Fréttir

Fréttamynd

Varað við fuglaflensu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur nú gríðarmikla áherslu á að vara fólk við hættunni sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að mikil hætta sé á ferðum og að miklar líkur séu á að alheimsfaraldur brjótist út. Það sem veldur mestum áhyggjum er að þetta flensuafbrigði sem nú berst frá fuglum í menn stökkbreytist þannig að flensan fari að smitast manna á milli.

Erlent
Fréttamynd

Neitar klámfengnum skilaboðum

Fyrrum kennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi er ákærður af ríkissaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn tveimur nemendum sínum. Aðalmeðferð málsins er lokið og verður dómur kveðinn upp þann 28. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði þriggja mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór vel yfir 51 dollara. Ástæður hækkunarinnar eru sagðar kalt veður og hugsanlegur samdráttur í framleiðslu á olíu. Olíuverð er fimmtíu prósentum hærra nú en fyrir ári og sömu sögu er að segja um nær allar afurðir olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

300 látnir í Indlandi vegna veðurs

Kuldakastið sem hamlar björgunaraðgerðum í Íran hefur haft svipuð áhrif í nágrannalöndunum enda muna menn ekki eftir viðlíka vetrarhörkum í Afganistan, Pakistan og á Indlandi. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa dáið úr kulda og í snjóflóðum í Indlandi síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Lóðaverð nýtt sem tekjustofn

"Það er ánægjulegt að það verði skoðað hvernig koma á í veg fyrir að sveitarfélögin stuðli að hækkun fasteignaverðs," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um þróun fasteignaverðs.

Innlent
Fréttamynd

Mistök í útkalli

Bæjarstjórinn í Bolungarvík og forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur voru meðal þeirra sem funduðu með Ólafi Þórhallssyni, forstjóra Neyðarlínunnar, á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Fólk er misnotað

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að innflutningur á vinnuafli á vegum ólöglegra og óskráðra starfsmannaleiga, sérstaklega frá Lettlandi og Portúgal, sé farinn að hafa mikil áhrif á vinnumarkað á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Mælir gegn niðurrifi

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess á fundi með fjármálanefnd ísraelska þingsins að eignir ísraelskra landnema yrðu ekki eyðilagðar eftir brotthvarfið frá Gaza heldur seldar Palestínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Viðræður um kjarnorkumál N-Kóreu?

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist reiðubúinn að hefja viðræður um kjarnorkumál landsins á nýjan leik, að því gefnu að Bandaríkjamenn sýni af sér heilindi í slíkum viðræðum. Þá segir leiðtoginn einnig að uppfylla þurfi ákveðin skilyrði ef viðræðurnar eigi að hefjast á nýjan leik, en tiltekur ekki hver þau skilyrði séu.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Logandi átök um Landsvirkjun

Þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, lýstu í gær yfir andstöðu sinni við sameiningu Landsvirkjunar, Orkubúsins og Rarik. Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir viðskiptaráðherra fyrir að ræða ekki mögulega einkavæðingu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Málið hefur verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Stofna samráðshóp um húsarifin

Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Sigsteinn gefur Rauða krossinum

Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Actavis: Segjast ekki okra

Lyfjafyrirtækið Actavis okrar ekki á íslenskum viðskiptavinum, þrátt fyrir að tölur úr lyfjaskrám sýni að Íslendingar borga meira en 2500% meira en Danir fyrir sama hjartalyf. Þetta segir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Frekari skuldbindingar NATO í Írak

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font />

Erlent
Fréttamynd

Bréf Actavis lækkuðu um 9%

Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla með málið til Brussel ef þarf

Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna.

Innlent
Fréttamynd

Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra

Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tugir grófust undir ruslahaug

Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist.

Erlent
Fréttamynd

VG á móti sölu Landsvirkjunar

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Opið í Bláfjöllum og Skálafelli

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegt tjón vegna skjálftans

Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst.

Erlent
Fréttamynd

13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri

Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla.

Innlent
Fréttamynd

Elur á leti nemenda

Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. 

Innlent
Fréttamynd

Lyf send heim í tvo áratugi

"Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Flugferðir á áætlun verða farnar

Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð fórust í jarðskjálfta

Ekki færri en 370 manns fórust þegar mannskæður jarðskjálfti reið yfir Íran í gærmorgun. Skjálftinn reið yfir í fjallahéruðum um miðbik landsins snemma morguns meðan flestir voru enn sofandi.

Erlent
Fréttamynd

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Uppreisnarmennirnir vel að sér

Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið<em> New York Times</em> hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður.

Erlent