Innlent

Loðnan gengur suður

MYND/365
Nánast allur loðnuflotinn er staddur á Vestfjörðum þar sem mikið hefur veiðst síðustu daga. Loðnan er að ganga suður og er líklegt að hún hrygni í Breiðafirði og Faxaflóa innan skamms. Hólmaborgin SU er stödd út af Siglunesi, skammt frá Siglufirði, en fréttir bárust af loðnu á svæðinu. Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborginni, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 í morgun að loðnan hefði ekki sést í nótt. Skipið landaði 2300 tonnum í gær, sem fengust í sex köstum í Víkurálnum út af Vestfjörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×