Fréttir

Fréttamynd

Ólögmæt handtaka á mótmælanda

Íslenska lögreglan var í dag fundin sek um að hafa handtekið karlmann með ólögmætum hætti sumarið 2002 og skert tjáningarfrelsi hans. Ríkinu var gert að greiða manninum bætur. Lögmaður hans telur líklegt að þrír menn sem lögreglan handtók við sama tækifæri fái einnig bætur frá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður SPRON aldrei meiri

Afkoma Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis náði sögulegu hámarki á síðasta ári. Hagnaður af rekstri SPRON-samstæðunnar fyrir skatta nam 1.820 milljónum króna samanborið við 846 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta var 1.465 milljónir króna og arðsemi eigin fjár var 32%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýknaður en lögmaðurinn sektaður

Karlmaður var sýknaður í Hæstarétti í dag af líkamsárás á skemmtistað fyrir tveimur árum. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn til fimm mánaða fangelsisvistar. Héraðsdómur hafði einnig sektað verjanda mannsins, m.a. fyrir að hafa virt ábendingar dómara að vettugi og gert honum upp skoðanir.

Innlent
Fréttamynd

Væri ekki á leið til lýðræðis

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis.

Innlent
Fréttamynd

Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar

Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum.

Erlent
Fréttamynd

4 látnir í sprengingu í Taílandi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð.

Erlent
Fréttamynd

Fischer: Skelfileg vonbrigði

Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu milljarða samdráttur

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs drógust saman um 50 milljarða á seinni helmingi síðasta árs. Hlutdeild bankanna á fasteignalánamarkaði hefur aukist úr fimm prósentum í tæp 19 prósent á síðustu tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri réttur flugfarþega

Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar stærstu neytendurnir

Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu.

Erlent
Fréttamynd

ESB-baráttan að hefjast

Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 

Erlent
Fréttamynd

Krefist svara um atkvæði

Fjármálaeftirlitið hefur sent 30 stærstu hluthöfum Íslandsbanka bréf þar sem þess er krafist þeir geri grein fyrir því hvernig þeir hyggjast beita atkvæðarétti sínum á aðalfundi bankans á þriðjudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bætur vegna ólöglegrar handtöku

Ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 90 þúsund króna bætur vegna ólöglegrar handtöku í tengslum við heimsókn forseta Kína til Íslands sumarið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti mann fyrir austan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í hádeginu til að sækja mann austur fyrir fjall sem hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan var snör í snúningum og lenti við Landspítalann í Fossvogi korter fyrir tvö þar sem maðurinn gekkst þegar undir aðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Strætisvagn eyðilagðist í eldi

Strætisvagn eyðilagðist í eldi á Sæbraut á móts við gamla Útvarpshúsið á níunda tímanum í morgun en engan sakaði. Vagninn er ekki nema tveggja ára af Scania-gerð og eru 28 álíka vagnar í flota Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Gömul fiskiskip seld til Danmerkur

Gömul stálfiskiskip, sem eitt af öðru hafa verið að daga uppi á svonefndum dauðadeildum í höfnum víð um land, eru orðin söluvara til Danmerkur þar sem þau eru rifin í brotajárn og ýmis nýtileg tæki seld úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vatíkanið kennir andasæringar

Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómversk-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá.

Erlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn tvöfalt meiri?

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að vöruskiptahallinn í desember hafi numið 4-6 milljörðum króna en Hagstofan birtir tölur sínar á morgun. Ef það gengur eftir verður vöruskiptahallinn í fyrra samtals um 40 milljarðar króna eða meira en tvöfalt meiri en árið áður þegar hann var sautján milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðinn upplýsingafulltrúi hjá NATO

Utanríkisráðuneytið hefur ráðið Börk Gunnarsson, kvikmyndagerðarmann og blaðamann, sem upplýsingafulltrúa hjá þjálfunarsveitum Atlantshafsbandalagsins í Írak. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, er Börkur á förum til Ítalíu þar sem hann fer í vikuþjálfun áður en hann tekur við nýja starfinu í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Al-Kaída mun nota gereyðingarvopn

Óöldin í Írak eykur líkurnar á því að uppreisnarmenn láti til skarar skríða í öðrum löndum að mati Porters Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunar CIA. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkahópur eins og Al-Kaída muni reyna árásir með gereyðingarvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Ævintýri sveitavarga

"Þetta gekk mjög vel og ég varð ekki var við annað en að góður rómur væri gerður að leik okkar," segir Heiðar Sigurðsson, söngvari og hljómborðsleikari hornfirsku hljómsveitarinnar KUSK sem lék um síðustu helgi á þorrablóti Íslendingafélagsins í Stokkhólmi.

Innlent
Fréttamynd

Millilandaflug komið í fullan gang

Millilandaflug er komið í fullan gang á nýjan leik eftir miklar tafir vegna vonskuveðurs í morgun. Allar vélar sem áttu að fara í morgun eru nú farnar, ef undan eru skildar vél sem fara á til Kanaríeyja nú um tvöleytið og flugvél Iceland Express sem fer í loftið eftir tæpa klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Krónan í fjórða sæti

Íslenska krónan er í fjórða sæti yfir þá gjaldmiðla heimsins sem mest hafa hækkað gagnvart dollarnum undanfarið ár. Frá þessu er greint í nýjasta tímariti <em>Economist</em>.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristinn H. tekinn í sátt

Sættir náðust í gærkvöld milli Kristins H. Gunnarssonar og þingflokks Framsóknarflokksins er Kristni voru boðin að nýju sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd, sem hann sat í áður en honum var vikið úr nefndum í haust.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref stigið á Alþingi

Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aukin réttindi foreldra

Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Gefur Magasin falleinkunn

Jóhannes Jónsson í Bónus gefur þjónustunni í Magasin du Nord, sem Baugur keypti nýverið, falleinkun í viðtali við <em>Jótlandspóstinn</em> í gær. Þar lýsir Jóhannes því að hann hafi verið staddur í Kaupmannahöfn og vantað ný föt, og auðvitað farið í Magasin.

Innlent
Fréttamynd

Tveir taka við af Sigurði

Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. 

Viðskipti innlent