Erlent

Fyrrverandi ráðherra finnst látinn

Júrí Kravsjenko, fyrrverandi innaríkisráðherra Úkraínu, sem talinn er tengjast morðinu á rannsóknarblaðamanninum Georgí Gongadze, fannst látinn á heimili sínu í morgun. Kravsjenko, sem átti að veita saksóknara upplýsingar vegna morðsins á rannsóknarblaðamanninum sem framið var árið 2001, er talinn hafa svipt sig lífi. Þrír lögreglumenn eru í haldi vegna morðsins á blaðamanninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×