Erlent

Bush vill ekkert hálfkák

George Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í dag að Sýrlendingar drægju her sinn algerlega út úr Líbanon en ekki bara að hluta til. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fregna af því að Bashar al-Asssad, forseti Sýrlands, hyggist greina frá því á morgun að hluti af sýrlenska hernum í Líbanon verði kallaður heim og aðrir hermenn færðir nær landamærum Líbanons og Sýrlands. „Þegar rætt er um brottflutning hermanna meinum við algjöran brottflutning, ekkert hálfkák,“ sagði Bush í dag og bætti við að Bandaríkin vildu veg lýðræðis í Líbanon sem mestan, en þróun þess gæti ekki orðið meðan landið væri hernumið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×