Fréttir

Fréttamynd

Hergagnageymsla springur í Súdan

Að minnsta kost 18 léstust og 30 særðust þegar hergagnageymsla í herþjálfunarstöð sprakk í loft upp í bænum Juba í Suður-Súdan í dag. Fregnir af atvikinu eru enn óljósar en Reuters-fréttaveitan hefur eftir hjálpastarfsmönnum í bænum að tala látinna eigi eftir að hækka því sprengikúlum rigndi yfir borgina í kjölfar sprengingarinnar. Ekkert er vitað um ástæður hennar.

Erlent
Fréttamynd

Metur lánstraustið óbreytt

Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin fyrir að misþyrma börnum

Lögreglan í Ísrael hefur handtekið barnapíu sem misþyrmdi sjö mánaða tvíburum sem hún átti að gæta. Foreldra barnanna grunaði að ekki væri allt með felldu þegar tvíburarnir urðu sinnulausir og hættu að brosa. Falin myndavél í stofunni staðfesti illan grun; barnapían barði börnin þegar þau trufluðu hana við sjónvarpsgláp. Barnapían játar á sig sakir og ber við ofsafengnum reiðiköstum.

Erlent
Fréttamynd

Bauhaus til Íslands

Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjötíu prósenta vextir

Í Bretlandi hefur verið sett á markaðinn nýtt kreditkort sem ætlað er sérstaklega efnaminna fólki en sá galli er á gjöf Njarðar að sjötíu prósenta vextir eru á kortinu.

Erlent
Fréttamynd

Beitti úðavopni á afgreiðslukonu

Eigandi Bettís við Borgarholtsbraut í Kópavogi var að vinna í fyrrakvöld þegar dökkklæddur ræningi með úðavopn ruddist inn og heimtaði peninga. Hann spreyjaði úðanum í andlit hennar. Sami ræninginn er talinn hafa verið verki í söluturninum Videospólunni við Holtsgötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Kennarastarfið er hugsjón

Paloma Ruiz Martinez er nýkjörin í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem spænskur faðir hennar og íslensk móðir búa. Paloma ákvað ung að verða kennari og lifir fyrir starfið. Hún segir kennara enn vera að jafna sig eftir verkfallið í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Vislandia selur þjónustu

Ilona Wilke, eigandi Vislandia, vísaði á GT verktaka og lögmann þeirra, Martein Magnússon, eða Fyrirtækjaskrána í Lettlandi þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í Lettlandi í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Flugferðir á áætlun verða farnar

Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð fórust í jarðskjálfta

Ekki færri en 370 manns fórust þegar mannskæður jarðskjálfti reið yfir Íran í gærmorgun. Skjálftinn reið yfir í fjallahéruðum um miðbik landsins snemma morguns meðan flestir voru enn sofandi.

Erlent
Fréttamynd

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Uppreisnarmennirnir vel að sér

Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur það að markmiði að skerða birgðir olíu, vatns og raforku í landinu, býr yfir mikilli þekkingu á innviðum orkumála í höfuðborginni Bagdad. Dagblaðið<em> New York Times</em> hefur eftir embættismönnum í Írak og Bandaríkjunum að aðgerðir hópsins upp á síðkastið beri þess merki að hann sé orðinn mjög skipulagður.

Erlent
Fréttamynd

Sjö króna sekt fyrir grammið

Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki selt til að einkavæða

Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum vilja ekki að Landvirkjun verði einkavædd. Áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Borgarstjóri vill aðskilja sölu borgarinnar og einkavæðingu ríkisins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

500 hið minnsta látnir

Talið er að að minnsta kosti 500 manns hafi látið lífið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Írans í nótt. Fjöldi þorpa er rústir einar og um 30 þúsund manns hafa ekki í nokkur hús að venda. 

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Actavis 5 milljarðar

Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Getum lítið fylgst með

Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir að fólki sé aldrei beint í ósamþykktar íbúðir en ekki sé fylgst sérstaklega með því hvort skjólstæðingar búi í ósamþykktu húsnæði eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Selja hreingerningamenn á Netinu

„Mjög basískur sérstakur hreingerningamaður fyrir allur harður, fínn-æðóttur og ör-holóttur yfirborð.“ Íslenskan er snúið tungumál og ekki fyrir hvern sem er að snara erfiðum texta yfir á hið ástkæra, ylhýra.

Innlent
Fréttamynd

450 ástralskir hermenn til Íraks

Ástralar ætla að senda 450 hermenn til viðbótar til Írak. Ætlunin er að hermennirnir muni leysa af hólmi hluta þeirra 1400 hermanna frá Hollandi sem fara frá Írak í mars. Fyrir eru nærri 900 hermenn frá Ástralíu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta sjúkrastofnun á Íslandi?

Vísbendingar um fyrstu sjúkrastofnun á Íslandi hafa fundist á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Tuttugu beinagrindur sem þar voru grafnar upp reyndust vera af fólki sem bjó við fötlun eða veikindi.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður virtist látinn

Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bann á Nýju Skátabúðina

Eigendur Nýju Skátabúðarinnar í Faxafeni verða að breyta nafni verslunarinnar eftir að Bandalag íslenskra skáta kvartaði til Einkaleyfastofu.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherraefni sjíta valið

Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um líf sitt í kjölfar morða

Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði.

Innlent
Fréttamynd

Heita stuðningi við þjálfun Íraka

Leiðtogar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hétu stuðningi ríkja sinna við þjálfunaráætlun bandalagsins sem miðar að því að gera íraska herforingja reiðubúna til að stýra hersveitum og taka við stjórn baráttunnar gegn vígamönnum. Þau ríki sem hafa verið andvíg áætluninni munu hins vegar takmarka þátttöku sína við aðgerðir utan Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Flug liggur enn niðri

Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til.

Innlent
Fréttamynd

Sjíar völdu al-Jaafari

Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé.

Erlent
Fréttamynd

Hver á að eiga orkulindirnar?

Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur

Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarstarfi að mestu lokið

Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust.

Erlent