleyma því að það tók fyrirtækin Marel, Össur og Delta ein fimmtán ár að ná virkilegum árangri í sínum atvinnugreinum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Innlent 13.10.2005 14:23 Tæpar 30 milljónir á átta árum Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 14:23 Búist við 5000 gestum Búist er við allt að fimmtán þúsund gestum á Landsmót Ungmennafélags Íslands sem hefst á Sauðárkróki í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið mjög vel. Áskell Heiðar Ásgeirsson hjá markaðs- og þróunarsviði Skagafjarðar segir aðstæður á staðnum frábærar. Innlent 13.10.2005 14:23 Varaforseti Kínaþings í heimsókn Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Heimsóknin mun standa til 12. júlí en í för með Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:23 Allawi ekki á fund ESB? Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku. Erlent 13.10.2005 14:23 Samið um 10 tonn af hrefnu Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru. Innlent 13.10.2005 14:23 Skýrari stefnumótun háskóla Þörf er á skýrari stefnumótun um háskólastigið samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um námsframboð og nemendafjölda við háskóla. Í skýrslunni er lagt til að yfirvöld menntamála móti opinbera og áþreifanlega heildarstefnu um háskólastigið þar sem verkefnum yrði forgangsraðað, þau tímasett og mælanleg markmið skilgreind. Innlent 13.10.2005 14:23 Forstjóri Enron ákærður Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur. Erlent 13.10.2005 14:23 Tollalækkun á íslenskum vörum Góður árangur hefur orðið í samningaviðræðum Íslands og Rússlands varðandi tollaívilnanir landanna á milli. Tekist hefur að ná fram tollalækkun á íslenskum sjávarafurðum og hátæknibúnaði úr tíu prósentum niður í þrjú prósent. Innlent 13.10.2005 14:23 Mótmæli við Alþingi kl. 12:30 Þjóðarhreyfingin boðar til opins mótmælafundar við Alþingishúsið nú í hádeginu til að andmæla því að þjóðin skuli hafa verið svipt stjórnarskrárvörðum kosningarétti, eins og segir í yfirlýsingu. Fundurinn hefst klukkan 12:30. Innlent 13.10.2005 14:23 Mijailovic úrskurðaður geðsjúkur Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í morgun úrskurðaður geðsjúkur af Hæstaréttinum í Stokkhólmi en hópur geðlækna hefur haft Mijailovic til meðferðar undanfarnar vikur. Þetta þýðir að hann verður vistaður á geðsjúkrahúsi, í stað fangelsis, þar sem hann mun gangast undir meðferð. Erlent 13.10.2005 14:23 Betri veiði en í fyrra Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri en veiði í mörgum íslenskum ám er mun betri en í fyrra. Þó eru enn lausir veiðidagar á besta tímanum í nokkrum dýrustu ánum. Innlent 13.10.2005 14:23 Miðausturlönd án kjarnorkuvopna "Forsætisráðherrann staðfesti við mig að stefna Ísraels yrði áfram sú að í samhengi við frið í Miðausturlöndum teldi Ísrael æskilegt að komið yrði á kjarnorkuvopnalausu svæði í Miðausturlöndum," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar eftir fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Erlent 13.10.2005 14:23 Dæmdur fyrir líkamsárás Sautján ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:23 Skóflustungur teknar að álveri Það eru forréttindi stjórnmálamanna að sjá drauma rætast, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að álveri í Reyðarfirði í dag. Mótmælendur telja framkvæmdunum þröngvað upp á þjóðina og segja erlent verktakafyrirtæki vafasamt. Spyrjum að leikslokum, segir fulltrúi þess. Innlent 13.10.2005 14:23 Langar vaktir skapa hættu Líkur á mistökum hjá hjúkrunarfræðingum þrefaldast fari vaktir þeirra yfir tólf og hálfa klukkustund. Fjórar af hverjum tíu vöktum hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum eru svo langar. Erlent 13.10.2005 14:23 Lagastaða fanganna könnuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum. Erlent 13.10.2005 14:23 Forstjóri Enron ákærður Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkufyrirtækisins Enrons, var í dag ákærður fyrir að hafa látið falsa bókhald fyrirtækisins og gera leynilega samninga til þess að fela skuldir þess. Rannsóknin á Lay hefur tekið þrjú ár. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:23 Góð ávöxtun lífeyrissjóða Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á Ísland var 11,3 prósent á árinu 2003 að því að fram kemur í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23 Lítil áhrif hlutafjárútboðs KB Hlutafjárútboð KB banka upp á fjörutíu milljarða króna hefur lítil áhrif á hugsanlega sölu Símans, að mati forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans. Sérfræðingar segja að fjárfestingarfélög hér á landi eigi nóg lausafé. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23 « ‹ ›
Falun Gong mótmælir við sendiráð Íslenskir Falun Gong iðkendur efndu til mótmæla við Kínverska sendiráðið nú fyrir hádegið. Þeir segja að mótmælin tengist ekki opinberri heimsókn Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, sem hófst í dag. Innlent 13.10.2005 14:23
Fuglaflensa aftur í Kína Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu. Erlent 13.10.2005 14:23
Vilja tryggja sjómannafslátt Kjaraviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur, vegna háseta Hafrannsóknarstofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins eru í uppnámi. Samninganefnd Sjómannafélagsins vill að sett verði inn ákvæði um að samningurinn renni sjálfkrafa út eða að Sjómannafélagið geti rift honum formlega hreyfi fjármálaráðherra við sjómannaafslættinum. Innlent 13.10.2005 14:23
Formleg mótmæli vegna Svalbarða Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt því við norska utanríkisráðuneytið að Norðmenn skuli einhliða úthluta öllum erlendum fiskiskipum, samanlagt 80 þúsund tonna síldarkvóta við Svalbarða. Innlent 13.10.2005 14:23
Líflausasti dagurinn í tvö ár Gærdagurinn var líflausasti dagur á gjaldeyrismarkaði í tæp tvö ár eða síðan 28. ágúst 2002. Engin viðskipti voru gerð á millibankamarkaði með gjaldeyri ef frá eru talin ein viðskipti Seðlabankans um morguninn sem voru liður í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Þetta kemur fram í „Morgunkorni“ Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23
Selja fyrir 1.200 milljónir Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hyggst selja eignir bæjarins til hlutafélagsins Fasteignar fyrir allt að 1.200 milljónir króna. Horft er til Félagsheimilisins Þórs- og Týsheimilanna, Safnahússins og Listaskólans. Bærinn fær eignarhlut í félaginu og gerir leigusamning um húseignirnar til þrjátíu ára. Innlent 13.10.2005 14:23
Ósátt innnan allsherjarnefndar Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Innlent 13.10.2005 14:23
Varnarliðsþyrlur í æfingaflugi Skömmu eftir hádegi í dag komu tvær varnarliðsþyrlur í æfingaflugi til Ísafjarðar. Tóku þær eldsneyti á Ísafjarðarflugvelli og héldu flugi sínu áfram að því loknu. Innlent 13.10.2005 14:23
Á sjöttu milljón sótt landið heim Fjörutíu ár eru liðin síðan Ferðamálaráð Íslands tók til starfa en fyrsti fundur ráðsins var haldinn þann 7. júlí 1964. Í tilefni tímamótanna opnaði samgönguráðherra nýjan og breyttan upplýsingavef ráðsins, á sex tungumálum. Innlent 13.10.2005 14:23
Konan enn ófundin Konan sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags er enn ófundin. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að hvarfi hennar, neitar aðild að málinu. Innlent 13.10.2005 14:23
Sprotafyrirtæki líða fjárskort "Margir eru fljótir að gleyma því að það tók fyrirtækin Marel, Össur og Delta ein fimmtán ár að ná virkilegum árangri í sínum atvinnugreinum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Innlent 13.10.2005 14:23
Tæpar 30 milljónir á átta árum Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 14:23
Búist við 5000 gestum Búist er við allt að fimmtán þúsund gestum á Landsmót Ungmennafélags Íslands sem hefst á Sauðárkróki í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið mjög vel. Áskell Heiðar Ásgeirsson hjá markaðs- og þróunarsviði Skagafjarðar segir aðstæður á staðnum frábærar. Innlent 13.10.2005 14:23
Varaforseti Kínaþings í heimsókn Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Heimsóknin mun standa til 12. júlí en í för með Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:23
Allawi ekki á fund ESB? Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku. Erlent 13.10.2005 14:23
Samið um 10 tonn af hrefnu Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru. Innlent 13.10.2005 14:23
Skýrari stefnumótun háskóla Þörf er á skýrari stefnumótun um háskólastigið samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um námsframboð og nemendafjölda við háskóla. Í skýrslunni er lagt til að yfirvöld menntamála móti opinbera og áþreifanlega heildarstefnu um háskólastigið þar sem verkefnum yrði forgangsraðað, þau tímasett og mælanleg markmið skilgreind. Innlent 13.10.2005 14:23
Forstjóri Enron ákærður Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur. Erlent 13.10.2005 14:23
Tollalækkun á íslenskum vörum Góður árangur hefur orðið í samningaviðræðum Íslands og Rússlands varðandi tollaívilnanir landanna á milli. Tekist hefur að ná fram tollalækkun á íslenskum sjávarafurðum og hátæknibúnaði úr tíu prósentum niður í þrjú prósent. Innlent 13.10.2005 14:23
Mótmæli við Alþingi kl. 12:30 Þjóðarhreyfingin boðar til opins mótmælafundar við Alþingishúsið nú í hádeginu til að andmæla því að þjóðin skuli hafa verið svipt stjórnarskrárvörðum kosningarétti, eins og segir í yfirlýsingu. Fundurinn hefst klukkan 12:30. Innlent 13.10.2005 14:23
Mijailovic úrskurðaður geðsjúkur Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í morgun úrskurðaður geðsjúkur af Hæstaréttinum í Stokkhólmi en hópur geðlækna hefur haft Mijailovic til meðferðar undanfarnar vikur. Þetta þýðir að hann verður vistaður á geðsjúkrahúsi, í stað fangelsis, þar sem hann mun gangast undir meðferð. Erlent 13.10.2005 14:23
Betri veiði en í fyrra Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri en veiði í mörgum íslenskum ám er mun betri en í fyrra. Þó eru enn lausir veiðidagar á besta tímanum í nokkrum dýrustu ánum. Innlent 13.10.2005 14:23
Miðausturlönd án kjarnorkuvopna "Forsætisráðherrann staðfesti við mig að stefna Ísraels yrði áfram sú að í samhengi við frið í Miðausturlöndum teldi Ísrael æskilegt að komið yrði á kjarnorkuvopnalausu svæði í Miðausturlöndum," sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar eftir fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Erlent 13.10.2005 14:23
Dæmdur fyrir líkamsárás Sautján ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 14:23
Skóflustungur teknar að álveri Það eru forréttindi stjórnmálamanna að sjá drauma rætast, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að álveri í Reyðarfirði í dag. Mótmælendur telja framkvæmdunum þröngvað upp á þjóðina og segja erlent verktakafyrirtæki vafasamt. Spyrjum að leikslokum, segir fulltrúi þess. Innlent 13.10.2005 14:23
Langar vaktir skapa hættu Líkur á mistökum hjá hjúkrunarfræðingum þrefaldast fari vaktir þeirra yfir tólf og hálfa klukkustund. Fjórar af hverjum tíu vöktum hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum eru svo langar. Erlent 13.10.2005 14:23
Lagastaða fanganna könnuð Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum. Erlent 13.10.2005 14:23
Forstjóri Enron ákærður Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkufyrirtækisins Enrons, var í dag ákærður fyrir að hafa látið falsa bókhald fyrirtækisins og gera leynilega samninga til þess að fela skuldir þess. Rannsóknin á Lay hefur tekið þrjú ár. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:23
Góð ávöxtun lífeyrissjóða Raunávöxtun lífeyrissjóðanna á Ísland var 11,3 prósent á árinu 2003 að því að fram kemur í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23
Lítil áhrif hlutafjárútboðs KB Hlutafjárútboð KB banka upp á fjörutíu milljarða króna hefur lítil áhrif á hugsanlega sölu Símans, að mati forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans. Sérfræðingar segja að fjárfestingarfélög hér á landi eigi nóg lausafé. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:23