Fréttir Sýrlendingar hindra lýðræðisþróun Það hitnar undir Sýrlendingum. Bandaríkjamenn saka þá um að hindra lýðræðisþróun og í Líbanon magnast óánægja með afskipti Sýrlendinga þar. Erlent 13.10.2005 18:51 Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51 Á leið að hnattflugsmeti Auðkýfingurinn Steve Fossett var í gær meira en hálfnaður á leið sinni umhverfis jörðina, í tilraun sinni til að verða fyrsti maðurinn sem flýgur hnattflug einsamall, viðstöðulaust og án millilendingar eða eldsneytisáfyllingar. Erlent 13.10.2005 18:51 Dettifossmálið á lokastigi Rannsókn á fíkniefnasmyglinu í Dettifossi er á lokastigi að sögn yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manni um þrítugt sem handtekinn var í Hollandi í tengslum við rannsóknina var framlengt um fimm vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var framseldur íslenskum yfirvöldum frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 18:51 Japanska pressan ræðir við Sæma Japanska dagblaðið <em>Mainchi Daily News</em> greinir í ítarlegu máli frá viðleitni Sæmundar Pálssonar til að ná fundi Bobby Fischers skákmeistara í innflytjendabúðunum þar sem honum hefur verið haldið föngnum síðan í fyrrasumar. Innlent 13.10.2005 18:51 Framtíð Varnarliðsins rædd Embættismannaviðræður um framtíð Varnarliðsins hefjast á næstunni og gerir Davíð Oddsson utanríkisráðherra ráð fyrir að niðurstaða fáist á árinu. Hann og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddust við í fyrradag um framhald viðræðna. Innlent 13.10.2005 18:51 Dómari í máli Saddams myrtur Íraskur dómari og lögmaður, sem unnu við dómstólinn sem ætlað er það hlutverk að rétta yfir Saddam Hussein og aðra meðlimi stjórnar hans, voru myrtir af óþekktum byssumönnum að því er ættingjar hinna myrtu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:51 Hyggja á frekari fjárfestingar Flugleiðir hyggja á frekari fjárfestingar erlendis og hefur félagið til þess 350 milljónir dollara í eigið fé. Þetta segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í viðtali við þýska viðskiptadagblaðið <em>Handelsblatt</em>. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51 Klórframleiðslan til Akureyrar Mjöll Frigg hefur aukið við klórframleiðslu sína á Akureyri eftir að því var neitað um starfsleyfi í Kópavogi. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri hefur meiri áhyggjur af landflutningi klórgasbirgða frá höfuðborgarsvæðinu en starfseminni á Akureyri. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Arnaldur skipaður við Glerárkirkju Valnefnd í Glerárkirkju mælir með því að sr. Arnaldur Bárðarson verði skipaður prestur við söfnuðinn en Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára. Umsóknarfrestur rann út 14. febrúar síðastliðinn og var Arnaldur eini umsækjandinn. Innlent 13.10.2005 18:51 Engin samkeppni á lyfjamarkaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir enga samkeppni á lyfjamarkaði á Íslandi. Samkeppnislögin séu mjög ströng hvað varðar markaðsráðandi fyrirtæki. Hún segir Samkeppnisstofnun hins vegar ekki fyrir verkum. Innlent 13.10.2005 18:51 Tung segir af sér Tung Chee-hwa, æðsti fulltrúi kínverskra stjórnvalda í Hong Kong, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér embætti vegna heilsubrests. Erlent 13.10.2005 18:51 Ekki nauðsynlegt að þýða öll lög Frá og með áramótum verða íslensk stjórnvöld ekki lengur skuldbundin til að þýða á íslensku öll lög og reglugerðir sem gilda hér á landi. Frumvarp dómsmálaráðherra, sem afnemur þýðingarskylduna, var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:51 Banaslys á Snorrabraut Eldri kona lést eftir að ekið var á hana á Snorrabraut á móts við Austurbæ um klukkan hálf tíu í morgun. Konan sem var fótgangandi var úrskurðuð látin stuttu eftir komu á slysadeild. Lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 18:51 Opinberrar rannsóknar krafist Þingmenn úr nær öllum flokkum sem eiga sæti á færeyska lögþinginu hafa krafist þess að opinber, óháð nefnd rannsaki hvað fór úrskeiðis þegar flutningaskipið Jökulfell sökk út af Færeyjum 7. febrúar síðastliðinn. Tveir tímar liðu frá því að neyðarkall barst þar til björgunarþyrla var kölluð út. Innlent 13.10.2005 18:51 Öflugur jarðskjálfti við Indónesíu Öflugur jarðskjálfti varð austur af Indónesíu í dag. Engar fréttir hafa borist að slysum né skemmdum samfara skjálftanum. Upplýsingar frá veður- og jarðfræðistofnun í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, herma að upptök skjálftans hafi orðið 320 kílómetra undir sjávarmáli sem er of djúpt til að koma af stað flóðbylgju. Erlent 13.10.2005 18:51 Ungmennaaftökum hætt Mannréttindasamtök fögnuðu í gær eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á þriðjudag að banna bæri dauðarefsingar á ungmennum sem fremja brot sín innan átján ára aldurs. Rétturinn var klofinn í málinu en meirihlutinn taldi að aftökur ungmenna stríddu gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við "harkalegum og óvenjulegum refsingum". Erlent 13.10.2005 18:51 Með teikningar af lestarstöð í NY Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Madríd í mars á síðasta ári voru með nákvæmar teikningar af Grand Central Station lestarstöðinni í New York í fórum sínum. Spænska dagblaðið <em>el Mundo</em> greinir frá þessu í dag. Erlent 13.10.2005 18:51 Enginn með minna enn 200 þúsund Í maí á næsta ári verður enginn félagsmaður innan BHM með lægri laun en 200 þúsund krónur. Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær. Innlent 13.10.2005 18:50 Tveir Ísraelar særðust í skotárás Tveir Ísraelsmenn eru alvarlega slasaðir eftir skotárás palestínskra uppreisnarmanna vestur af Jerúsalem í gærkvöldi. Fyrr í gær fundu ísraelskir hermenn bíl fullan af sprengiefni nærri Vesturbakkanum. Að sögn hernaðaryfirvalda í Ísrael var bílinn á vegum sömu aðila og stóðu á bak við tilræðið í Tel Aviv á föstudaginn. Erlent 13.10.2005 18:50 Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50 Al-Qaida hópur segist ábyrgur Hópur sem segist vera á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á morðtilræðinu í Hilla í gær, sem varð að minnsta kosti 120 manns að bana. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns slösuðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Erlent 13.10.2005 18:50 Vildu láta reyna á meirihluta Sjálfstæðismenn báru fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að viljayfirlýsing borgarstjórnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun yrði borin undir atkvæði. Komið hefði fram andstaða hjá vinstri - grænum sem skapaði óvissu um hvort meirihluti væri fyrir málinu. Borgarstjóri segir það af og frá. Innlent 13.10.2005 18:50 Sjávarútvegsháskóla komið á fót Nýr norrænn sjávarútvegsháskóli var stofnaður með viðhöfn í Kaupmannahöfn í gær. Öll norrænu ríkin fulltrúa í stjórn skólans en formaður stjórnar er dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Skólinn verður hins vegar ekki á einum stað heldur geta þeir sem vilja skipuleggja og halda námskeið sótt um styrki til að greiða kostnað við framkvæmd ásamt ferðakostnaði og uppihaldi nemenda. Innlent 13.10.2005 18:50 Segist ánægð með aðgerðir Sólveig Arnarsdóttir, einn leikaranna þriggja sem sagt var upp í Þjóðleikhúsinu, segist ánægð með aðgerðir Þjóðleikhússtjóra. Sólveig fer á árssamning í haust. Innlent 13.10.2005 18:50 Vill draga úr niðurrifi húsa Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýjum starfshópi verði komið á fót til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoðunarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heilmildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg sem ætlunin sé að veita. Innlent 13.10.2005 18:50 Flýti afgreiðslu háskólafrumvarps Stúdentafélög Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skora á þingmenn að flýta afgreiðslu frumvarps um niðurfellingu laga um Tækniháskóla Íslands, sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Félögin segja frumvarpið forsendu þess að hægt verði að sameina skólana og frestun sameiningar skapi óþolandi óvissu um framtíð 2500 nemenda í skólunum tveimur. Innlent 13.10.2005 18:50 Banatilræði við forsætisráðherrann Reynt var að ráða Alexander Ankvab, forsætisráðherra Abkhasíu, af dögum í fyrrakvöld, einungis tíu dögum eftir að hann tók við embætti. Erlent 13.10.2005 18:50 Páfi farinn að tala aftur Jóhannes Páll páfi annar er farinn að tala aftur, er vel með á nótunum og er farinn að stýra kaþólsku kirkjunni á ný. Ratzinger kardináli, náinn samstarfsmaður páfa, lýsti þessu yfir við blaðamenn sem biðu frétta af páfa í anddyri Gemelli-sjúkrahússins í Róm í dag. Fréttirnar koma mjög á óvart þar sem læknar höfðu sagt að jafnvel gætu liðið vikur þar til páfi mætti mæla á ný. Erlent 13.10.2005 18:50 Sjúkraþjálfarar sömdu í gær Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara samdi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Nýr samningurinn gildir til 31. mars 2008, en hann er á svipuðum nótum og samningur sem ríkið hefur gert við sérfræðilækna. Innlent 13.10.2005 18:50 « ‹ ›
Sýrlendingar hindra lýðræðisþróun Það hitnar undir Sýrlendingum. Bandaríkjamenn saka þá um að hindra lýðræðisþróun og í Líbanon magnast óánægja með afskipti Sýrlendinga þar. Erlent 13.10.2005 18:51
Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51
Á leið að hnattflugsmeti Auðkýfingurinn Steve Fossett var í gær meira en hálfnaður á leið sinni umhverfis jörðina, í tilraun sinni til að verða fyrsti maðurinn sem flýgur hnattflug einsamall, viðstöðulaust og án millilendingar eða eldsneytisáfyllingar. Erlent 13.10.2005 18:51
Dettifossmálið á lokastigi Rannsókn á fíkniefnasmyglinu í Dettifossi er á lokastigi að sögn yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manni um þrítugt sem handtekinn var í Hollandi í tengslum við rannsóknina var framlengt um fimm vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn var framseldur íslenskum yfirvöldum frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 18:51
Japanska pressan ræðir við Sæma Japanska dagblaðið <em>Mainchi Daily News</em> greinir í ítarlegu máli frá viðleitni Sæmundar Pálssonar til að ná fundi Bobby Fischers skákmeistara í innflytjendabúðunum þar sem honum hefur verið haldið föngnum síðan í fyrrasumar. Innlent 13.10.2005 18:51
Framtíð Varnarliðsins rædd Embættismannaviðræður um framtíð Varnarliðsins hefjast á næstunni og gerir Davíð Oddsson utanríkisráðherra ráð fyrir að niðurstaða fáist á árinu. Hann og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddust við í fyrradag um framhald viðræðna. Innlent 13.10.2005 18:51
Dómari í máli Saddams myrtur Íraskur dómari og lögmaður, sem unnu við dómstólinn sem ætlað er það hlutverk að rétta yfir Saddam Hussein og aðra meðlimi stjórnar hans, voru myrtir af óþekktum byssumönnum að því er ættingjar hinna myrtu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:51
Hyggja á frekari fjárfestingar Flugleiðir hyggja á frekari fjárfestingar erlendis og hefur félagið til þess 350 milljónir dollara í eigið fé. Þetta segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í viðtali við þýska viðskiptadagblaðið <em>Handelsblatt</em>. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:51
Klórframleiðslan til Akureyrar Mjöll Frigg hefur aukið við klórframleiðslu sína á Akureyri eftir að því var neitað um starfsleyfi í Kópavogi. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri hefur meiri áhyggjur af landflutningi klórgasbirgða frá höfuðborgarsvæðinu en starfseminni á Akureyri. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Arnaldur skipaður við Glerárkirkju Valnefnd í Glerárkirkju mælir með því að sr. Arnaldur Bárðarson verði skipaður prestur við söfnuðinn en Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára. Umsóknarfrestur rann út 14. febrúar síðastliðinn og var Arnaldur eini umsækjandinn. Innlent 13.10.2005 18:51
Engin samkeppni á lyfjamarkaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir enga samkeppni á lyfjamarkaði á Íslandi. Samkeppnislögin séu mjög ströng hvað varðar markaðsráðandi fyrirtæki. Hún segir Samkeppnisstofnun hins vegar ekki fyrir verkum. Innlent 13.10.2005 18:51
Tung segir af sér Tung Chee-hwa, æðsti fulltrúi kínverskra stjórnvalda í Hong Kong, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér embætti vegna heilsubrests. Erlent 13.10.2005 18:51
Ekki nauðsynlegt að þýða öll lög Frá og með áramótum verða íslensk stjórnvöld ekki lengur skuldbundin til að þýða á íslensku öll lög og reglugerðir sem gilda hér á landi. Frumvarp dómsmálaráðherra, sem afnemur þýðingarskylduna, var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Innlent 13.10.2005 18:51
Banaslys á Snorrabraut Eldri kona lést eftir að ekið var á hana á Snorrabraut á móts við Austurbæ um klukkan hálf tíu í morgun. Konan sem var fótgangandi var úrskurðuð látin stuttu eftir komu á slysadeild. Lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 18:51
Opinberrar rannsóknar krafist Þingmenn úr nær öllum flokkum sem eiga sæti á færeyska lögþinginu hafa krafist þess að opinber, óháð nefnd rannsaki hvað fór úrskeiðis þegar flutningaskipið Jökulfell sökk út af Færeyjum 7. febrúar síðastliðinn. Tveir tímar liðu frá því að neyðarkall barst þar til björgunarþyrla var kölluð út. Innlent 13.10.2005 18:51
Öflugur jarðskjálfti við Indónesíu Öflugur jarðskjálfti varð austur af Indónesíu í dag. Engar fréttir hafa borist að slysum né skemmdum samfara skjálftanum. Upplýsingar frá veður- og jarðfræðistofnun í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, herma að upptök skjálftans hafi orðið 320 kílómetra undir sjávarmáli sem er of djúpt til að koma af stað flóðbylgju. Erlent 13.10.2005 18:51
Ungmennaaftökum hætt Mannréttindasamtök fögnuðu í gær eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á þriðjudag að banna bæri dauðarefsingar á ungmennum sem fremja brot sín innan átján ára aldurs. Rétturinn var klofinn í málinu en meirihlutinn taldi að aftökur ungmenna stríddu gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við "harkalegum og óvenjulegum refsingum". Erlent 13.10.2005 18:51
Með teikningar af lestarstöð í NY Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árásirnar í Madríd í mars á síðasta ári voru með nákvæmar teikningar af Grand Central Station lestarstöðinni í New York í fórum sínum. Spænska dagblaðið <em>el Mundo</em> greinir frá þessu í dag. Erlent 13.10.2005 18:51
Enginn með minna enn 200 þúsund Í maí á næsta ári verður enginn félagsmaður innan BHM með lægri laun en 200 þúsund krónur. Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær. Innlent 13.10.2005 18:50
Tveir Ísraelar særðust í skotárás Tveir Ísraelsmenn eru alvarlega slasaðir eftir skotárás palestínskra uppreisnarmanna vestur af Jerúsalem í gærkvöldi. Fyrr í gær fundu ísraelskir hermenn bíl fullan af sprengiefni nærri Vesturbakkanum. Að sögn hernaðaryfirvalda í Ísrael var bílinn á vegum sömu aðila og stóðu á bak við tilræðið í Tel Aviv á föstudaginn. Erlent 13.10.2005 18:50
Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50
Al-Qaida hópur segist ábyrgur Hópur sem segist vera á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á morðtilræðinu í Hilla í gær, sem varð að minnsta kosti 120 manns að bana. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns slösuðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Erlent 13.10.2005 18:50
Vildu láta reyna á meirihluta Sjálfstæðismenn báru fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að viljayfirlýsing borgarstjórnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun yrði borin undir atkvæði. Komið hefði fram andstaða hjá vinstri - grænum sem skapaði óvissu um hvort meirihluti væri fyrir málinu. Borgarstjóri segir það af og frá. Innlent 13.10.2005 18:50
Sjávarútvegsháskóla komið á fót Nýr norrænn sjávarútvegsháskóli var stofnaður með viðhöfn í Kaupmannahöfn í gær. Öll norrænu ríkin fulltrúa í stjórn skólans en formaður stjórnar er dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Skólinn verður hins vegar ekki á einum stað heldur geta þeir sem vilja skipuleggja og halda námskeið sótt um styrki til að greiða kostnað við framkvæmd ásamt ferðakostnaði og uppihaldi nemenda. Innlent 13.10.2005 18:50
Segist ánægð með aðgerðir Sólveig Arnarsdóttir, einn leikaranna þriggja sem sagt var upp í Þjóðleikhúsinu, segist ánægð með aðgerðir Þjóðleikhússtjóra. Sólveig fer á árssamning í haust. Innlent 13.10.2005 18:50
Vill draga úr niðurrifi húsa Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýjum starfshópi verði komið á fót til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoðunarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heilmildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg sem ætlunin sé að veita. Innlent 13.10.2005 18:50
Flýti afgreiðslu háskólafrumvarps Stúdentafélög Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skora á þingmenn að flýta afgreiðslu frumvarps um niðurfellingu laga um Tækniháskóla Íslands, sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Félögin segja frumvarpið forsendu þess að hægt verði að sameina skólana og frestun sameiningar skapi óþolandi óvissu um framtíð 2500 nemenda í skólunum tveimur. Innlent 13.10.2005 18:50
Banatilræði við forsætisráðherrann Reynt var að ráða Alexander Ankvab, forsætisráðherra Abkhasíu, af dögum í fyrrakvöld, einungis tíu dögum eftir að hann tók við embætti. Erlent 13.10.2005 18:50
Páfi farinn að tala aftur Jóhannes Páll páfi annar er farinn að tala aftur, er vel með á nótunum og er farinn að stýra kaþólsku kirkjunni á ný. Ratzinger kardináli, náinn samstarfsmaður páfa, lýsti þessu yfir við blaðamenn sem biðu frétta af páfa í anddyri Gemelli-sjúkrahússins í Róm í dag. Fréttirnar koma mjög á óvart þar sem læknar höfðu sagt að jafnvel gætu liðið vikur þar til páfi mætti mæla á ný. Erlent 13.10.2005 18:50
Sjúkraþjálfarar sömdu í gær Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara samdi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Nýr samningurinn gildir til 31. mars 2008, en hann er á svipuðum nótum og samningur sem ríkið hefur gert við sérfræðilækna. Innlent 13.10.2005 18:50