Fréttir

Fréttamynd

Siv og Una María víki

Siv Friðleifsdóttur og Hansínu Björgvinsdóttur var ekki boðið á stofnfund Brynju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Óskað er eftir undanþágu til að félagið geti sent fulltrúa á flokksþing og farið fram á að Siv og Una víki sæti úr landsstjórn á meðan fjallað er um málið.

Innlent
Fréttamynd

Bókhaldsvandi í Sellafield

Ástæðan fyrir því að þrjátíu kíló af plútoníum koma ekki fram við birgðatalningu í Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni er bókhaldslegs eðlis, að því er fram kemur í svari breskra stjórnvalda við fyrirspurn Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Gleðitár runnu í Palestínu

Gleðitár runnu um gervalla Palestínu í dag þegar fimm hundruð palestínskir fangar sneru aftur til síns heima úr ísraelskum fangelsum. Lausn fanganna er hluti af nýsamþykktu vopnahléi Ísraela og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar

Þrátt fyrir ört hækkandi húsnæðisverð þá hefur vísitala byggingarkostnaðar lækkað um 0,1 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Ef litið er tólf mánuði aftur í tímann hefur vísitalan sem endurspeglar byggingarkostnað hækkað um rétt rúm átta prósent, mest í maí í fyrra og janúar í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dylgjur óheimilar

Samkeppnisráð úrskurðaði í gær að Hnit hf., hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að gefa í skyn í bréfi til ýmissa sveitarfélaga að keppinautur noti gamlan og úreltan búnað við loftmyndatöku.

Innlent
Fréttamynd

Sótt að vígamönnum í Ramadi

Bandarískar og íraskar hersveitir streymdu inn í Ramadi, settu upp vegatálma, leituðu í bílum og lokuðu nokkrum borgarhlutum af í gær. Aðgerðirnar voru hluti af sókn þeirra gegn íröskum vígamönnum í borginni og nokkrum öðrum borgum og bæjum við Efrat-fljót.

Erlent
Fréttamynd

Oddi fær aukna samkeppni

Edda Printing and Publishing Ltd., hefur keypt prentsmiðjuna Prentmet ehf og dótturfélag þess Prentverk Akraness af Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC, prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þungatakmarkanir á þjóðvegum

Þungatakmarkanir taka gildi á þjóðvegum á Vesturlandi um hádegi í dag þar sem frost er farið úr jörðu og hætt er við aurbleytu. Annars er greiðfært um flesta þjóðvegi landsins og vegir víðast að verða auðir en þó er hálka á Mývatnsöræfum og á Öxi.

Innlent
Fréttamynd

Siv undrast að vera ekki boðið

Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það.

Innlent
Fréttamynd

Viðhorf Þjóðverja hafa ekki breyst

"Ég trúi því ekki að viðhorf Þjóðverja hafi breyst í raun og veru. Hætta kann að stafa af Þjóðverjum vegna þess hversu landakröfur þeirra eru verulegar," sagði Bogdan Michalski, prófessor í lögfræði og fjölmiðlun við Varsjárháskóla, sem undirbýr nýja útgáfu Mein Kampf eftir Adolf Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Actavis hagnast um 5 milljarða

Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn handtekinn vegna ránsins

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna ránsins í Árbæjarapóteki í fyrradag eftir að tveimur mönnum var sleppt í gær að loknum yfirheyrslum. Grunur beindist fljótt að þeim en þeir virðast hafa öruggar fjarvistarsannanir.

Innlent
Fréttamynd

Manntjón í snjóflóðum á Indlandi

Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust.

Erlent
Fréttamynd

Læknar sviptir án kæru

243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í kannabisinnflutningi

Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun

Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hárfagri til Noregs

Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til.

Innlent
Fréttamynd

Herteknum svæðum skilað

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar kjósa um stjórnarskrá

Þjóðaratkvæðagreiðsla hófst í morgun á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Spánn er fyrsta landið þar sem slík atkvæðagreiðsla fer fram, en alls eru það 10 Evrópuríki sem kjósa um stjórnarskrána.

Erlent
Fréttamynd

Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt

Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vilja yfirráð í Asíu

Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á samþykkt stjórnarskrár

Spánverjar greiddu í dag atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var dræm en kannanir benda til að stjórnarskráin verði samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla yfirheyrir tvo vegna ráns

Lögreglan í Reykjavík handtók um miðnætti tvo karlmenn sem grunaðir eru um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og verða yfirheyrðir í dag. Ræningjarnir réðust inn í apótekið um hádegisbil klæddir bláum samfestingum og með hettur á höfði, vopnaðir hnífum. Þeir náðu nokkru af lyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi

Erlent
Fréttamynd

Átta handteknir á Akureyri

Átta manns voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi og í nótt vegna fíkniefna í tveimur aðskildum málum. Fyrra málið kom upp um kvöldmatarleytið. Fernt var handtekið og hald lagt á tæki og tól til fíkniefnaneyslu sem og hass og amfetamín. Þeim var sleppt seint í gærkvöldi eftir yfirheyrslu og telst málið upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði

Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm.

Erlent
Fréttamynd

Fundað um landnemabyggðir

Ísraelska ríkisstjórnin situr nú á fundi til að ákveða hvort styðja eigi áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu, en það er eitt af mestu deilumálum Palestínumanna og Ísraela.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri finnast látnir í Bangladess

Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún.

Erlent
Fréttamynd

Skíðasvæði opin þrátt fyrir hlýju

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið frá klukkan 12 til 17 síðdegis. Þar er logn og fjögurra stiga hiti en gott færi. Verið er að opna skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli og það verður opið sömuleiðis til fimm. Þar er 6 stiga hiti og blæs að sunnan, tveir til sex metrar á sekúndu. Skíðafærið er troðinn, blautur snjór. Opið er í Bláfjöllum til klukkan sex í kvöld og á Hengilssvæðinu til fimm en skíðasvæðið í Skálafelli er lokað.

Innlent