Innlent

Ensler til landsins í næstu viku

Eve Ensler sem stofnaði alþjóðlegu V-dagssamtökin eftir að hún skrifaði leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur, kemur til Íslands sunnudaginn 6. mars og verður hér á landi í þrjá daga. Hún mun ræða við alþingismenn og forseta Íslands og ýmis samtök sem berjast gegn ofbeldi gegn konum. Hún lýkur dvöl sinni með því að vera heiðursgestur á athöfn V-dagsins sem haldinn verður 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×