Fréttir Flugmiðinn fenginn Stuðningsmenn Fischers efndu til blaðamannafundar í Tókýó í gær. Þar kom fram að íslenska sendiráðinu í Tókýó hefur verið sent svar við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda, sem segir til um með hvaða hætti best sé að koma vegabréfi Bobby Fischer til hans, án þess að íslensk stjórnvöld skipti sér af japönskum innanríkismálum. Innlent 13.10.2005 18:52 Komið upp um sígarettusmyglhring Lögreglan í Belgíu og á Bretlandi handtóku í vikunni 10 manns sem taldir eru félagar í alþjóðlegum sígarettusmyglhring. Um leið gerði lögreglan sex milljónir sígarettna upptækar, en mennirnir höfðu reynt að smygla þeim frá Austur-Evrópu til Bretlands í vöruflutningabílum. Um var að ræða fjölþjóðlegan hóp því í honum voru fjórir Pólverjar, þrír Belgar, tveir Rússar og einn Hollendingur. Erlent 13.10.2005 18:51 Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51 LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Innlent 13.10.2005 18:51 Sameinast í Háskólanum í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands munu sameinast undir nafninu Háskólinn í Reykjavík og tekur sameinaður skóli til starfa 19. ágúst næstkomandi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar samþykktar Alþingis í gær á samruna háskólanna tveggja með því að fella úr gildi lög um Tækniháskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 18:51 Gæslan virðist brjóta lög Landhelgisgæslan, sem hefur með höndum almenna löggæslu og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland, virðist brjóta lög um mengunarvarnir. Þá greiðir hún hvorki virðisaukaskatt né opinber gjöld af skipaolíu sem hún kaupir í sparnaðarskyni í Færeyjum. Innlent 13.10.2005 18:51 Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51 Þrettán ungar seldust strax Nú tegund gæludýra, rottur, er að nema land hér. Þrettán rottuungar í ræktunarbúi á Álftanesi seldust strax eftir fæðingu. Ræktandinn annar ekki eftirspurn. Gælurotturnar á Álftanesi eru innfluttar frá Danmörku, en rottur eru ræktaðar víða um lönd. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51 Lögregla stöðvar glæfraför Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í föstudag hraðferð þriggja Spánverja sem hafa ferðast um landið síðustu daga á jeppling. Innlent 13.10.2005 18:51 Sjómennska fram yfir stærðfræði Strákar í Sandgerði vilja frekar fara á sjóinn en læra stærðfræði. Þetta kemur fram í grein í bandaríska stórblaðinu <em>Time</em>. Munur á getu kynjanna er þar meiri en víða annars staðar. Innlent 13.10.2005 18:51 Telur sparnaðarleið óeðlilega Landhelgisgæslan kemur sér hjá því að borga virðisaukaskatt og flutningsjöfnunargjald af olíu á varðskipin með því að kaupa hana í Færeyjum. Varaformaður fjárlaganefndar telur óeðlilegt að ríkisstofnun reyni að spara með þessum hætti. Innlent 13.10.2005 18:51 Loðnan gengur suður Nánast allur loðnuflotinn er staddur á Vestfjörðum þar sem mikið hefur veiðst síðustu daga. Loðnan er að ganga suður og er líklegt að hún hrygni í Breiðafirði og Faxaflóa innan skamms. Hólmaborgin SU er stödd út af Siglunesi, skammt frá Siglufirði, en fréttir bárust af loðnu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:51 80 milljónir munu deyja fyrir 2025 Ef ekkert verður að gert munu níutíu milljónir Afríkubúa ganga með HIV-veiruna árið 2025. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna er komin út og þar er hvatt til tafarlausra aðgerða Erlent 13.10.2005 18:51 Stjörnuleitin slær í gegn Idol-stjörnuleit er vinsælasta sjónvarpsefni landsins, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var í febrúar. Fréttablaðið er enn mest lesna dagblað landsins. Lestur á DV eykst um tæp fjögur prósentustig. Innlent 13.10.2005 18:52 Bush vill ekkert hálfkák George Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í dag að Sýrlendingar drægju her sinn algerlega út úr Líbanon en ekki bara að hluta til. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fregna af því að Bashar al-Asssad, forseti Sýrlands, hyggist greina frá því á morgun að hluti af sýrlenska hernum í Líbanon verði kallaður heim og aðrir hermenn færðir nær landamærum Líbanons og Sýrlands. Erlent 13.10.2005 18:51 Ensler til landsins í næstu viku Eve Ensler sem stofnaði alþjóðlegu V-dagssamtökin eftir að hún skrifaði leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur, kemur til Íslands sunnudaginn 6. mars og verður hér á landi í þrjá daga. Hún mun ræða við alþingismenn og forseta Íslands og ýmis samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn konum. Innlent 13.10.2005 18:51 Fer fram á 16 ára fangelsi Saksóknari sem flutti mál gegn Hákoni Eydal í dag krafðist þess að hann yrði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Sri Rahmawati, fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hákon hefur játað á sig morðið en hann segir Sri og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist úr bræði og banaði henni. Innlent 13.10.2005 18:51 90 milljónir HIV-smitaðar Meira en 80 milljónir Afríkubúa gætu dáið úr alnæmi fyrir árið 2025 ef ekki verður brugðist strax við þeim vanda sem að álfunni steðjar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út í gær. Erlent 13.10.2005 18:52 Fyrrverandi ráðherra finnst látinn Júrí Kravsjenko, fyrrverandi innaríkisráðherra Úkraínu, sem talinn er tengjast morðinu á rannsóknarblaðamanninum Georgí Gongadze, fannst látinn á heimili sínu í morgun. Kravsjenko, sem átti að veita saksóknara upplýsingar vegna morðsins á rannsóknarblaðamanninum sem framið var árið 2001, er talinn hafa svipt sig lífi. Þrír lögreglumenn eru í haldi vegna morðsins á blaðamanninum. Erlent 13.10.2005 18:51 Flýði brennandi bíl Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið utan í tvo staura á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í morgun. Eldur kom upp í bílnum sem var fljótt alelda. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og tók nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Vegfarendur gátu gefið lögreglu nokkuð góða lýsingu á ökumanninum sem hljóp af vettvangi og er hans leitað. Innlent 13.10.2005 18:51 Hafa gert samkomulag um flugvöll Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Innlent 13.10.2005 18:51 Ráðist gegn Beslan-mönnum Fimm manns féllu og fjórir voru handteknir í áhlaupi rússneskra lögreglusveita gegn hópi fólks sem grunað er um aðild að gíslatöku og morðum í barnaskóla í Beslan í Norður-Ossetíu síðastliðið haust. 330 týndu lífi í Beslan, mest skólabörn. Erlent 13.10.2005 18:52 Veikjast vegna kjarnorkuúrgangs Íbúar í strandþorpum Sómalíu veikjast í stórum stíl vegna geislavirks kjarnorkuúrgangs, sem skolaði þar á land í flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans í Asíu. Ítölsk og svissnesk fyrirtæki eru sögð hafa losað sig ólöglega við úrganginn á hafsvæðinu við landið. Erlent 13.10.2005 18:52 Alnæmisvá vofir yfir Afríku Nærri 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af alnæmi á næstu tuttugu árum ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að tvö hundruð milljarða bandaríkjadala þurfi til á næstu árum eigi að takast að sporna við þessari þróun. 25 milljónir Afríkubúa eru nú þegar smitaðar af HIV-veirunni. Erlent 13.10.2005 18:51 Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51 Lögfræðingur fylgdi íbúum á fund Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi mættu á fund skipulagsyfirvalda bæjarins og forsvarmanna Brimborgar með lögfræðing sér við hlið. Innlent 13.10.2005 18:51 Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51 Vatnsorkuver menga líka Vatnsorkuver eru ekki eins umhverfisvæn eins og menn gjarnan telja. Ný rannsókn bendir til að úr uppistöðulónum þeirra geti streymt meira magn gróðurhúsaloftegunda en kolaorkuver framleiða. Slíkar lofttegundir eru taldar valda hlýnun jarðar. Erlent 13.10.2005 18:52 Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51 Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51 « ‹ ›
Flugmiðinn fenginn Stuðningsmenn Fischers efndu til blaðamannafundar í Tókýó í gær. Þar kom fram að íslenska sendiráðinu í Tókýó hefur verið sent svar við fyrirspurn íslenskra stjórnvalda, sem segir til um með hvaða hætti best sé að koma vegabréfi Bobby Fischer til hans, án þess að íslensk stjórnvöld skipti sér af japönskum innanríkismálum. Innlent 13.10.2005 18:52
Komið upp um sígarettusmyglhring Lögreglan í Belgíu og á Bretlandi handtóku í vikunni 10 manns sem taldir eru félagar í alþjóðlegum sígarettusmyglhring. Um leið gerði lögreglan sex milljónir sígarettna upptækar, en mennirnir höfðu reynt að smygla þeim frá Austur-Evrópu til Bretlands í vöruflutningabílum. Um var að ræða fjölþjóðlegan hóp því í honum voru fjórir Pólverjar, þrír Belgar, tveir Rússar og einn Hollendingur. Erlent 13.10.2005 18:51
Ók of nálægt lögreglu Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Innlent 13.10.2005 18:51
LÍ styður reykingafrumvarp Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Innlent 13.10.2005 18:51
Sameinast í Háskólanum í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands munu sameinast undir nafninu Háskólinn í Reykjavík og tekur sameinaður skóli til starfa 19. ágúst næstkomandi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar samþykktar Alþingis í gær á samruna háskólanna tveggja með því að fella úr gildi lög um Tækniháskóla Íslands. Innlent 13.10.2005 18:51
Gæslan virðist brjóta lög Landhelgisgæslan, sem hefur með höndum almenna löggæslu og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland, virðist brjóta lög um mengunarvarnir. Þá greiðir hún hvorki virðisaukaskatt né opinber gjöld af skipaolíu sem hún kaupir í sparnaðarskyni í Færeyjum. Innlent 13.10.2005 18:51
Gripinn með fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók mann á Selfossi í nótt fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn hafði verið á dansleik á Hótel Selfossi og fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Lögreglan segir að hann hafi verið ölvaður og verði yfirheyrður síðar í dag. Innlent 13.10.2005 18:51
Þrettán ungar seldust strax Nú tegund gæludýra, rottur, er að nema land hér. Þrettán rottuungar í ræktunarbúi á Álftanesi seldust strax eftir fæðingu. Ræktandinn annar ekki eftirspurn. Gælurotturnar á Álftanesi eru innfluttar frá Danmörku, en rottur eru ræktaðar víða um lönd. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:51
Lögregla stöðvar glæfraför Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í föstudag hraðferð þriggja Spánverja sem hafa ferðast um landið síðustu daga á jeppling. Innlent 13.10.2005 18:51
Sjómennska fram yfir stærðfræði Strákar í Sandgerði vilja frekar fara á sjóinn en læra stærðfræði. Þetta kemur fram í grein í bandaríska stórblaðinu <em>Time</em>. Munur á getu kynjanna er þar meiri en víða annars staðar. Innlent 13.10.2005 18:51
Telur sparnaðarleið óeðlilega Landhelgisgæslan kemur sér hjá því að borga virðisaukaskatt og flutningsjöfnunargjald af olíu á varðskipin með því að kaupa hana í Færeyjum. Varaformaður fjárlaganefndar telur óeðlilegt að ríkisstofnun reyni að spara með þessum hætti. Innlent 13.10.2005 18:51
Loðnan gengur suður Nánast allur loðnuflotinn er staddur á Vestfjörðum þar sem mikið hefur veiðst síðustu daga. Loðnan er að ganga suður og er líklegt að hún hrygni í Breiðafirði og Faxaflóa innan skamms. Hólmaborgin SU er stödd út af Siglunesi, skammt frá Siglufirði, en fréttir bárust af loðnu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:51
80 milljónir munu deyja fyrir 2025 Ef ekkert verður að gert munu níutíu milljónir Afríkubúa ganga með HIV-veiruna árið 2025. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna er komin út og þar er hvatt til tafarlausra aðgerða Erlent 13.10.2005 18:51
Stjörnuleitin slær í gegn Idol-stjörnuleit er vinsælasta sjónvarpsefni landsins, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup sem gerð var í febrúar. Fréttablaðið er enn mest lesna dagblað landsins. Lestur á DV eykst um tæp fjögur prósentustig. Innlent 13.10.2005 18:52
Bush vill ekkert hálfkák George Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í dag að Sýrlendingar drægju her sinn algerlega út úr Líbanon en ekki bara að hluta til. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fregna af því að Bashar al-Asssad, forseti Sýrlands, hyggist greina frá því á morgun að hluti af sýrlenska hernum í Líbanon verði kallaður heim og aðrir hermenn færðir nær landamærum Líbanons og Sýrlands. Erlent 13.10.2005 18:51
Ensler til landsins í næstu viku Eve Ensler sem stofnaði alþjóðlegu V-dagssamtökin eftir að hún skrifaði leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur, kemur til Íslands sunnudaginn 6. mars og verður hér á landi í þrjá daga. Hún mun ræða við alþingismenn og forseta Íslands og ýmis samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn konum. Innlent 13.10.2005 18:51
Fer fram á 16 ára fangelsi Saksóknari sem flutti mál gegn Hákoni Eydal í dag krafðist þess að hann yrði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Sri Rahmawati, fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hákon hefur játað á sig morðið en hann segir Sri og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist úr bræði og banaði henni. Innlent 13.10.2005 18:51
90 milljónir HIV-smitaðar Meira en 80 milljónir Afríkubúa gætu dáið úr alnæmi fyrir árið 2025 ef ekki verður brugðist strax við þeim vanda sem að álfunni steðjar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út í gær. Erlent 13.10.2005 18:52
Fyrrverandi ráðherra finnst látinn Júrí Kravsjenko, fyrrverandi innaríkisráðherra Úkraínu, sem talinn er tengjast morðinu á rannsóknarblaðamanninum Georgí Gongadze, fannst látinn á heimili sínu í morgun. Kravsjenko, sem átti að veita saksóknara upplýsingar vegna morðsins á rannsóknarblaðamanninum sem framið var árið 2001, er talinn hafa svipt sig lífi. Þrír lögreglumenn eru í haldi vegna morðsins á blaðamanninum. Erlent 13.10.2005 18:51
Flýði brennandi bíl Ökumaður stakk af eftir að hafa ekið utan í tvo staura á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í morgun. Eldur kom upp í bílnum sem var fljótt alelda. Slökkviliðið var kvatt á staðinn og tók nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins. Vegfarendur gátu gefið lögreglu nokkuð góða lýsingu á ökumanninum sem hljóp af vettvangi og er hans leitað. Innlent 13.10.2005 18:51
Hafa gert samkomulag um flugvöll Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Innlent 13.10.2005 18:51
Ráðist gegn Beslan-mönnum Fimm manns féllu og fjórir voru handteknir í áhlaupi rússneskra lögreglusveita gegn hópi fólks sem grunað er um aðild að gíslatöku og morðum í barnaskóla í Beslan í Norður-Ossetíu síðastliðið haust. 330 týndu lífi í Beslan, mest skólabörn. Erlent 13.10.2005 18:52
Veikjast vegna kjarnorkuúrgangs Íbúar í strandþorpum Sómalíu veikjast í stórum stíl vegna geislavirks kjarnorkuúrgangs, sem skolaði þar á land í flóðbylgjunni í kjölfar jarðskjálftans í Asíu. Ítölsk og svissnesk fyrirtæki eru sögð hafa losað sig ólöglega við úrganginn á hafsvæðinu við landið. Erlent 13.10.2005 18:52
Alnæmisvá vofir yfir Afríku Nærri 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af alnæmi á næstu tuttugu árum ef alþjóðasamfélagið grípur ekki til aðgerða þegar í stað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að tvö hundruð milljarða bandaríkjadala þurfi til á næstu árum eigi að takast að sporna við þessari þróun. 25 milljónir Afríkubúa eru nú þegar smitaðar af HIV-veirunni. Erlent 13.10.2005 18:51
Lést í bílslysi nærri Kópaskeri Karlmaður um tvítugt lét lífið í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á malarvegi skammt frá Kópaskeri síðdegis í gær. Tveir ungir menn voru í hinum bílnum og slasaðist annar þeirra talsvert. Maðurinn sem lést var í bílbelti og var á leiðinni norður en bíllinn sem hann lenti í árekstri við var á leiðinni suður. Mennirnir sem slösuðust hlutu meðal annars áverka á hálsi og hrygg. Innlent 13.10.2005 18:51
Lögfræðingur fylgdi íbúum á fund Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi mættu á fund skipulagsyfirvalda bæjarins og forsvarmanna Brimborgar með lögfræðing sér við hlið. Innlent 13.10.2005 18:51
Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Innlent 13.10.2005 18:51
Vatnsorkuver menga líka Vatnsorkuver eru ekki eins umhverfisvæn eins og menn gjarnan telja. Ný rannsókn bendir til að úr uppistöðulónum þeirra geti streymt meira magn gróðurhúsaloftegunda en kolaorkuver framleiða. Slíkar lofttegundir eru taldar valda hlýnun jarðar. Erlent 13.10.2005 18:52
Flugmiði keyptur fyrir Fischer Sæmundur Pálsson og aðrir úr stuðningsmannahópi Bobbys Fischers hér á landi héldu blaðamannafund í Tókýó í Japan í morgun. Fram kom meðal annars að keyptur hefur verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Mikill áhugi var fyrir blaðamannafundinum og var vel mætt. Innlent 13.10.2005 18:51
Vilja Fischer út fyrir afmæli hans Opinn flugmiði til Íslands bíður nú Bobbys Fischers og vonast stuðningsmenn hans til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda fyrir 62 ára afmæli sitt þann 9. mars næstkomandi. Mikil þátttaka var á blaðamannafundi sem stuðningsmenn Fischers héldu í Tókýó í morgun. Innlent 13.10.2005 18:51